Dagblaðið - 08.04.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 08.04.1980, Blaðsíða 28
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1980. ' ' “\ 28 Roman Dzindzichashvili... Ovæntur sigurvegari í Lone Pine Bandaríski auðjöfurinn Luis D. Statham hefur reynst skáklífi i Kali- forniu ómetanleg lyftistöng á undan- förnum árum. Árlega hefur hann fjármagnað opna skákmótið I Lone Pine, sem nú var haldið í 10. sinn. Hin háu verðlaun hafa gert það að verkum að fremstu skákmeistarar heims fjölmenna á mótið og koma sumir ár eftir ár, enda aðstæður allar hinar ágætustu. Aðsókn skákmanna á mótið var orðin meiri en góðu hófi gegndi, því samkomuhúsið sem Statham gaf l.one Pine bænum bjó yfir takmörk- uðu rými. Því var gripið til þess ráðs að herða inntökuskilyrði verulega og var mótið nú einungis opið stórmeist- urum svo og skákmönnum með 2450 Eló-stig eða meira. Auk þess höfðu til allrar hamingju skákmenn yngri en 21 árs með 2350 stig eða meira þátt- tökurétt. Við Margeir Pétursson drif- um okkur því á mótið, enda til mikils að vinna. Alls mættu 43 skákmenn til leiks, þar af 23 stórmeistarar. Meðalstig keppenda voru 2460 sem var hærra en á nokkru öðru opnu skákmóti sem haldið hefur verið. Sennilega verður það met ekki slegið fyrr en á næsta Lone Pine móti. Í upphafi tefldi Sovétmeistarinn Geller skínandi vel og hafði örugga forustu eftir 5 umferðir, 4 1/2 vinn- ing.Eftir það fór að halla undan fæti, enda var hann ákaflega óheppinn með andstæðinga og þá sérstaklega liti það sem eftir var mótsins. í 4 síð- ustu umferðunum fékk hann svart i 3 skákum, gegn Gheorghiu, Larsen og Miles, en hvitt hafði hann aðeins gegn landa sínum Balashov og þar var auðvitað fljótlega samið urn jafn- tefli. Sumir vildu halda því fram að skákstjórinn hafi átt hér mestan hlut að máli og gárungarnir fullyrtu að hann hefði einungis verið að hlíta fyrirmælum frá Carter forseta . . . Óvæntur sigurvegari mótsins varð Roman Dzindzichashvili, fyrrum Sovét-stórmeistari frá Ísrael, sem býr nú í Bandarikjunum. Dzind beitti hinu fræga Monrad-bragði í upphafi mótsins, þ.e. missti niður nokkra vinninga svo hann fengi léttari and- stæðinga í seinni hlutanum. í I. um- ferð gerði hann jafntefli við Grefe frá Bandarikjunum, sem hafnaði að lok- um i neðsta sæti, i 2. umferð tapaði hann fyrir 17 ára Bandarikjamanni, Root að nafni og í þeirri 3. gerði hann jafntefli við Zaltsman frá Bandarikjunum, sem ásamt fjórum öðrum hafnaði í næstneðsta sæti. Síðan vann hann 6 skákir i röð og jafnframt 15.000 $, þvi engum öðrum tókst að krækja sér i 7 vinn- inga. Svona á að fara að þessu! Úrslitaskák mótsins var tefld i sið- ustu umferð, milli Dzind og Alburt, sem einnig er landflótta Sovét-stór- meistari. Höfðu menn orð á þvi, að það jaðraði við hneyksli að úrslita- skákin á svo sterku skákmóti skyldi vera jafnvitlaus og raun bar vitni. Al- burt náði heillavænlegri stöðu úr byrjuninni og jók síðan smátt og smátt yfirburði sína. Dzind lenti auk þess i bullandi timahraki. Það bjargaði honum hins vegar, að Alburt virtist ekki sjá út úr augum sér fyrir seðlum og lék herfilega af sér i fyrsta leik eftir að timamörkunum var náð. Skyndilega var Stafrófshvili kominn með unnið tafl og við lékum biðleik. Honum varð síðan ekki skotaskuld úr þvi að vinna taflið eftir bið. Dzind er þekktur fjárhættuspiiari og var m.a. i felum i Hollandi um tíma af þeim sökum. Á milli umferða telldi hann upp á.peninga við hvern sem var, með 1 minútu á móti 3 minútum andstæðingsins. Fregnir hcrma, að kvöldið fyrir úrslitaskák- ina liafi hann teflt til kl. 5 um morg- uninn! Góðkunningi vor, Miles frá E^ng- landi, tefldi vel gegn Geller í siðustu umferð og færði sigurinn honum 6 1/2 vinning og 2. sætið. Hann hafði orð á því við verðlaunaafhending- una, að hann hefði getað gert enn betur ef honum hefði ekki orðið illa á i messunni áður en hann lagði af stað. Eftir Reykjavíkurskákmóti tefldi hann fjöltefli víðs vegar um landið og i Keflavík var honum fært skákmerki að gjöf, sem var haldið þeirri náttúru að handhafi þess átti að vinna sinar skákir. Hann gleymdi þessu nterki hins vegar i Englandi, en lét þess þó getið að þrátt fyrir alla þessa fjarlægð hefði það haft sin áhrif. Næstir i röðinni komu eftirtaldir: 3.—7. Larsen, Geller, Alburt, Balas- hov og Gheorghiu með 6 v. 8. —12. Fedorowicz, Ermenkov, Peters, Panno og Gligoric með 5 1/2 v. 13. —17. Quinteros, Ivanovic, White- head, Wilder og Margeir Pétursson með 5 v. 18,—26. Kaufman, Jón L. Árnason, Kaplan, Root, Henley, Reshevsky, Raicevic, Torre og Cristiansen með 4 I /2 v. o.s.frv. Skákmönnum með jafnmarga vinninga er raðað eftir styrkleika andstæðinganna, eins og gert er i mótsblaðinu. Þá er það sigurskák Miles við Geller, sem færði honum 10.000 $. Til samanburðar má geta þess, að 1. verðlaun á Reykjavíkurskákmótinu voru 2.500$! Hvilt: Miles Svart: Geller Vængtafl. 1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Be7 5. b3 0-0 6. Bb2 c5 7. 0-0 Re6 8. e3 d4 9. exd4cxd4 Upp er komin nokkurs konar Benónivörn, með skiptum litum. Ekki þarf að minna á hvilikar hrak- farir sú byrjun fór á siðastaReykja- víkurskákmóti, en nú er öldin önnur. 10. Hel He8 11. a3 a5 12. d3 Bc5 13. Rbd2 e5 14. Rg5 Bg4?! Hvítur nær nú tökum á hvítu reit- unum á miðborðinu. Betra ér 14. — Ðc7, ásamt — b6 og — Bb7 og svartur má vel við una. 15. Bf3 Bxf3 16. Dxf3 h6 17. Rge4 Rxe4 18. Rxe4 Bf8 19. Bcl He6 20. h4 Be7 21. h5 Df8 22. Df5 Hb8 23. g4 b5 24. Kh2 bxc4 25. bxc4 Hb3 26. Hgl Bxa3? Svartur virðist hafa skapað sér dá- góð færi á drottningarvæng, en hvítur er einfaldlega fyrri lil á kóngs- væng! Þetta peðsrán reynist dýrkeypt og eftir á er auðvelt að mæla með öðrum leikjum, sem breyta þó ekki þeirri staðreynd að svanur á i erfið- leikum. 27. Hxa3 Hxa3 28. Bxa3 Dxa3 29. g5! I)f8 Eða 29, — De7 30, Rf6+ K f8 31. Dh7 og vinnur. 30. Rf6+! gxf6 31. gxh6+ Kh8 32. Hg7 Dxg7 33. hxg7 + Kxg7 34. Dg3 + Kh7 35. h6! Rúsinan i pylsuendanum. Drottn- ingin kemst nú að baki viglínunnar með úrslitaafleiðingum. 35. — Kxh6 36. Dg8 He7 37. Dc8! He6 38. Dh8 + og svartur gafst upp. Eftir 38. — Kg6 39. Dg8+ Kg6 (eða 39. — Kf5 40. Kg3! e4 4i. Dg4 + Ke5 42. Dl'4 mát) 40. Dxf7 er stórfelll liðstap fyrirsjáanlegt. í hverri umferð voru veitt tvenn verðlaun fyrir athyglisverðustu skák- irnar. Margeir varð þeirrar ánægju aðnjótandi að hljóta verðlaun fyrir skák sina úr 4. umferð og það er þvi ekki úr vegi að renna yfir hana. Hvílt: Margeir Pétursson Svarl: Grefe (Bandarikin) Fornindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 Rhd7 4. e4 e5 5. Rf3 Be7 6. Be2 0-0 7. 0-0 c6 8. Hel He8 9. Hbl Bf8 10. Bfl a6 11. b4 Dc7 12. a3 exd4 13. Rxd4 b5 14. cxb5 axb5?! Reglan segir að drepa beri inn á miðborðið. en hér hefði svartur mátt drepa aftur með c-peðinu og leika síðan Bb7 með u.þ.b. jöfnum mögu- leikum. 15. Bg5h6 Svartur féll auðvitað ekki í gildr- una 15. — Hxa3? 16. Rxb5! og vinnur. 16. Bh4 Db6 17. a4 bxa4 18. b5!? c5 19. Rc6a3? Mun sterkara er 19. — Bb7, því eftir 20. Rxa4 Dc7 er e4-peðið i upp- námi og auk þess hótar svartur 21. — g5 22. Bg3 og drepa tvívegis á c6. 20. I)b3 g5 21. Bc4!?gxh4 22. Bxf7+ Kh8(?) Eftir hinn eðlilega leik 22. — Kg7, hafði Margeir i huga gullfallegt fram- hald: 23. Bxe8 Rxe8 24. Rd5 Db7 25. Rd8! Da7 26. Re7!! Bxe7 27. Df7 + Kh8 28. Rc6! Db6 29. Rxe7 og gegn máthótunum á g8 og g6 á svartur ekkert svar. Hins vegar gat svartur leikið 22. — Kg7 23. Bxe8 c4! og hefur þá fengið c5-reitinn til umráða fyrir drottninguna. Staðan er þá flók- in og tvísýn. 23. Bxe8 c4 24. Dxc4 Bxe8 25. Df7 Ref6 26. e5 dxe5 27. Rxe5 Bg7 28. Rg6 + Kh7 29. He7 Rh5 30. Rf4! Hvitur hefur nú vinningsstöðu. 30. — a2 (?) 31. Rxa2 Re5 32. DxhS Df6 33. Rd5 Dd6 34. Rac3 Rg4 35. Dxh4 Bf5 36. Hbel Hf8 37. b6 Kg6 38. Hxg7+ Kxg7 39. De7 +, og svarturgafst upp. Svæðismót Austurlands 1980 Svæðismót Austurlands 1980 var haldið á Eskifirði 14. —15. marz. I eldri flokki voru keppendur 6, frá Eskifirði.Stöðvarfirði, Egilsstöðum og Fáskrúðsfirði. Sigurvegari varð Hákon Sófusson, Eskifirði, en hann hlaut 4 I/2 vinning af 5 og þar með nafnbótina svæðis- meistari Austurlands 1980. Sigur í þessu móti veitir jafnframt rétt til þátttöku i áskorendafjokki á Skák- þingi íslands um páskana. 1. Hákon Sófusson, Kskifirfli 4 1/2 vinn. 2. Auóbergur Jónsson, KskifirAi 3 1/2 — 3. Viflar Jónsson, Slöflvarfirói 2 1/2 — 4. Þór Jónsson, Kskifirfli 2 — 5. Kinar M. Sigurflsson, Fáskrúflsf. 11/2 — 6. (iuAmundur InK'i, Kgilsstöflum 1 — Í yngri flokki voru 22 keppendur; frá Eskifirði, Neskaupstað, Egils- stöðum, Stöðvarftrði, Eiðum og Djúpavogi. Keppni var mjög jöfn og spenn- andi. Þrir urðu efstir og jafnir, þeir Grétar Guðmundsson og Þorvaldur Logason, Neskaupstað, og Magnús Steinþórsson, Egilsstöðum, allir rneð 5 1/2 vinning af 7 mögulegum. Grétar Guðmundsson varð sigur- vegari þar sem hann var hæstur á stigum. Röð efstu manna: 1. (irclar Guflmundsson, Neskaupslafl 5 l/2vinn. 2. Maj>nús Sleinþórsson, Kgilsslöflum 5 1/2 — 3. Þorvaldur I.ogason, Neskapslafl 5 1/2 — 4. Oskar Bjarnason, Neskaupslafl 5 — 5. (tuflmundur Hjartarson, Djúpavogi 5 — 6. Oufljón Anloníusson, Kiflum/Vopnaf. 4 1/2 — 7. —9. Hlynur Áskelsson, Kskifirfli 4 — 7.—9. Guflný Jónsdótlir, Kskifirfli 4 — 7.-9. Hermann Hlöflversson, Kskifirfli 4 Skólaskákmót Suður-Múlasýslu Skólaskákmót S-Múlasýslu 1980 var haldið á Eskifirði 15. marz sl. Keppt var í eldri flokki, 7.—9. bekk, og yngri flokki, 1.—6. bekk. I eldri flokki voru keppendur 10 frá 7 skól- um i sýslunni. Skólaskákmeistari varð Þorvaldur Logason, Neskaupstað, sigraði alla andstæðinga sina 9 að tölu. Röð efstu manna: 1. Þorvaldur Logason, Neskaupslafl 9 vinn. 2. Magnús Sleinþórsson, KgilsstöAum 8 — 3. Óskar Bjarnason, Neskaupslafl 6 — 4. (íufljón Anloníusson, F.iflum 6 — í yngri flokki voru keppendur 9 frá 5 skólum. Hermann Hlöðversson, Eskifirði, varð skólaskákmeistari, sigraði alla andstæðinga sina. Röð efstu manna: 1. Hermann Hlöflversson, Kskifirfli 8 vinn. 2. Hlynur Áskelsson, Kskifirfli 5 — 3. Hclgi Hansson, Neskaupslafl 5 — 4. Slefán (íufljónsson, Slöflvarfirfli 5 — Tveir efstu menn i hvorum flokki halda áfram i kjördæmismót sem haldið verður i apríl. Þar verða einnig meðal keppenda 2 úr A-Skaftafells- sýslu og 2 úr N-Múlasýslu. Sigurveg- ari i kjördæmismóti vinnur sér rétt til þátttöku i landsmóti þar sem keppt verður um titilinn skólaskákmeistari íslands. SJÓMANNA- DAGSRÁÐ VESTMANNAEYJA óskar eftir tilboðum frá hljómsveitum til að leika fyrir dansi í Samkomuhúsi Vestmannaeyja um sjómannadagshelgina, þ.e. bæði laugardag og sunnudag. Ennfremur vantar tilboð í diskótek í litla sal. Tilboðum sé skilað fyrir 25. apríl til Sjómanna- dagsráðs Vestmannaeyja, pósthólf 500, Vest- mannaeyjum. Auglýsing frá Menntamálaráði Islands um styrkveitingar árið 1980. Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði íslands: Útgáfa tónverka Til útgáfu íslenSkra tónverka verður veittur styrkur að upphæð kr. 1.000.000. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 500.000 hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upp- lýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menntamálaráði síð- astliðin 5 ár ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlut- un. Styrkir til fræðimanna Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræðistörf og náttúrufræðirannsóknir. Umsókn- um skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiverk- efni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði, Skálholtsstíg 7 í Reykja- vík, fyrir 28. apríl næstkomandi. Nauðsynlegt er að nafnnúmer umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningarsjóðs að Skálholtsstíg 7 í Reykjavík. JÓN L. ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.