Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 4
Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlcga sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þáttiakandi l uppiysingamiðlujv meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigiö þér von i að fá nytsamt heimilistxki. Kostnaður í marz mánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað Alls kr. m i iK\\ Fjöldi heimilisfólks „Góða kryddkakan” „Góða kryddkakan” nefnist 'smjörl. látið saman við og þeytt rétt kakan sem við birtum uppskrift að í dag. Hún er úr uppskriftasamkeppn- inni og höfundurinn er Sólveig Snorradóttir, Vestmannaeyjum. 200 gr smjörliki 2 dl kaffi 3egg 300 gr sykur 350 gr hveiti 3tsk lyftiduft 11/2 tsk kanill 2 tsk negull ll/2tsk engifer. Kaffið og smjörlíkið hitað saman. Egg og sykur er þeytt vel. Kaffið og aðeins. Þá er þurrefnunum blandað vel saman við með sleif. Deigið er síðan látið í smurða ofnskúffu. Bakast í ca 15 mín. við 200°C hita. Þessi kaka er langbezt með súkku- laðiglassúr: 4 dl flórsykur 4 tsk kókó 3 msk smjör Hrært vel saman. Þá er 1 tsk af vanilludropum látin út i og 1 dl af kaffi hrært saman við. Smurt á kökuna og kókosmjöli stráð yfir. Hráefniskostnaður var áætlaður rétt um 1000 kr. -A.Bj. Svokallaðar „skúffu”kökur er tilvalið að baka á mannmörgu heimili. DB-mynd Bjarnleifur. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 1980. UNDIRBUNINGUR- INN RÆÐUR ÖLLU í dag hleypum við af stokkunum nýjum þætti á Neytendasíðunni, sem birtast mun af og til og nefnist Garðshorn. Eins og nafnið bendir til verður þar fjallað um eitt og annað sem viðkemur gróðri, sérstaklega utanhúss. Er það Hermann Lund- holm, garðyrkjustjóri Kópavogs- bæjar, sem mun aöallega sjá hvað gera þarf áður en tré eru gróðursett. Undirbúningurinn getur ráðið öllu um hvernig trén þrífast. Þetta er ekki sízt mikilvægt í nýjum lóðum. Mold- arlagið þarf að vera a.m.k. 60 cm djúpt. Ef um mel er að ræða er nauðsynlegt að bæta hann með á- burði og þá fyrst og fremst með GÁRÐSHORN hann enga virðingu fyrir girðingum og veður umsvifalaust inn til ná- grannans. Hann verður örugglega ekki hrifinn af slikri heimsókn. Ef þú ert hins vegar það illa settur að slíkt illgresi sé á næstu lóð við þig er ekki annað að gera en grafa niður vörn úr blikk- eða plastplötum. Einnig er hægt að nota þykkan plast- dúk. Vörnin verður að fara 30—40 cm niður og efra borðið er haft í jarðskorpunni. -H.L./A.Bj. þættinum fyrir efni ásamt umsjónar- manni Neytendasíðunnar. Hann skrifaði nokkrar greinar um garðyrkju í DB fyrir nokkrum árum. Voru lesendum blaðsins þar gefin góð ráð varðandi ræktun. Ekki er ætlunin að leiðbeiningar þessar verði kennsluefni í þess orðs fyllstu merkingu eða í þeirri atburða- röð sem garðaverk bjóða upp á. Lesendum blaðsins skal hins vegar bent á að halda þeim saman til þess að geta þá flett upp á viðkomandi efni þegar það á við í hverju og einu tilfelli. I dag er fjallað lítillega um lífrænum áburði, eða jafnvel að skipta um jarðveg. Grafa þarf skurði fyrir limgerði og holur fyrir stök tré og fylla með gróðurmold, en gæta verður þess, að vatn geti sigið úr. Moldin má ekki vera þétt troðin af vinnuvélum. Dauða mómold úr djúpum húsgrunnum þarf að veðra og blanda sandi eða vikri, þannig að loft og vatn hafi óhindraðan aðgang. Annað sem þarf að athuga er að moldin sé laus við fjölært illgresi, eins og t.d. húsapunt, skriðsóley eða hóffifil. Hinn síðarstefndi er mjög erfiður viðureignar. Þar að auki ber Hermann Lundholm er þarna að klippa af gömlum rifsberjarunna. Menn mega ekki vera hræddir við að klippa duglega af trjánum. Að sjálf- sögðu verður fyrst og fremst að nema burtu feysknar og dauðar greinar. DB-mynd: Bjarnleifur. Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili ELDHUSKROKURIIMN Suða á fiski i kryddsoði Í kryddsoði er venjulega soðinn silungur, lax, áll og aðrir vatnafiskar. Fiskurinn er skorinn í stykki og settur út í kryddsoðið (sjá 43. Eldhúskrók). Soðið hæfilega lengi. Þegar fiskurinn er framreiddur í skálum í soðinu er grænmetið sem fylgir venjulega einnig haft í þeim. Þegar stærri fiskar eru soðnir heilir er ekki nauðsynlegt að laga fyrst kryddsoðið. Þá er grænmetið sem fer í kryddsoðið sett undir ristina í fisksuðupottinum eða út i vatnið í öðrum potti en kryddið sett út í þegar búið er að fleyta allan sora ofan af soðinu. Þegar fiskurinn er fram borinn kaldur er hann látinn kólna í soðinu. í staðinn fyrir hvítvín er stundum notað rauðvín i kryddsoð. Næst víkur sögunni að suðu humars í skel.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.