Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 24
milli kletts og eyju ,,Enn sem fyrr er það túlkunar- atriði hvað telja skuli klett og hvað eyju í þjóðréttarlegum skilningi, með hliðsjón af 121. grein hafréttarsátt- málans,” sagði háttsettur embantis- maður i vinnunefndum sem settar voru á fót i gær. Hann kvað þetta atriði enn einu sinni hafa skotið upp kollinum og svo virtist sem tilhneiging væri til þess að vinna að lausn málsins á sögulegum, siðferðislegum og efnahagslegum grundvelli, a.m.k. jafnframt bein- linis lagalegunt eða þjóðréttarlegunt grunni. Hann taldi það sameiginlegt álit margra þátttakenda í viðræðunum að sú aðferð gæfi hvað beztar vonir um viðtækt samkomulag eins og sakir stæðu. Þvi væri alls ekki að leyna að hugsanleg útfærsla Dana á græn- lenzkri landhelgi væri einnig rædd og að það væri skoðun, a.m.k. sumra, aö það atriði ætti að liggja skýrar fyrir áður en lengra yrði haldið. -BS. Lítið gengur í Jan Mayen-viðræðunum: „ENGINN LOKA- PUNKTUR NÚNA” —segja íslenzku samningamennimir „Þetta gengur ekki nógu vel,” sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, í morgun um Jan Mayen-viðræðurnar. „Það urðu okkur mikil vonbrigði að Norðmenn virðast ekki tilbúnir til að ræða um hafsbotninn. Það verður enginn lokapunktur núna. Það kom lítið út úr þessu í gær.” „Við leggjum áherzlu á heild- arlausn,” sagði Steingrimur. „Norðmenn hafa að vísu tekið undir þau rök okkar, sem hafréttarlega eru kölluð „sanngirnissjónarmið”. Þeir vísa þó sameiginlegri lögsögu á bug og telja þá aðferð ekki eiga sér stoð hafréttarlega. Ég hef ekki haft trú á að við getum gert kröfur um eignar- aðild að Jan Mayen,” sagði Steingrímur. „Norðmenn hafa ákveðið að færa út, áður en fært verður út við Grænland. Við eigum þá kosti að ná samningum áður eða láta fara í gerðardóm.” „Nota Efnahagsbandalagið sem grýlu" „Norðmenn telja sig ekki hafa umboð til að semja um hafsbotninn i þessari lotu og því getur ekki orðið neitt samkomulag að þessu sinni,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson al- þingismaður, sem situr í samninga- nefndinni. „Norðmenn hafa tekið illa okkar sögulegu rökum. Þeir nota nú Efnahagsbandalagið sem grýlu eins og Rússa t fyrra. í fyrra þóttust þeir vilja forða okkur undan Rússum, sem væru reiðubúnir með mikinn flota til loðnuveiða. Nú þykjast þeir vilja forða okkur frá óheillavænlegum áhrifum af útfærslu Efnahagsbandalagsins við Grænland.” Undirnefndir störfuðu i gær- kvöld, ein um fiskveiðimál og önnur um landgrunnið. Stjómmálamenn sátu ekki í undirnefndunum. -HH. i ; ■ , 'i 1 l %% . , Æpr Strætisvagn duglega skekinn til Fátt stenzt hlaðinn sandflutningabíl á ferð. Það sannaðist í gær er slikur bíll var á leið frá Reykjavík, og lenti á strætisvagni sem ók suður Höfðabakka inn á Vesturlandsveg. Strætisvagninn var á „grænu ljósi”, en einhverra hluta vegna hægði sandbillinn lítið á sér eða ekkert. Framhliðin fór bókstaflega úr strætisvagninum og bíllinn kastaðist til um fjórðung úr hring. Vagnstjórinn kastaðist út úr flakinu og slasaðist. Fjórir farþegar slösuðust einnig. Fleiri óhöpp urðu i umferðinni i gær, m.a. i Múlahverfinu. Sést mynd af þvi til hægri. Vinstra megin er útlit strætisvagnsins eftir framhjáferð sand- flutningabilsins. -A.St/DB-myndir: Bjarnleifur. Norðmenn segja íslendinga harðari en búizt var við: „ISLENDINGAR OTTAST HLKOMU DANA OG EBE” —sem líklega kæmu inn í Jan Mayen-viðræður eftir 1. júní, takist samkomulag ekki fyrir þann tíma samninganefndarmennirnir bjuggust við. Frá Sigurjóni Jóhannssyni frótta- manni DBfOsló: „Norsku blöðin í morgun eru fyrst og fremst upptekin af væntanlegri út- færslu Dana við Grænland 1. júní nk. Arbeiderbladet segir, að ef ekki takist samningar milli Noregs og íslands fyrir I. júní megi búast við að Danir, og þá á vissan hátt Éfnahags- bandalag Evrópu, dragist inn i samningaviðræðurnar. Blaðið segir að íslendingar óttist meira en Norðmenn tilkomu þriðja aðila, þ.e. Dana, vegna þess að það muni veikja kröfur þeirra um óskor- aða stjórn á því loðnumagni sem veiða megi hverju sinni. Arbeiderbladet segir að enda þótt norska samninganefndin hafi búizt við harðri afstöðu islenzku samninganefndarinnar, sé afstaða hennar samt mun harðari en norsku Knut Frydenlund utanrikisráðherra Norðmanna og Ölafur Jóhannesson utan- rikisráðherra ræðast við i anddyri Hótel Sögu. DB-mynd: Þorri. í fréttatima norska útvarpsins í gærkvöldi voru sjónarmið Islendinga i deilunni kynnt og inn á milli komu stutt viðtöl við Steingrím Hermanns- son sjávarútvegsráðherra, Sigurð Lindal prófessor, Ólaf Jóhannesson utanríkisráðherra og Benedikt Gröndal fv. forsætis- og utanrikis- ráðherra. Fréttamaður spurði Benedikt Gröndal hvort hann hefði trú á því að Ólafi Jóhannessyni tækist að ná samkomulagi nú: „Ég vona það,” sagði Benedikt. „Ólafur Jóhannesson er reyndur og flinkur stjórnmálamaður” Fréttamaður útvarps lét í það skina, að deilan um Jan Mayen snerist ekki eingöngu um fisk, Hugsanleg olíu- og gasvinnsla á svæðinu væri líka með i spilinu þótt slikt kæmiekkiuppáyfirborðið. -SJ/JH. frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980. Dagsbrúnarverkamaður 18 mín. að vinna fyrir bensínlítranum: „Alltaf gaman aðeiga heimsmet?” — segir framkvæmda- stjóri FÍB „Er ekki alltaf gaman að eiga heimsmet? Ég er nokkuð öruggur á þvi að íslendingar eigi heimsmetið í því að vera með hæsta bensínverðið, þótt ég sé ekki alveg búinn að fá það 100% staðfest,” sagði Sveinn Oddgeirsson frkvstj. Félags íslenzkra bifreiðaeig- enda i viðtali við DB í gær. Dagblaðið spurði Svein hver viðbrögð FÍB ætlaði að sýna. Þvi svaraði Sveinn þannig til, að Íslendingar vildu láta hugsa fyrir sig. Þeir sýndu ekki samstöðu til mót- mælaaðgerða. Það hefði sýnt sig i fyrra, þegar mótmæli vegna hækkunar bensínverðs hefðu verið í því fólgnar að sitja í bílum sínum skamma stund og flauta. Þar hefðu að vísu nokkrir verið að verki, en tiltölulega mjög fáir því FÍB teldi um 12 þúsund félaga. Boðað hefði verið til fundar en aðeins örfáir mætt. Athugun frá siðasta ári hefði leitt í ljós að nálæg riki hefðu verið 3—4 1/2 mínútu að vinna fyrir hverjum bensinlítra, en við 12 mínútur. í dag er kaup Dagsbrúnarverka- manns í 2. taxta á 1. ári kr. 1.472 (við þá tölu miðast atvinnuleysis- og sjúkrabætur). Þá er verkamaður nú 18 minútur að vinna fyrir hverjum lítr.a á kr. 430. -F.VI. Alvariegt slys í Melasveitinni ígær: Kastaðistútum framrúðuárúðu annarsbfls Stúlkan sem var farþegi í jeppa er fór um Melasveit í gær liggur stórslösuð í sjúkahúsi í Reykjavik eftir harðan árekstur efst í svonefndri Skorholts- brekku í Melasveitinni. Tólf tonna vörubíll varð á leið jeppa á brekkubrún og skullu bílarnir saman af miklu afli. Stúlkan kastaðist út um framrúðu bílsins og skall, að því er talið er, einnig á framrúðu vörubílsins sem var frambyggður. Hún var flutt svo fljótt sem verða mátti í sjúkrahúsið á Akra- nesi en litlu síðar til Reykjavíkur. Ökumaður jeppans fékk heila- hristing og vörubílstjórinn slapp svo til ómeiddur. Lögreglumenn vilja, í sambandi við þetta slys, áminna fólk er kemur að slysum að vera ekki að hnoða særðum inn í bíla til flutnings á sjúkrahús, heldur hlynna að særðum, halda á þeim hita og jafnvel halda i höndina á þeira til að róa þá. í þessu tilfelli var búið að koma hinni alvarlega slösuðu inn i aðkomandi jeppa. -A.St. LUKKUDAGAR: 15. APRÍL 20594 Sharp vasatölva CL 8145. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.