Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980. Sómalia er á norðausturhorni Afrfku og á Iandamæri að Eþiópfu, Kenýa og Djibouti. kallast „Damka” eru 40.000 flótta- menn. Þar eru vatnsbólin uppþornuð og drykkjarvatn er flutt um langan veg á vörubílum. Daglegur vatns- skammtur er hálfur lítri á mann. Sameinuðu þjóðirnar sendu nýlega frá sér skýrslu um ástandið í Sóma- líu. Þar segir að 140milljónir Banda- rikjadollara skorti til að koma í veg fyrir hreint neyðarástand. Kurt Waldheim aðalritari samtakanna sendi frá sér ákall um fjárhagsaðstoð fyrir skömmu. Það hefur lítið haft að segja enn sem komið er. Vandamálið er „gleymt”. Pau! Hartling yfirmaður Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hefur sömuleiðis beðið um skjóta hjálp þjóða heims. Hann hefur beðið Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna um sérstaka aðstoð. En þar á bæ er komið að kofanum tómum. Hjálpar- starfið í Kampútseu hefur tæmt alla sjóði. Verkefnið sem bíður Barna- hjálparinnar kostar mikið, a.m.k. 7 milljónir Bandaríkjadollara til að byrja með. ff Styðjum hvor- ii ir annan n Háls-, nef og eyrnadeild Borgar- spítaians hefur nú starfað í tæplega 10 ár og er eina sérdeild sinnar tegundar á fslandi. Þjónar hún því landsmönnum öllum. Stórstigar framfarir hafa átt sér stað í þessari sérgrein læknisfræðinnar sl. 25 ár, bæði í rannsóknum á heyrnar- sjúkdómum almennt og ekki siður á sviði heyrnarbætaiidi skurðaðgerða. Tækjabúnaður, hvort heldur er til rannsókna á eyrna-sjúkdómum eða heyrn almennt, sem og til skurðaðgerða er flókinn og ákaflega dýr. Hér hafa frjáls félagssamtök, Lionshreyfingin, komið til skjalanna og stutt við bakið á okkur sem að þessum málum starfa, hver stórgjöfin hefur rekið aðra. Einkum er það Lionsklúbburinn Njörður, sem hér hefur komið við sögu, hann gaf háls-, nef og eyrnadeildinni fullkomna smá- sjá til heyrnarbætandi skurðaðgerða í ársbyrjun 1970. Með henni voru í fyrsta skipti gerðar heyrnarbætandi skurðaðgerðir við sjúkrahús á íslandi og hafa nú á annað þúsund sjúkling- ar gengist undir þessar aðgerðir. Síðar gaf Njörður tækjasamstæðu ætlaða til rannsókna á svima- sjúkdómum. Og enn komu þeir Lionsmenn 1977 og færðu deildinni tækjasamstæðu til rannsókna á söfnun til að styðja enn við bakið á okkur hjá háls-, nef og eyrna - deildinni. Verður ágóða af sölu Rauðu fjaðrarinnar varið til þessa, þ.e. til styrktar heyrnarskertum og málefnum þeirra í landinu. Tvíþœtt meðferð En athugum nánar hvað orsakar hinar ýmsu gerðir heyrnardeyfu. í grófum dráttum má skipta heyrnar- deyfum í tvennt: í fyrsta lagi heyrnar- deyfur sem upptök sín eiga í hlust, hljóðhimnu, heyrnarbeinum og miðeyra og geta orsakast m.a. af ýmsum ísgundum eyrnabólgu. í öðru lagi ei u heyrnardeyfur sem rætur eiga áð rekja til innra eyrans, kuðungsins, heyrnartaugarinnar eða skemmdar í hinum miðlægu heyrnarbrautum. Fyrri gerðirnar af heyrnardeyfu er i flestum tilfellum hægt að bæta með svokölluðum „heyrnarbætandi skurðaðgerðum”. Þannig er unnt að græða nýjar hljóðhimnur og heyrnar- bein sem gefa sjúklingum að nýju eðlilega eða svo til eðlilegá heyrn. Hinar svokölluðu „miðlægu heyrnarskemmdir” eru aftur á móti ekki hægt að bæta með skurðaðgerð, ,Verkefnin eru óþrjótandi.” heyrn ómálga barna og fávita og annarra sem ekki er hægt að rannsaka með venjulegum hætti. Þessi rannsóknareining hefur valdið algerri byltingu á þessu sviði og kostaði hún að sjálfsögðu mikið fé. En öll þessi dýru og góðu tæki lúta því lögmáli að bila þegar tímar líða. Þannig má segja að smásjáin sé mjög farin að láta á sjá, enda 10 ára gömul og mikið notuð. Tækjakostinn þarf aðendurnýja fyrr ensíðar. Nú hafa Lionsmenn boðað fjár- og verður því að nota svokallaða „hljóðmögnunaraðferð” til að bæta sjúklingi heyrnartapið með notkun heyrnartækja og ýmiss rafeinda- búnaðar í sambandi við þau. Meðferðin er þvi tvíþætt. í fyrsta lagi skurðagerð, í öðru lagi heyrnar- tækjameðferð. Mörg verkefni Þegar fyrir dyrum stendur hin mikla fjársöfnun Lionsmanna með Kjallarinn sölu Rauðu fjaðrarinnar vaknar sú spuming, hver verkefni séu brýnust í málefnum heyrnarskertra. Verkefnin eru mörg, og listinn yfir það sem gera þarf gæti orðið langur. Ég hef tekið hér saman sjö atriði, sem ættu að hafa forgang að mínu mati, þannig að því fé sem safnast megi verja á þann hátt að öllum heyrnarskertum á landinu komi til góða: 1. Að komið verði á fót skurðstofueiningu af fullkomnustu gerð við háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans í Reykjavík, hönnuð fyrir heyrnarbætandi skurðaðgerðir. Háls-, nef- og eyrnadeild Borgar- spíltalans er eins og áður var getið eina sjúkradeild sinnar tegundar á íslandi og eina sjúkrahús landsins, þar sem áðurnefndar aðgerðir eru framkvæmdar. 2. Að byggja upp svokölluð raf- segulsvið í samkomuhúsum, kirkjum og elliheimilum sem víðast út um hinar dreifðu byggðir landsins. Rafsegulsviðið er tæknilegur út- búnaður, sem gerir heyrnardaufum kleift að hlusta á útvarp, sjónvarp, ræðuhöld, leiksýningar með meiru, án þess að magna þurfti útsendingu viðkomandi efnis. Hinn heyrnar- daufi þarf aðeins að stilla tæki sitt inn á áðurnefnt rafsegulsvið og getur notið þess, sem þar fer fram á sama hátt og eðlilega heyrandi maður. 3. Fjárstuðningur til textunar fréttaflutnings í sjónvarpi a.m.k. einu sinni til tvisvar í viku, þar sem útdrætti vikufrétta verður sjónvarpað til heyrnarlausra og heyrnarskertra. 4. Stuðla þarf að því að komið verði á fót svokölluðum banka fyrir FM-senditæki, sem ætluð eru til •kennslu heyrnardaufra í venjulegum skólum. Sendirinn er borinn á brjósti kennarans og móttakarinn í heyrnar- tækjum hins heyrnardaufa barns. Þetta gerir heyrnardaufum börnum út um byggðir landsins mögulegt að nýta kennslu á venjulegum skóla- bekk, án þess að þurfa að leggja land undir fót i sérskóla höf- uðstaðarins, rjúfandi tengsl við foreldra, átthaga og vini. Legg ég til að tæki þessi verði geymd undir yfir- Stefán Skaftason umsjón yfirlæknis Heyrnar- og talmeinastöðvar islands, sem staðsett er í Reykjavík, en þaðan sé þeim út- hlutað um dreifðar byggðir landsins, eftir því sem þörf þykir. 5. Stuðla að kaupum á heyrnar- mælum til heilsugæslustöðva úti á landsbyggðinni í samráði við Land- læknisembættið í Reykjavík og Heyrnar- og talmeinastöð íslands. 6. Stuðla að kaupum á svokölluðum „heyrnarrannsókna- bíl”, sem ekið er um landsbyggina til rannsókna. í bíl þessum eru hönnuð bæði heyrnarrannsóknarstöð og skoðunareining fyrir háls-, nef- og eyrnalækni. Slíkur bíll kostar að vísu offjár, en ætti ekki að reynast söfnun Lionsmanna ofviða, ef heilbrigðis- yfirvöld landsins legðu fram fé að jöfnu við Lionshreyfinguna. 7. Að Lionshreyfingin stuðli að því að endurnýjuð verði og keypt ný tæki eftir því sem nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir til Heyrnar- og tal- meinastöðvar islands og Heyrn- leysingjaskólans. Verkefnin eru óþrjótandi eins og sjá má af ofantöldu. Skáldjöfurinn Matthías Jochumsson sagði forðum: „Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hvorir annan Plöntum, vökv um rein við rein, ræktin skapar framann, hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman.” Hafandi þessi orð skáldsins að leiðarljósi, þegar Lionsmenn gera sitt stóra átak með sölu Rauðu fjaðrarinnar, bíð ég þess alls ókvíðinn að almermingur taki söfnun þessari vel, og þarmeð er hafin her- ferðin gegn heimi þagnarinnar. Stefán Skaftason, yfirlæknir. , ~ „? aS,a fé,ass- 1 Æ“;gTkSsí?ð,”f'"u“kÆ lausri röð. Fræðsla í hi h fur teklð verkt ' látin sitja á hakanum.Þ gU atvinnuveganna h | eins ^^jávárút^Tog^vifí ^ ^511 ■ Þeir skipulega kennslu ístóvarL ð- eí,Um- Sa™ ím.r1 d;l>iss*m«„r“o88Krá«íl">s mætl 300 bSu-í’®, ... Þeir telja, ---- •A.,orútve«snasKuia- _j:nonm Isjávarútvegs. ^ eWti, USHBfeg ékki, drbgutnst uöið verftur ekk Kjallarinn w Þorbjörn Broddason ekki um of á þröngum sérsviðum, heldur hafi augun opin fyrir því sem er að gerast á skyldum vettvangi og leiti samstarfs yfir greinamörk hvenær sem færi gefst. Sjávarútvegs- fræði eru ákaflega gott dæmi um þessa þróun. Þau eru hagnýt visindi sem fá ekki þrifist nema með dyggum stuðningi allmargra grundvallar- fræða. I títtnefndri forystugrein telur þú einmitt upp ýmsar af mikilvæg- ustu stoðgreinum sjávarútvegsfræða í Noregi, en sleppir af einhverjum ástæðum að nefna félagsvísindi, önnur en hagfræði. Sannleikurinn er sá að sjávarútvegsnám eins og það er skipulagt á háskólastigi í Noregi, byggir í ríkum mæli á félagsfræði, bæði er hún þungvæg meðal skyldu- námskeiða, en einnig má velja loka- verkefni (sem tekur heilt ár af 4 1/2) sem veitir félagsfræðilega sér- hæfingu (sjá t.d. grein eftir Jón Þórðarson Í4. hefti Ægis 1979). Með öðrum orðum, Jónas, það er óhugs- andi að byggja upp sjávarútvegs- fræði sem rís undir nafni við Háskóla Islands, nema geta treyst á góðan grundvöll i félagsfræði innan stofnunarinnar. Skýrt dæmi um samfléttun ólíkra stoðgreina í sjávarútvegsfræðum og hlutdeild félagsfræðinnar í þeim birtist i norrænu rannsóknanám- skeiði um fiskveiðafélagsfræði sem kennarar í félagsfræði og mannfræði við Háskóla íslands stóðu fyrir i júní í fyrra. Þátt- takendur í því voru á 4. tug talsins, frá öllum 7 Norðurlöndunum. Nám- skeiðið stóð í 10 daga, og þar báru menn saman bækur sínar um skipulag kennslu i sjávarútvegs- fræðum, ræddu niðurstöður félags- visindalegra rannsókna á sjávarút- vegi, kynntu sér eftir föngum íslenskan sjávarútveg með heimsóknum og viðtölum við at- vinnurekendur, sjómenn, verka- menn, stjórnmálamenn og embættis- menn. Þátttakendur á námskeiðinu töldu sig hafa haft af því mikið gagn ogégerþess fullviss að það samstarf sem þá hófst á eftir að leiða margt gott af sér. Ein afleiðingin verður efling þess sviðs félagsfræðinnar sem fjallar um fiskveiðar og sjávarútveg, bæði sem kennslu- og rannsókna- greinar á háskólastigi. Önnur af- leiðing verður aukin og bætt kennsla í sjávarútvegsgreinum á framhalds- skólastigi. Þriðja afleiðingin er aukin tengsl rannsóknamanna og erfiðis- vinnumanna, hinum síðarnefndu til hagsbóta. Og þá er ég illa svikinn ef þetta framtak, ásamt fjölmörgu öðru sem er að gerast í félagsvísinda- deild Háskóla Islands þessi misserin, kemur ekki að beinum notum, þegar sjávarútvegsfræði er orðin að sjálf- stæðri kennslugrein við háskólann. Ég vona að við getum verið sam- mála um það, Jónas, að það sé ekki vel til fundið að tefla fram félags- fræði og sjávarútvegsfræði sem and- stæðum valkostum, eins og þú gerðir óneitanlega í forystugreininni. Ég vil í lok þessara athugasemda ítreka það sjónarmið að arðsemis- kröfugerð í garð fræðigreina er stórhættuleg ef hún fær að ráða grundvallarsjónarmiðum. Jafnsjálf- sagt er að leitast við á hverjum tíma að leggja mat á gagnsemi allrar opinberrar fjárfestingar, þar með talið það fé sem rennur til kennslu og rannsókna. Réttur almennings til að fá sem gleggstar og fjölbreyttastar upplýsingar um þessi efni er skýlaus og þess vegna skrifa ég þér þessar línur til birtingar í blaði þínu. Með mikilli vinsemd, Þorbjörn Broddason, dósent. 10 „Ekki vel til fundið að tefla fram félags- fræði og sjávarútvegsfræði sem and- stæðum valkostum.... ” ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.