Dagblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 20.09.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1980. 2 Unglingar í dag: Eirðarlaus og dekraður aulaskríll Einar Ingvi Magnússon skrifar: Á undanförnum helgum hafa ungl- ingar á höfuðborgarsvæðinu skemmt og eyðilagt umtalsverð verðmæti í drykkjuæði og látum. Og þeir eru vist margir sem vita upp á sig skömm- ina er þeir lesa þessar línur. Það máttum við vita fyrirfram að það er aldrei til góðs að veita ómót- uðum unglingum of mikið frelsi. Margir hafa getið sér til um ástæð- una fyrir þessum látum litlu barn- anna. Ein telur að byggja þurfi yfir þá milljónaskemmu þar sem þeir gætu drukkið sitt brennivín og hrist sig í ölæði, en annar heldur að það vanti bara klósett fyrir þá í miðbæinn til að míga í. Ég held að hvorugt þetta sé hið rétta. Ástæður þessa hamagangs eru tvær. í fyrsta lagi er sú að þessi ó- þjóðalýður er uppskera breyttrar þjóöfélagsskipunar er mæður fóru í stærra mæli út á vinnumarkaðinn og ungdómurinn missti við það heimilis- öruggiö. f öðru lagi er það, að ungl- ingarnir í dag hafa einfaldlega ekkert fyrir lífinu. Þeir hafa það allt of gott. Þetta eru aumingjar sem súpa sig fulla um hverja helgi vegna þess að þeir hafa ekkert annað að gera og eiga auk þess allt of mikið af pening- um. Þeir kunna ekki að bera virðingu fyrir neinu. Þyrftu þeir að vinna til þess að hafa í sig og á eyddu þeir ekki tíma í þessar helgarskemmtanir sínar, auk þess sem þeir myndu þá læra að bera virðingu fyrir verðmætum. Það sem hrjáir þennan aulaskríl er ein- faldlega eirðarleysi og dekur. % Reykvfsk æska i miðborginni aðfara- nótt laugardags. DB-mynd: Ragnar Th. * Áfengið hefur sent margan manninn i ræsið. „Ég hætti á morgun”: Fleiri slíkar myndir — Koma fólki til að hugsa um áfengisvandamálið „Ein ódrukkin” skrifar: Ég vildi gjarnan koma á framfæri ánægju minni og margra annarra með sýningu myndarinnar á sunnu- dagskvöldið 14. sept., er hét ,,Ég hætti á morgun”. Það eru einmitt svona myndir sem þarf að sýna mikið meira ef til fræðslu fyrir alla og ekki sízt unglinga. Sonur minn 15 ára gamall horfði á þessa mynd með okk- ur og taiaði um það á eftir að einmitt svona myndir værú það sem kæmi fólki til að hugsa um þetta stóra vandamál og skilja það betur. Sem sagt meira af slíku efni. Gæti það ekki verið hugmynd sem vert væri að framkvæma eða fela samtökum eins og t.d. SÁÁ að hreinlega búa til kvik- mynd fyrir sjónvarp um áfengismál, t.d. setja á svið líf fjölskyldu sem á við slika örðugleika að etja er skapast við ofnotkun á áfengi? Af nógu efni hlyti aö vera að taka. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn, sem af eigin raun kynnist ekki þeim hörmungum sem fylgja því ef einhver heimilis- maður er áfengissjúklingur, getur skilið þvílik martröð ástandið getur orðið. Skandinövum býðst: Ódýr helgarpakki til Reykjavfliur — „Athugið jólafargjöldin”, svarar blaðafulltrúi Flugleiða Itirgir Þorvaldsson (1136-1587) skrif- ar: Ég las þessa auglýsingu í Morgun- blaðinu í dag og undrast mjög að okkur íslendingum skuli ekki vera boðin slík vildarkjör sem þessi eru, það myndi eflaust margur þiggja það að fara til Köbenhavn, Osló eða Stokkhólms i 3 daga fyrir 162.000. Þess vegna beini ég spurningu minni til Sveins Sæmundssonar, blaðafull- trúa Flugleiða, hvort við megum eiga von á þessu flugi á næstunni, athugið að flugfar frá Keflavík til Köbenhavn og til baka til Keflavíkur kostar í dag fyrir venjulegan íslending kr. 358.600 að viðbættum flugvallarskatti. Til Osló og til baka til Keflavíkur kr. 326.800 á sama tíma og auglýst er: Ef þú kaupir miða hér hjá Flugleiðum og þarft til dæmis að skreppa í erindi. Hvaða réttmæti er i þessu? Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, svarar: Hér er um tilraun félagsins að ræða til að lengja ferðamannatímann, nýta betur hótelin og flugvélarnar sem eru frekar þunnskipaðar á þessum tima. Þetta er aðeins „helgarpakki” og ekki er hægt að framlengja dvölina. Rétt er að taka fram að slík kynn- ingarfargjöld eru ákaflega algeng meðal flugfélaga. Evrópufélög bjóða nær daglega upp á ný kynningarfar- gjöld til Bandaríkjanna og með þessu erum við að reyna að bæta okkur upp þann samdrátt sem varð í sumar. Við gerum islendingum svipað tilboð með jólafargjöldum okkar, en þau eru 70% af fargjaldinu aðra leið. Til Oslóar og til baka er jólafar- gjaldið 117.900 og miðast við 10—45 daga dvöl. Það býðst allan desember- mánuð. Fyrir þá sem ekki vilja hafa tak- markaðan dvalartíma gilda svokölluð „normal” fargjöld en það er í dag til Oslóar 326.800. Hins vegar ferðast meirihluti farþega á sérfargjaldinu Auglýsingin sem birtist i Aftenposten sem er 223.000. og Morgunblaðið segir frá. NYHET SAGAJET WEEKÉND I REYKJAVTK Avreise i oktober: T7~« t fi'O/J Fredager - retur mandager. MmJL • Avreise 1. novembet - 31. mars: Lerdager retur tirsdager. Prie pr. pere. som ■nkiudww: Flyreise Oslo Rey kjavik tur/retur. Transport Keflavik fly plass HoteKtur/reJur. 3 overnattinger i dobbelt- vaerelse pá Hotel Loftleidir, med 2 kontinentale frokoster. Tiegg for enkehværetee. kr. 107. . Lufhavnavgift pá Island. kr. 90.-. Reisen má bestilles og betales senest 14 dager for avreise. Mulighetene til utflukter pá is- land er mange. og ti en nmebg Kontakt ICELANDAIR, Fr Niniím Pi/„ 9 . Tif 02/42 39 75 i HVER BER ÁBYRGDINA? 0491-4988 hringdi: Nú hafa oliufélögin í skjóli einok- unar sett á markað ónýtt bensín sem engir aðrir líta við. Þess vegna langar mig að spyrja hver beri ábyrgðina á þeim skemmdum sem það mun valda. Kunningi minn á nýjan Datsun Cherry og á vélinni í honum stendur skýrum stöfum að alls ekki megi nota bensín með lægri oktantölu en 93. Minn eigin bíll, sem er með háþrýsta vél, er þegar farinn að „berja” og sóta mjög mikið. Er verið að dæla einhverjum óþverra I islenzka bifreiðaeigendur? DB-mynd: Ragnar Th. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.