Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 1
Skarst á enni og braut tennur — erhannstakksér íhnédjúptvatn Einn af gestum Vesturbœjarlaug- arínnar i gær var fluttur frá lauginni i sjúkrabifreið í slysadeild eftir óhapp sem þar varð. Stakk sundlaugargesturínn sér til sunds í grynnsta hiuta grunnu laugar- innar en þar er aðeins hnédjúpt vatn. Maðurinn skarst illa á enni, braut i sér tennur og einnig kvartaði hann undan eymslum i hálsi eftir óhappið. Ekki var vitað nákvæmlega um meiöslin i gærdag. I Vesturbæjar- lauginni eru viðvaranir um að stinga sér ekki i grunnu laugina. - A.St. Sveif 6-8 metra út af Sólarlags- braut „Þegar menn viðurkenna ökuhraða sinn á annað hundrað km á klukku- stund er líklega óhætt að trúa þvi,” sagði lögreglumaður á Seltjarnarnesi sem kom þar á vettvang er bíll hafði flogið eina 6—8 metra út af Sólar- lagsbrautinni að morgni sumar- dagsins fyrsta. Einn var i bilnum og uppástóð í fyrstu að annar hefði ekið og hlaupið á brott. t yfirheyrslum vafðist honum tunga um tönn og viðurkenndi aö hafa sjálfur ekið og verið einn i bíln- um. Hann slapp ómeiddur. Billinn var afbiialeigu. - A.St. Bætur dæmdar fyrir galla í 16 ára gamalli steypu Sannað þótti að loftblendi hefði ekki verið íhluta steypunnar þó sérstaklega væri rukkað fyrir það Á mánudaginn var í Borgardómi kveðinn upp dómur þar sem Steypu- stöðin hf. er dæmd til að greiða 99.250 króna bætur vegna steypu sem stöðin seldi 30. júlí 1962 og reyndist gölluð. Steypustöðinni var einnig gert’ að greiða 30 þúsund krónur í máls- kostnað en hluti af þeirri upphæð er vegna matsgerða og rannsókna sem gerðar voru á steypunni i umræddu húsi. Það var Jón Sigvaldason, Faxatúni 32 sem höfðaði skaðabótamálið þar sem Steypustöðin vildi ekki bæta, nema að óverulegu leyti, fyrir gallana þá er þeir komu i ljós 1976, 14 árum eftir að húsið var steypt. í ljós kom eftir mjög ítariegar rannsóknir hér heima og siðar á bor- kjömum úr steypu hússins.hjá viður- kenndri rannsóknastöð í Bandaríkj- unum að loftblendi hafði vantað í þá steypu sem fór i neðri hluta veggj- anna að Faxatúni 32. Neðri hluti veggja var steyptur fyrir hádegi 30. júli 1962. Loftblendi var í steypu sem hellt var i mótin eftir hádegi og sá hluti veggjanna er óskemmdur. Eigandi hússins fann nótu yfir steypukaupin frá 1962. Á nótunni er hann krafinn greiðslu fyrir loftblendi sem síðar kom i ljós að vantaði i hluta steypunnar. Var nótan þung á Jón Sigvaldason gerir við hús sitt í Faxatúni 32: loftblendl vantaðl i steypuna fyrir hádegið. DB-mynd Hörður. ■ T metaskálunum sem sönnunargagn. Bandaríska rannsóknin sýndi að auk skortsins á loftblendi var sandur' sá er notaður var í steypuna mjög fínn (0,25 mm komastærð). Vantaði allan grófan sand og fínni möl. Steypan hafði hátt vatns-sements- hlutfall og veðraðist mjög illa þar sem loftblendið vantaði að auki. Steypustöðin taldi ósannað að henni væri um að kenna hvernig fór og taldi einnig að málið væri fyrnt. Neitaði hún kröfum húseigandans um fullar bætur. Ammundur Backman fór með málið fyrir húseigandann en Páll S. Pálsson fyrir Steypustöðina. Gera má ráð fyrir að þessum dómi verði áfrýj- að til Hæstaréttar. -A.St. 7. ÁRG. — LAUGARDAGUR 25. APRlL 1981 — 93. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. IMjálst, nháð dauhlað Sverðin slíðruð á aðalfundi Flugleiða: Kristjana Milla kosin ístjórnina — sjá bls. 6 Bolungarvík: VETUR K0NUNGUR ÞRJÓZKAST VIÐ Vorblíðan hefur losað flesta landsmenn við snjóinn að mestu leyti og sjá víst fáir eftir honum (að undanskildum sjúklegum áhugamönnum um skíðasport). Mestur snjór í byggð er þó enn á Vestfjörðum eins og þessi mynd frá Bolungarvík gefur hugmynd um. Þar virðist Bol- víkingur, sem við kunnum ekki deili á, hafa gripið til þess ráðs að hjálpa sköflum að hverfa úrgarðinum með handmokstri. En blóma- rósir Bolungarvíkur hafa auðsjáanlega tekið vorkippinn þrátt fyrir snjóskafla. Að minnsta kosti lét hún sér ekki blöskra, ein dama bæjarins, að taka fáein dansspor á malbikinu fyrir Ijósmyndarann á dögunum. - ARH / DB-myndir Kristján Friðþjófs.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.