Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. APRlL 1981. DB á neytendamarkaði Þrátt fyrír verðstöðvun: SÍfcLLDAR VERÐHÆKKANIR ,,Ég skil þetta hreinlega ekki. Allt hækkar og hækkar og samt áað heita verðstöðvun”. Þessa setningu og aðrar likar höfum við sem sjáum um þessa siðu heyrt svo oft síðustuj daga og vikur að við höfum hreinlega! ekki tölu á. Og okkar reynsla bendir1 til þess að þama sé engu bætt við. Allt hækkar og hækkar, jafnt inn- lendar vörur og erlendar svo ekki sé talað um þjónustuna. Þ6 rikið hafi' skammtaö sinum aöilum 10% siðasta dag gamla ársins eru þeir aðilar samt búnir að biðja um meiri hækkun svo og fleiri. Fyrir verðlagsráði lá núna um siðustu helgi „all nokkuö” af beiðnum um hækkanir á verði vöru og þjónustu eins og Jóhannes Gunnarsson starfsmaöur stofnunar- innar komst að orði. Við báðum Jóhannes aö gefa okkur yfírlit yfír það sem búið var þá að leyfa af hækkunum sföan um áramót. Listinn sem er langur og grimmur fer hér á eftir. Brauð 4,6—8,7% smjörliki 6,8% gosdrykkir 10% kvikmyndahúsmiðar 9,3% far með Landleiðum 11 % far með sérleyfisbilum 11 % fargjöld og farmgjöld i innanlands flugi 11 % saltfiskur 20% gasolia 11 % svartolía21% útseld vinna 5,95% neyzlufiskur2,3% fískur til niðursuðu 6,8% harðfiskur9% unnar kjötvörur 8% far með leigubUum 6% Við þetta má síðan bæta land- búnaðarvörum sem hafa hækkað um 8,8% að meðaltaU, þó misjafnt sé innan flokka hvaö hækkunin hefur verið mikil. Hið opinbera hefur heldur ekki verið aögerðalaust. Þannig hefur ýmislegt af þvi sem það selur verið hækkað 1 verði. Áfengi6% tóbak6% simiuml0% rafmagn 9,6 (Rarik) tíl 10,6 (rafveitur sveitarfélaga). Allt það útlenda eftir Þrátt fyrir þessa löngu upptalningu er þó eftir það sem liklega snertir al- menna neytendur mest. Það er hækk- un á öllum þeim aragrúa af vörum sem fluttar eru inn. Þó gengið eigi aö heita stöðugt breytist gengi einstakra ianda dag frá degi og verð á vöru í heimalandi hennar hækka. AUt þetta má færa sjálfkrafa inn i verðlagið hér án þess að spyrja kóng eða prest. Verðlagsstofnun á að hafa eftirUt meö þvl að ekki sé hækkaö um meira en þessu nemur og er það reynt núna en það segir sig sjálft að slíkt er erfitt þegar búið er að hækka sumar vörur aUt að 4 sinnum frá áramótum. Þaö er ekki fyrir neytendur sem verzla á hverjum degi að fylgjast með þessu hvað þá stofnun sem er jafn fáliöuð og Verðlagsstofnun. Þvl er hætt við að einhverjar vörur sé of1 dýrar í búðum og þvi borið við að um, nýja sendingu sé að ræða. En hvar, eru áramótaheit ríkisstjórnarinnar ef: vara hækkar i hverjum mánuði og neytendur standa ráðalausir með ’ tóma budduna J)vi kaupið hefur sannarlega lækkað? -DS. Það liggur við að beðið sé inn við Gustshúsin i Kópavogi eftir þvi að hestunum verði mál. Þá er hinum verðmæta úrgangi mokað upp i börur eða eitthvert annað ilát og hann siðan borinn á garða. DB-mynd: Sigurður Þorri. Nýr rauðmagi á nýjan hátt Rauðmaginn er kominn, að minnsta kosti hér í Reykjavik. Hann má fá jafnt i fískbúöum sem á götu- homum þar sem trillukarlar hafa lagt bilum sinum með rauðmaga i kerrum við. Verðið er nokkuð misjafnt eftir stöðum en svona um 10 kr. heill og 20 krónur hausaöur og hreinsaður er algengt. Flestum þykir gott að bragða rauðmaga á vorin þó að ást Reykvík- inga á honum komist ekki i hálfkvisti við það sem hún er annars staðar á landinu. Það er til dæmis ekki mikiö um það i Reykjavik að gráslqjpa sé látin siga og borðuð þannig. En komi maður til dæmis til Húsavikur hanga þar fískar við nær hvert hús. En flestir fá sér þó á vorin nýjan rauð- maga i matinn að minnsta kosti einu sinni. Flestir sjóða ugglaust rauðmagann og borða hann með kartöflum og ediki. Hægt er að fá hann hamflettan að minnsta kosti i verzlunum, hvað sem um fisksalana á bilunum má segja. En það er enginn vandi að hamfletta eða skrápdraga fískinn sjálfur. Skrápurinn er einfaldlega rifínn utan af fiskinum. Rauðmagann má ekki sjóða nema i stuttan tíma. Ef hann er smár er bezt að sjóða hann heilan en sé hann of stór til þess að komast þannig i pottinn má taka hann i tvennt. Suðutfmi er 5—15 mín. eftir stærð. En það má gera fleira við rauðmagann en að sjóða hann. heimabökuðu, hrísgrjónum eða kartöflum. í stað vermútsins má nota hvitvin vilji menn það heldur. -DS Þannig segir Sigrún Davíðsdóttir i bók sinni Matur, sumar, vetur, vor og haust frá því að hún hafí góða reynslu af þvi að matreiða rauðmag- ann á nýjan hátt. Sé hann vel krydd- aður, fái jafnvel þeir sem litla ást hafi haft á honum fyrir, hrifningu á honum. Við birtum uppskrift frá Sigrúnu af rauðmaga með ansjósum og ólffum. 3 stórir eða 4 litlir, glænýir, hveljuflettir rauðmagar (lifrin úr rauðmaganum ef vill) 4 ansjósuflök úr niðursuðudós (með kapers) 3 tsk timian 4 msk þurrt vermút, gjarnan franskt eða 2 mskt sftrónusafl. nýmalaður plpar 20 steinlausar ólffur, gjarnan grænar, fylltar. Hitið ofninn i 200 gráður. Skerið öðrum megin niður með hryggnum af rauðmaganum að endilöngu án þess þó að skera hann sundur. Eftir það er hægt að opna fiskinn likt og bók. Leggið hann opinn á smurt, ofnfast fat. Skerið ansjósurnar i litla bita og raðið á fískinn. Stráið timiani yfir og dreypið vökvanum á. Malið svolik- inn pipar yfir en ekki of mikinn. Bakið fiskinn, e.t.v. ásamt lifrinni í 15 mín. í miðjum heitum ofninum. Skolið ólífumar aðeins með þvi að bregða þeim augnablik undir kalt vatn. Þerrið þær. Skerið þær í tvennt langsum og setjið yfir og hjá fískinum þegar hann hefur bakast i 15 min. Þá hafa ansjósumar bráðnað og nú smyrjið þið þeim jafnt inn í fiskinn. Bakið hann enn i 5—10 min. eða þar til hann er bakaður í gegn en ekki ofsoðinn. Berið hann fram með soðinu, grófu brauði, helzt Uppskrift dagsins Húsdýraáburður á garðana: Kostar 100-200 kr. eftir stærð garða Dragirðu djúpt að þér andann nær þvi hvar sem þú ert staddur á landinu fínnuröu strax iykt sem er órjúfan- lega tengd vorinu. Hrossataðslykt. Garðeigendur og bændur em nú sem óöast að bera skit á grasbletti og tún og verða að þvi eftir þvi sem jörð kemur undan snjó. Bændur standa yfirleitt i þessu sjálfir en garðeig- endur fá oft menn til þess að minnsta kosti að útvega sér húsdýraáburðinn og jafnvel að bera hann á. í smáauglýsingum Dagblaðsins á mánudaginn vom tveir aðilar sem auglýstu að þeir tækju að sér slíka þjónustu fyrir fólk. Gáfu þeir báðir upp simanúmer, sögðust útvega og Héiinilisbákhald vikuna: til Mat- og drykkjarvörur, hreinlætísvörur ogþ.h.: Sunnud Mánud Þridjud Miðvikud Finimtud Föstud Laugard SaznL SaznL SamL SamL SamL SamL SamL Önnur útgiöld: Sunnud Mánud Þriöjud Miövikud Funmtud Föstud Laugard Saznt SainL SamL SamL SamL SamL SamL. bera á eftir þörfum og lofuðu sann- gjömu verði. Við höfðum samband við þessa menn og spurðum þá nánar út i húsdýraáburðinn. Sá fyrri sem við höfðum samband viö kallaði sig einfaldlega Guðmund i auglýsingunni. Þegar hringt var i hann kom í ljós að hann var Birgis- son. Hjá honum kostar áburður á meðalgarð svona 150 krónur. Ef dreift er út skitnum kostar það 180—240 krónur eftir stærð garðsins. Guðmundur sagðist nota hrossaskít sem hann blandaði stund- um með örlitilli mykju ellegar þá kalki. Hann sagði að nú væri einmitt rétti timinn fyrir hrossaskitinn, alveg fram i mai. Bezt væri að bera hann á strax og jörð kæmi undan snjó og áður en gróður tæki að lifna. Þá gengi hann vel niður i jörðina. Kúa- mykju væri aftur betra að bera á á haustin þvi það tæki hana lengri tíma að brjóta sig. Guðmundur vildi ráð- leggja fólki aö nota ekki nýjan skit við að gróðursetja t.d. tré. Bæði væri hætta á þvi að þá brynni plantan og eins á illgresi. Bezt er að nota af- rakstur af blettinum sem væri búinn að standa nokkuð. Hinn aðilinn sem auglýsti gerði það undir nafninu Garðaprýði. Þegar haft var samband kom i ljós að þar var einnig Guðmundur i forsvari, Guðmundur T. Gislason. Hjá honum kostar 105 krónur aö fá áburð á 150 fermetra stóran blett. Kallast það einn skammtur en menn með stærri garð þurfa jafnvel 2—3 skammta. Ef dreift er úr skítnum kostar það 135 krónur á skammt. Guömundur sagðist nota hrossatað og reyndi að fá þaö hreint af öllu sagi og heyi. Hann sagði erfitt fyrir borgarbúa að komast yfír slikt tað þar eð oft væri örtröð á sunnudögum við hesthús borgarbúa og heföi það valdið slysum að fólk væri að reyna að ná sér i skit. Enda sagöi Guðmundur nóg að gera i þjónustu sem þessari og oftmeiraenþað. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.