Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 12
mmum Útgofandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Manning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albortsdóttir, Gfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Slflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skeifunni 10. ' Áskrif tarverð á mánuði kr. 70,00. Verfl í lausasölu kr. 4,00. Flóttinn frá sjónvarpinu Við lifum á öld myndar fremur en máls, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Að öðrum fjölmiðlum ólöstuðum, á sjónvarpið sterkust ítök í hugum lang- flestra landsmanna, og sama er uppi á teningnum á öðrum Vesturlöndúm. Við viljum fremur fá fréttir, fræðslu og skemmtiefni úr sjónvarpi en öðrum fjölmiðlum. Og sjónvarpið eitt getur komið á framfæri fullum óhugn- aði atburða á borð við banatilræðið við Reagan for- seta. Enda virðast margir slíkir atburðir sérstaklega sviðsettir fyrir sjónvarpsfréttirnar. í umræðum um íslenska sjónvarpið væri e.t.v. réttara að nota þátíð og segja ,,átti ítök”, því sjaldan hafa eins mörg spjót staðið á þeirri stofnun, sjaldan hefur gagnrýnin verið harðvítugri. Margt af henni er helbert nöldur um innbyrðis gæði þátta og einstakar persónur á sjónvarpsskerminum og er rétt af stofnun- inni að leiða slíkt hjá sér. Verra er að ýmisleg málefna- leg gagnrýni virðist ekki bíta á þá sem þar halda um stjórnvölinn og ekki kjósa þeir heldur að leita svara við öðrum og alvarlegri teiknum sem á lofti eru. íbúðar- blokkir víða um bæinn, svo og utan höfuðborgar- svæðisins, hafa nú komið sér upp innanhússsjónvarps- kerfum sem eru ekki aðeins í gangi á fimmtudögum, heldur einnig aðra daga og nætur. Það sem ætti þó að valda sjónvarpinu einna mestum áhyggjum er hinn stöðugi flótti reyndra starfsmanna frá stofnuninni undanfarin ár. Sá flótti hefur komið ís- lenskri kvikmyndagerð til góða, en hann hefur einnig veikt sjónvarpið til muna. Að vísu kemur maður í manns stað, en sá maður hefur ekki reynslu. Og hann fær ekki tækifæri til að afla sér hennar. Brátt verður íslenska sjónvarpið rekið af tæknifólki sem lært hefur á staðnum, af einhverjum öðrum sem lært hefur á staðnum, en ekki á erlendum skólum eða sjónvarps- stöðvum. Hér er komin formúlan fyrir stöðnun. En með flótta sínum eru starfsmenn sjónvarps eins og íbúarnir í blokkunum fyrst og fremst að lýsa van- trausti á það hvernig sú stofnun er rekin. Yfirleitt svara forráðamenn sjónvarps allri gagnrýni á rekstur með yfirlýsingum um bágan fjárhag og almennt skilnings- leysi ríkisvaldsins á aðstæðum stofnunarinnar. Víst eru afnotagjöld hér á landi lægri en í nágrannalöndum okkar og mættu að ósekju vera talsvert hærri. (Samt eru auglýsingar seldar á gjafverði). Og það er ófremd- arástand þegar stofnun á borð við sjónvarpið þarf að bíða fram á haust eftir að fá hækkunarbeiðnir af- greiddar. En þessar aðstæður, þótt bölvanlegar séu, eiga ekki að koma í veg fyrir langtíma áætlanagerð, bæði varðandi dagskrá og fjármál, þótt stjórnendur sjón- varps virðist á öðru máli. Það verður einfaldlega að taka tillit til þeirra og breyta í samræmi við þær. Nú hafa sjónvarpsmenn sannfært útvarpsráð um það að ástandið í fjármálum sé svo alvarlegt að skera verði dagskrá niður enn frekar. Og það á öld myndarinnar og fimmtánda ári íslenska sjónvarpsins. Hin ýmsu teikn sem minnst er á hér að ofan, svo og ýmsar skrýtnar framkvæmdir sjónvarps- ins í seinni tíð, hefðu átt að hvetja ráðið til að kanna allt skipulag og allar ákvarðanatökur innan sjónvarps frá grunni, áður en niðurskurðartillögur voru sam- þykktar. Þarf þessi stofnun t.d. hátt á annað hundrað manns til að setja saman 25 klst. dagskrá á viku? Er ekki mannskapur, tími og tækjabúnaður stórlega illa nýttur hjá sjónvarpinu? Síðan mætti e.t.v. reyna að komast að því hvort það hefur mótað sér eitthvað sem nefna mætti menningarpólitík. Við eigum rétt á svörum við þessum spurningum, áður en við sættum okkur við frekari hækkanir og niðurskurð. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. Alþingi og stjómar- stofnanir út á land —og þéttbýlið suðvestanlands fái sinn helmingshlut í þingsætafjölda ogfyrirgreiðslu ístaðinn Þéttbýlissvæðiö í og umhverfis höfuðborgina er að verða, þegar á heildina er litið, mesta láglaunasvæði landsins. Þróunin í útgerðarmálum þessa landshluta hefur orðið til þess að afkomumöguleikar fólks þar og annars staðar á landinu hafa snúizt við. Fyrir einum til tveimur'áratugum voru 70—80% togaraútgerðar lands- manna á suðvesturhomi landsins. Nú eru um 70—80% togara gerð út frá öðmm byggðarlögum en Stór- Reykjavíkursvæðið verður að láta sér nægja afganginn. Það sorgléga við þróun þessa er að íbúar á þéttbýlis- svæðunum suðvestanlands J-iafa ekk- ert fengið í staðinn fyrir þann hlut sem þeir hafa misst i togaraútgerð- inni — ömggustu atvinnu- og af- komugrein landsmanna. Fólkið á suðvesturhorninu hefur nú í sinn hlut aðeins 40—45% af þeirri togaraútgerð sem þvi ber ef skipta ætti togaraflotanum jafnt milli landshluta miðað við fólks- fjölda. Þegar þessari staðreynd er haldið á lofti em svörin einatt þau að i Reykjavik sitji Alþingi og þar séu allar stjómarstofnanir. Er látið í veðri vaka aö sú staðsetning sé svo arðgefandi að Reykvikingar og nábúar þeirra hafi nóg i sinn hlut. Nú er svo málum komið að nauð- synlegt er að snúa þessari þróun við. Stórkostleg fyrirgreiðsla við lands- byggðina í formi byggðastefnu er að raska hlutföllum í öfuga átt. Það er Kjallarinn Auðun Auðunsson löngu búið að lagfæra allan mismun á afkomu fólks hér suðvestanlands og annars staðar á landinu. Það er búið að ofkeyra stefnuna svo nú er fariö að halla á hinn veginn. Það er kominn timi til að staðir eins og Reykjavík, Seltjamarnes, Garðabær, Kópavogur, Mosfellssveit og fleiri staðir, sem telja nokkuð yfir helming landsbúa, fái sinn hlut i þeim atvinnurekstri sem mest gefur fólki í aðra hönd. Nú mega ibúar utan suðvestur- hornsins hreinlega fá Alþingi og A „Stórkostleg fyrirgreiðsla við lands- byggðina í formi byggðastefnu er að raska hlutföllum í öfuga átt... Það er búið að ofkeyra stefnuna svo að nú er farið að halla á hinn veginn.” stjómarskrifstofur í sinn hlut gegn því að þéttbýlissvæðin fái sinn eðli- lega hluta í atvinnutækifærum sem vel gefa í aðra hönd og sinn hlut í fyrirgreiðslu sem veitt er til útgerðar og atvinnutækifæra í sambandi við hana. Vel mættu fylgja með frá suð- vesturhorninu aðalstöðvar sjónvarps og útvarps. Það hlýtur að vera pláss fyrir þær, t.d. á Akureyri. í staðinn fyrir þetta eiga þéttbýlis- svæðin rétt á helmingi þingsæta ef virða á lýðræði og hafa jafnvægi í at- kvæðum landsmanna. Hitt er svo annað mál hvort nokkur landshluti vill taka við þess- um ósköpum, sem í boði eru, gegn því að réttlæti sé fullnægt. Ef eng- inn vill verður að grípa til gömlu að- ferðarinnar að bjóða draslið upp. En réttlæti i vægi atkvæða og réttlæti í fyrirgreiðslu til landshluta verður að komast á. Máiin hér þróast hratt í öfuga átt. Ef 5—10 konur úti á landsbyggðinni missa atvinnuna einhverja daga eru háværar fréttir um slíkt í rikisfjöl- miðlum. Lægra fer um fréttir af því dulbúna atvinnuleysi sem hér syðra fer vaxandi. Nú lætur nærri að 2— 300 sjómenn sem hér hafa stundað sjó séu ýmist komnir, eða séu að undirbúa för og flutning, tQ Kanada og Bandaríkjanna til atvinnuleitar. Með þessu er verið að flytja dýrmæta þekkingu úr landi. Og sú þekking hafnar hjá aðalkeppinaut íslendinga á fiskmörkuðum heimsins. Hörð er samkeppnin orðin á þorskmörkuðun- um en enginn veit hvenær keppinaut- urinn stefnir inn á saltfisk- og skreiðarmarkaöinn með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutning íslendinga. Auðun Auðunsson skipstjóri. Heimsfriðarráðið íslenzka friðamefndin Undanfarnar vikur hafa átt sér stað hin furðulegustu æsiskrif um Heimsfriðarráðið og íslensku friðar- nefndina. Þá sérstaklega nokkra ein- staklinga hér á landi sem lagt hafa þessum samtökum lið sitt. Hafa núverandi og fyrrverandi formenn islensku friðarnefndarinnar verið bornir hinum þyngstu sökum og jafn- vel gefið til kynna að nefnin sé „fímmta herdeild Sovétríkjanna” hér á landi, — og annað álika gáfu- legt. Þar sem mér hefur málið verið býsna skylt, sem núverandi formanni íslensku friðamefndarinnar, sýnist mér nauðsynlegt að upplýsa almenn- ing nokkuð um Heimsfriðarráðið og íslensku friðarnefndina. Vona ég að eftir lestur þessarar greinar verði menn nokkru nær um þessi tvö samtök, sem þó em af sama meiði. Heimsfriðarráðifl er opifl öllum sem þar vilja starfa Að lokinni síðari heimsstyrjöld- inni, þegar Evrópa lá í rústum eftir blóðugasta hildarleik sem yfir hana hafði dunið, var þjóðum heims ofar- lega í huga að koma i veg fyrir að slíkar hörmungar endurtækju sig. Sameinuðu þjóðirnar vom stofn- Kjallarinn HaukurMár Haraldsson aðar, en vegna þess algera skipbrots sem Þjóðabandalagið hafði beðið var flestum ljóst að meira þurfti til en samtök þar sem fulltrúar rikisstjóma kæmu saman og réðu ráðum sinum, ef takast ætti að varðveita friðinn í sundurleitum heimi. Vegna þessa voru stofnuð hvers kyns samtök, óháð rikisstjórnum, til að starfa með Sameinuðu þjóðunum. Eitt slikra alheimssamtaka var Heimsfriðarráðið, World Peace Counsil, sem var stofnað árið 1949. Forvígismenn og hvatamenn að stofnun þess voru visindamenn og hugsuðir viðsvegar að úr heiminum. Má þar til nefna Pablo Nemda, Picasso, Bertrand Russel og fleiri. Fyrsti forseti sambandsins var Frederic Juliot-Curie, franski eðlisfræðingur- inn, en hann og Eva kona hans helg- uðu Heimsfriðarráðinu alla sina starfskrafta meðan aldur entist þeim. Heimsfriðarráðið er .alheimssam- tök, opin öllum, félögum og einstakl- ingum, sem þar vilja starfa. Aðilar að þvi eru friðarnefndir sem starfa i hverju landi og hvers konar alþjóðleg samtök. Má þar nefna verkalýðssam- tök (breska verkalýðshreyfingin er þar virkur þátttakandi) og ýmis trúarleg samtök. Má þar einkum nefna margvísleg kristileg samtök innan Lúthersku kirkjunnar. Hér á eftir fer stefnuskrá Heims- friðarráðsins, en hún hefur verið óbreytt að mestu frá stofnun þess: 1. Bann við öllum gereyðingarvopn- um og stöðvun vigbúnaðar. Allar erlendar herstöðvar í heiminum verði lagðar niður og fram fari al- menn og alger afvopnun undir al- þjóðlegu eftirliti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.