Dagblaðið - 02.10.1981, Síða 8

Dagblaðið - 02.10.1981, Síða 8
Umboðsmenn óskast ESKIFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast á Eskifiröi, upplýsingar hjá umboðsmanni ísíma 97-6331 eða 91-27022. VÍK í MÝRDAL Umboðsmaður óskast í Vík í Mýrdal, upplýsing- ar hjá umboðsmanni í síma 99-7161 eða 91- 27022. MMiBIAÐIÐ: NIU TIL FIMM Létt og fjörug gamanmynd um þrjár konur eru dreymir um að jafna ær- lega um yfirmann sinn, sem er ekki alveg á sömu skoðun og þær eru varðar jafnrétti á skrifstofunni. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Aðalhlutverk: Jane Fonda, Lily Tomlin og Dolly Parton. Sýnd kl. 5,7,15 og 9.30. Hækkað verð. SHOTOKAN KARA TEFÉLA GIÐ Byrjendanámskeið hefst í næstu viku hjá SHOTOKAN Karatefélaginu. Við bjóðum tíma kl. 18.00. Kennsla fer fram að Brautarholti 18,4. hæð. Um miðjan október er væntanlegur til félagsins núverandi Englandsmeistari í SHOTOKAN karate SENSEI STEVE CATTLE 5. DAN og verður sérnámskeið undir hans leiðsögn opið öllum karateiðkendum. Upplýsingar og innritun alla daga jrá kl. 14.00 í símum 29394og 40171 skf DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. (on Erlent Erlent Jón L Ámason skrífar um fyrstu einvígisskákina í Meranó: K0RTSN0J VAR ÓÞEKKJANLEGUR — hran blasti við stöðu hans eftir aðeins 24 leiki Viktor Kortsnoj var ekki svipur hjá sjón í 1. skákinni í heimsmeistaraein- viginu, sem tefld var í Meranó Ji Ítalíu i gær. Kortsnoj sem hafði hvítt í skákinni, var þegar kominn í krappa vörn eftir 24 leiki, er Karpov heims- meistari lumaði að honum öflugum hnykk. Ljótar veilur mynduðust í peðastöðu áskorandans, sem Karpov átti ekki í vandræðum með að not- færa sér til sigurs. í 43. leik sá Kort- snoj fram á að frekari barátta væri vonlaus og gafst upp er skákin átti að fara í bið. Þar með er fyrsti sigur Karpovs heimsmeistara í einviginu staðreynd og ef fram heldur sem horfir, ekki sá síðasti. Ljóst er að ef Kortsnoj tekur sig ekki verulega saman í andlitinu verður stutt einvígi í Meranó. Þeir félagar tókust ekki í hendur við upphaf skákarinnar í gær að hætti siðaðra skákmanna, heldur tóku strax til við taflið. Að sögn sjónarvotta virtist Kortsnoj spennt- ur, en Karpov aftur á móti mun af- slappaðri. Til tíðinda dró við upphaf skákarinnar er einn af hugleiðslusér- ræðingum Kortsnojs, Victoria Shepperd, birtist í salnum og settist á fremsta bekk. Sovéska hersveitin mótmælti harðlega veru hennar í salnum, enda komst hún í sviðsljósið í Bagio fyrir þremur árum. — Eftir- lýst af lögreglunni fyrir tilraun til að myrða indverskan erindreka! Ekki virtist vera frúarinnar hafa slæm áhrif á heimsmeistarann, þótt fregnir hermi að hann hafi teflt byrj- unarleikina óvenjulega hikandi.-Alla skákina tefldi Karpov af snilli heims- meistarans, en auðvitað hefði mót- staðan getað verið meiri. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð. 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 8. Hcl Bb7 9. Be2 Um byrjunina, Tartakower-af- brigðið í drottningarbragði, er óþarfi að hafa mörg orð. Þeir félagar hafa báðir teflt ógrynni skáka með þessu afbrigði bæði sín i milli og gegn öðrum. Algengara er líklegast að staðsetja biskupinn á d3, en þannig kýs Karpov oftast að tefla með hvítu. 9. — Rbd7 10. cxd5 exd5 11. 0-0 c5 12. dxc5 Athyglisverður möguleiki er 12. Bb5l? eins og Portisch lék fyrst gegn Tal í Tilburg í fyrra. í skák Balashov (aðstoðarmaður Karpovs!) og Beljav- sky á Moskvumótinu í ár náði svartur hins vegar góðu tafli eftir 12. — Hc8 13. dxc5 bxe5 14. De2 d4! 15. exd4 Bxf3 16. Dxf3 cxd4 o.s.frv. 12. — bxc5 13. Dc2 Hc8 14. Hfdl Db6 15. Dbl Kortsnoj hefur ákveðna áætlun i huga, en það verður honum að fjör- tjóni að hann hugar ekki nægilega að aðgerðum andstæðingsins. Til greina kemur að leika einfaldlega 15. b3 og tefla , ,sólid og vandað”. 15. — Hfd8 16. Hc2 De6 17. Bg3 Þessi leikur fellur yfirleitt vel inn i byrjanakerfi hvíts, en hefur þó sína annmarka. Kortsnoj undirbýr 18. Hcd2, sem gekk ekki í leiknum vegna 17. — Re4! 18. Rxe4 dxe4 og svartur vinnur lið. 17. — Rh5! 18. Hcd2 Rxg3 19. hxg3 Rf6 20. Dc2 g6 21. Da4 a6 22. Bd3 Kg7 23. Bbl Db6! 24. a3? Tapleikurinn! E.t.v. er þó réttast að beina gagnrýninni að áætlun hvíts í heild, frekar heldur en þessum litla leik, sem undirbýr Bbl-a2 með óþægilegum þrýstingi á svarta d- peðið. Reynandi er 24. Hcl sem rýmir til á æskuslóðum hvítu drottningarinnar. 24. — d4! Kortsnoj er þekktur fyrir ná- kvæma útreikninga sína og ekki er oft sem honum yfirsést taktísk brella andstæðingsins. Kannski gleymdi hann að eftir 25. exd4 Bc6! 26. Dc2 Bxf3 27. gxf3 cxd4 28. Ra4 kemur 28. — Db5! og hann tapar manni. 25. Re2 dxe3 26. fxe3 c4! Karpov teflir af krafti. Veilurnar i peðastöðu andstæðingsins ættu að tryggja honum sigur. 27. Red4 Dc7 28. Rh4De5! Sterkur leikur! Vart þarf að taka fram að 28. — Dxg3??? tapar drottningunni. 29. Khl Kg8 30. Rdf3 Dxg3 31. Hxd8+ — Bxd8 32. Db4 Be4 33. Bxe4 Rxe4 34. Hd4 Rf2+ 35. Kgl Rd3 36. Db7 Hb8 37. Dd7 Bc7 38. Khl. Hótunin var 38. — Df2+ 39. Khl Dfl + 40. Rgl Rf2 mát! Hvíta staðan er töpuð. 38. — Hxb2 39. Hxd3 cxd3 40. Dxd3 Dd6 41. De4 Ddl + 42. Rgl Dd6 43. Rhg3 Hb5 Hér átti skákin að fara í bið, en Kortsnoj gafst upp án frekari tafl- mennsku, enda staða hans vonlaus. Vel að verki staðið hjá Karpov, en Kortsnoj var óþekkjanlegur. Og peðið á a3, sem allri ógæfunni olli, lifir enn! Brennuvargur gengur laus í Osló Brennuvargur gengur nú laus í Osló og hefur hann kveikt í 21 húsi í borg- inni. Það síðasta var þriggja hæða leiguhús þar sem flestir íbúa eru aldr- aðir og margir það fatlaðir að lögreglan varð að bera þá út úr hinu brennandi húsi. Enn hefur ekki orðið dauðaslys vegna íkveikjanna. Norska lögreglan hefur yfirheyrt mann nokkurn sem líklegan brennu- varg en neitar að gefa upp nafn hans eða nánari upplýsingar um málið. Orkumálaráðherra Noregs hefur nú tilkynnt að strax skuli hafizt handa við Alta- virkjunina I N-Noregi en hún hefur vakið mikla mótstöðu á meðal almennings og þá einkum sama. Má þvi búast við að mótmælaaðgerðir verði þegar hafnar er hin nýmyndaða stjórn Káre Willochs tekur við völdum 12. október. Enda höfðu tiðindin vart spurzt út um landið er mótmælahreyfingar hófu undirbúning umsvifamikilla aðgerða. Samar ætla að reyna nýtt hungurverkfall og mótmæla- göngur eru áætlaðar, bæði innanlands og utan. Lama á alla starfsemi i sama- byggðinni Masi með verkföllum og foreldrar hafa jafnvel hugsað sér að taka börn sin úr skóla. Byggjast mótmælin á þvi að fólk álitur að frekari virkjun við Alta valdi versnandi loftslagi og hafi skaðleg áhrif á iíf hreindýra. Myndin sýnir mót- mæiaaðgerðir við Alta í janúar í fyrra en um 900 manns tóku þátt i þeim. Sadat knýrá Anwar Sadat Egyptalandsforseti sagði í ræðu á ársþingi flokks síns á fimmtudagskvöld að ef Bandaríkin hættu við sölu AWACS radarflugvél- anna til Saudi-Arabíu kynni það að vekja alvarlegar grunsemdir meðal vina Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. í ræðunni hafnaði Sadat þeirri röksemd gegn sölu vélanna að þær væru ógnun við öryggi jsraelsríkis. Sala AWACS vélanna til Saudi- Arabíu hefur mætt mikilli mótspyrnu á Bandaríkjaþingi. Erþvíhelzt boriðvið að nota megi vélarnar til árása á Israel og að hætta sé á að þær lendi í höndum andstæðinga Bandaríkjanna. Banda- ríska stjórnin vonast til að þingið fallist á söluna, ef Saudi-Arabía samþykkir það skilyrði að bandarískir tæknimenn verði hluti af áhöfnum vélanna. AWACS vélarnar eru nú fullkomn- asta og jafnframt dýrasta hergagn bandarískt. Samningurinn um sölu fimm slíkra véla hljóðaði upp á átta og hálfan milljarð Bandaríkjadala.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.