Dagblaðið - 02.10.1981, Side 23

Dagblaðið - 02.10.1981, Side 23
„Sá einn er sekur...” — eftirmáli: KRISTIN UR FANG- ELSIÁ SJÚKRAHÚS —og batahorf ur hennar eru góðar Á mánudaginn var sýndi sjón- varpið athyglisverða brezka mynd um 14 ára gamla stúlku sem dæmd var til lífstíðar í fangelsi. Hét myndin ,,Sá einn er sekur. . . ” (Life for Christine). Var myndin gerð að til- stuðlan brezka geðverndarfélagsins MIND. í símasamtali við DB sagði fulltrúi MIND í London, að stúlkan hefði nýlega verið flutt úr fangelsinu á venjulegt geðsjúkrahús. Væri andleg líðan hennar nú miklu betri og góðar horfur á því að hún yrði með tíman- um útskrifuð sem heilbrigð. Fulltrúi MIND var spurður hvort kvikmyndin mundi hafa átt sinn þátt í að Christine komst úr fangelsinu í hendur lækna, og hann svaraði: ,,Já, ég held að myndin hafi hjálpað mál'- staðhennarmikið.” -IHH. SKONROKK - sjónvarp í kvöld kl. 20.50: Rolling Stones koma og flytja sitt nýjasta lag, Start Me Up. Lundúnasinfónían og Rolling Stones eru meðal f lytjenda f Skonnrok(k) „Fyrsta Skonrokk eftir sumarleyfi byrjar á Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Hún er ásamt fleirum komin í þá vin- sælu iðngrein syrpuiðnina og flytur fyrir okkur syrpu af klassískum stefj- um með diskótakti,” sagði Þorgeir Ástvaldsson er hann var inntur eftir molum úr Skonrokkskistunni í kvöld. „Það hefur safnazt fyrir talsvert af lögum meðan þátturinn lá niðri svo að ég hef ýmislegt í pokahorninu þessa dagana,” sagði Þorgeir. „Alls verða í þættinum í kvöld níu lög ný og nýleg. Einnig hef ég reynt að hafa þáttinn sem fjölbreyttastan svo að flestir finni sér eitthvað við hæfi.” Helzta skrautfjöðrin í þættinum í kvöld er eflaust glæný filma með hljómsveitinni Rolling Stones. Hún flytur þar lagið Start Me Up á þann hátt sem gömlum, þreyttum rokkurum einum er lagið. Þá koma grínistarnir í Madness fram og flytja lagið Gray Day. Rockabillyið verður á sínum stað. Lærisveinar Micks Jagger, Stray Cats, flytja lagið Runaround Boy. Þunga deildin fær einnig eitthvað fyrir sig í kvöld. Hljómsveitin White- snake flytur eitt lag og hljómsveitin Gillan með Ian Gillan í broddi fylking- ar tekur sannkallað himnaríkisrokk, lagið I Wanna Go To Heaven. Að sjálf- sögðu bregður hljómsveitin sér til himna meðan lagið er leikið en eftir er að sjá hvernig henni gengur að komast til baka. Endahnútinn á Skonrokk í kvöld bindur síðan hljómsveitin Tenpole Tudor með sannkölluðu víkingarokki. Undir skylmingum og miklu vopna- glamri flytur hljómsveitin lagið Wund- erbar. Litlar breytingar Þorgeir Ástvaldsson kvað litlar sem engar breytingar fyrirhugaðar á Skon- rokki fram að jólum að minnsta kosti. Þátturinn verður á dagskrá á hálfsmán- aðar fresti. Þorgeir sagði að enn hefðu engin leyfi fengizt fyrir því að blanda islenzku efni innan um hið erlenda. Þorgeir Ástvaidsson: Efnisöflun f þáttínn verður nú auðveldari en oft fyrr. DB-mynd. Ástæðan er sú að slíkt hefur mikil út- gjöld i för með sér fyrir sjónvarpið. , ,Ég á þó von á að auðveldara verði AÐ GERA JÖRÐINA MENNSKA - útvarp í kvöld kl. 21.20: Um störf Samhygðar Argentinu- maðurinn Silo er hugmynda- smiður Sam- hygðar. Það er félag sem vinnur að jafnvægi og þróun manns- ins. í kvöld, föstudag, verður á dagskrá hljóðvarpsins þátturinn „Að gera jörðina mennska” og fjallar hann um starf Samhygðar. Samhygð er félag sem vinnur að jafn- vægi og þróun mannsins og var form- lega stofnað á Islandi 18. ágúst 1980. Hinn 4. maí 1969 flutti Argentínu- maðurinn Silo opinbera ræðu sem hann nefndi „Lækningþjáningarinn- ar” og markar hún upphaf Samhygð- ar í heiminum. Árið 1972 kom svo út bókin Innri ró eftir Silo og hefur hún að geyma kenningu þá sem Samhygð byggir á. Samhygð er nú starfandi í 43 löndum víðs vegar um veröldina. í þættinum er fjallað um nauðsyn þess og mikilvægi að staldra við og huga að því hvert stefnir í lífinu og gera breytingar til hins betra í okkar daglega lífi; hverju við þurfum að breyta og hvernig við getum farið að því. Gefið er dæmi um það hvernig allir geta unnið skipulega að breyt- ingum hjá sjálfum sér og sínu nán- asta umhverfi. Höfundar og flytjendur efnis í þættinum eru: Helga Mattína Björns- dóttir, Ingibjörg G. Guðmundsdótt- ir, Júlíus Kr. Valdimarsson og Methúsalem Þórisson. Umsjónarmaður þáttarins er Gísli Helgason. fyrir mig um efnisöflun en áður af ýmsum ástæðum,” sagði Þorgeir. „Bæði er það að ég hef talsvert í hand- raðanum núna og svo hafa opnazt betri leiðir fyrir efni en áður.” Hann var að lokum inntur eftir því hvort aðdáendur Kiss hljómsveitarinn- ar fengju eitthvað við sitt hæfi á næst- unni. Sá hópur hefur verið öðrum dug- legri við að skrifa lesendabréf og vekja athygli á þvi Kiss-svelti sem þeir væru hafðirí. „Ég hef verið að gefa þessu Kiss máli gaum,” svaraði Þorgeir og hló. „Ég þori ekki að lofa neinu með hljómsveit- inni en það eru bjartari vonir en nokkru sinni fyrr fyrir því að það takist aðnáífilmurmeðKiss.” -ÁT ■■rfl i ■ rrmnmttmm FILMUR OG VELAR S.F. uuauui SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. I LjósastiHingar dagiega N.K. SVANE SKEIFAN 5 - SÍMI34362 0PIÐ LAUGARDAGA SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.