Dagblaðið - 02.10.1981, Síða 16

Dagblaðið - 02.10.1981, Síða 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. Þjást attar óhamingjusamar fjölskyldur á sama hátt? —Um Mörtu Tikkanen sem stödd er í Reykjavík til að vera á frumsýningu á „Ástarsögu aldarinnar” — íÞjóðleikhúsinu „Um þig og mig / væri allt betur / ósagt,” segir Marta Tikkanen i ljóði um eiginmann sinn, Henrik, sem er bráðfyndinn rithöfundur og teiknari, en drykkfelldur í betra lagi. Lýsingar hennar á því hvernig það er að búa „hálfan metra frá drykkju- manni” eins og hún orðar það, komu út undir heitinu „Ástarsaga aldarinn- ar” 1978. Þar segir hún frá örvæntingu sinni yfir því hvernig samlíf þeirra hjóna verður sárasta kvöl vegna drykkjunnar, og óverjandi álag fyrir börnin. En samt elskar hún hann og getur ekki yfirgefið hann, hvað sem -á gengur. Bókin hefur orðið feikilega vinsæl. Á skömmum tíma seldust meira en hundrað þúsund eintök á Norðurlönd- um, auk þess sem verið er að þýða hana á þýzku, ensku og hollenzku. Það kemur nefnilega í ljós að árekstrar þeirra Mörtu og Henriks Tikkanens eru ekkert einstakir, það liggur við að það sé óhugnanlegt hvað mörgum lesendum finnst bókin eins og töluð nákvæmlega út úr sínu hjarta. Á 19. öldinni sagði rússneska skáldið Tolstoy, að engar tvær óhamingjusam- ar fjölskyldur þjáðust á sama hátt, en hamingjusamar fjölskyldur væru allar eins. Ætli þetta hafi ekki alveg snúizt viðá20. öldinni? Marta Tikkanen: „Kannski skána hiutirnir ekkert þótt um þá sé talað, en ég er viss um að þeir versna ekki af þvi.” Eitt kvöld var hringt til mín í ofboði: það vantaði á stundinni skemmtiatriði fyrir áttatíu sænska félagsráðgjafa, sem staddir voru í Helsinki. Ég hugsaði: Allt í lagi að leyfa þeim að heyra eitthvað úr þessu, þeir eru allir að fara úr landi og ég sé þá aldrei meir. Þeir urðu stórhrifnir, könnuðust við allt, ýmist úr vinnunni eða af heima- vettvangi, og það kom á daginn, sem mig undir niðri hafði grunað: ástandið heima hjá okkur var ekkert einsdæmi. Enginn getur hafa elsk- að einlægar en óg ... Það þarf vægðarlaust raunsæi til að líta yfir genginn veg og sjá að í upphafi „getur enginn hafa elskað einlægar en ég” og svo „í dag ertu sá sem ég bý með”. Það þarf hörku til að spyrja sjálfan sig: Hvernig gátum við sem „fórum að búa saman . . . vegna þess að við komumst ekki hjá því,” orðið svo vond við hvort annað?” „Og kannski skána hlutirnir ekkert þótt um þá sé talað,” segir Marta, „en ég er viss um að þeir versna ekki af því.” Hún segir það sannfæringu sina að konur eigi auðveldara með að tala um tilfinningar sínar heldur en karlar. Það muni vera rétt sem finnski fé- lagsfræðingurinn Rita Liljeström segir: „Karlmenn óttast tilfinningar, bæði í sjálfum sér og hjá öðrum.” Flótti — með brennivíni eða ofvinnu Ég hitti Mörtu Tikkanen stutta stund í Norræna húsinu, á leiðinni af flug- vellinum á æfingu í Þjóðleikhúsinu, en þangað fór hún strax fyrsta kvöldið. Mér fannst hún alveg eins og margra barna móðirin í húsinu hinum megin við götuna, vinnuleg og full ábyrgðar- tilfinningar. Og enn einu sinni fylltist ég aðdáun yfir því hvað sumar konur geta verið óendanlega þrautseigar. Yngsta barn hennar.Sofia, 14 ára, er með í ferðinni en hefur lagt sig eftir flugferðina. Hún hefur frá fæðingu vægan heilaskaða (á læknamáli skammstafaður MBD). Þetta lýsir sér í vissum talörðugleikum og þar með fé- lagslegum samskiptum, en annars er þetta glöð og falleg stúlka. Auk þess að hlúa að börnunum fjórum og drykkjumanninum var Marta í átta ár skólastjóri og bar þá ábyrgð á 6000 nemendum og 160 kenn- urum. Þetta var stofnun fyrir fullorð- insfræðslu. Þegar ég spyr hvernig hún hafi farið að þessu segir hún: „Ég flúði í vinnuna vegna þess að ég gat ekki horfzt i augu við veruleikann heima hjá mér. Þaðeru fleiri flóttaleiðir en áfengið.” Hún fær oft bréf frá konum sem þakka henni fyrir Ástarsögu aldarinnar og segja „Maðurinn minn er ekki áfengissjúklingur, hann er vinnusjúkl- ingur, og ég næ engu sambandi við hann.” ATVINNA Unga duglega menn vantar nú þegar til starfa í vettlinga- deild okkar að Súðarvogi. Unnið í bónuskerfi. Uppl. í síma 12200 i dag og næstu daga. pr oo SEXriuœsEXNÖeouD SJmtlHUIERfllN K Skúlagötu 51. 80 sænskir fólagsráð- gjafar þurftu skemmtun En hvernig stóð á því að hún þorði að setja á prent þessar miskunnarlausu lýsingar á heimilislífi sínu? „Ég skrifaði þetta bara fyrir sjálfa mig,” segir Marta, „bara til að fá út- rás, bara til að lifa af. Hefði ég ætlað að birta það hefði mér ekki dottið í hug að skrifa það svona. Svo lá þetta í skúffu hjá mér. Skrifar nu um dóttur sína Viðtökurnar á „Ástarsögu aldarinn- ar” gáfu Mörtu sjálfstraust og fjár- hagslega möguleika til þess að hætta skólastjórninni, leigja sér vinnuher- bergi og snúa sér alfarið að ritstörfum. En hún hefur snúið sér frá hjónaband- inu í bili. Ljóðabók hennar frá í fyrra „Myrkrið sem gjörir gleðina djúpa” segir frá móður og syni. Þau ganga saman gegnum mikla spennu vegna geðrænna vandamála sinna. Þetta gerist fyrir svo sem hundrað árum síðan, en gæti alveg eins átt sér stað í dag. í vikunni sem leið skilaði hún svo af sér handriti um veikindin sem dóttir hennar, Sofia, á við að glíma. Hún segir að það sé enginn skáldskapur, heldur upplýsingar, og reyndar hefur Sofia sjálf skrifað kafla í hana. Um að vera foreldri segir Marta: „Foreldrar eru einlægt með sektar- kennd, en í rauninni væri sektarkennd eðlilegri gagnvart maka en börnum. Því maka velur maður sjálfur, en börnin verður maður að taka eins og þau eru.” -IHH. Til húseigenda og garðeigenda Nýjung: Steinar fyrir bílastæði og innkeyrslubrautir. Mikið úrval af gangstéttarhellum með ávölum brúnum. Þessar hellur er auðvelt að leggja. Einnig fást kant- steinar og hleðslusteinar. Vinsamlega haf ið samband við okkur sími 30322. HELLU OG STEINSTEYPAN VAGNHOFÐ117. SiMI 30322. REYKJAVtK í vikunni sem leið skilaði Marta af sér handríti að bók sem fjallar um dóttur hennar, Sofiu. Sofia, sem er fjórtán ára, kom með móður sinni i þessa stuttu heimsókn til tslands. DB-myndir: Einar Ólason.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.