Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Blaðsíða 7

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Blaðsíða 7
allt til sín með báðum hönd- um og tók til við starfið að lifa eins og sagnfræðingur ræðst að þvi verkefni að þja-PPa saman mörgum öldum. etta var sá tími, sem fólk kallar „þroskaárin“, þegar það reynir að lýsa því, hvað bar til þess að maðurinn varð síð- ar sá sem hann var. Menn hefðu eins getað reynt um miðnætti að ákvarða tímann eftir sólskífu, því „þroskaár“ Brendans voru lifuð í löngun í að geta horft lengur á „það litla blámatjald sem fangar kalla himin“ rneðan bók- menntarýnarnir sigldu niður Thasnes á fyrstu og hættuleg- ustu ferð sinni — í því brjál- aða hlutvei’ki karlmennsk- unnar að sigra Oxford-róðrar- keppnina. „Fylliraft“ kölluðu þeir hann um leið og þeir stóðu upp frá ritvélunum og skjögruðu inn í blaðamanna- klúbbinn til að fá sér stórt glas af brennivíni upp á krít. Þeir höfðu skrifað eftii-mæli um „Hinn Óða“ fimm árum áður og nú þurftu þeir ekki annað en að breyta aldri hans úr 36 í 41, en það er auðvelt fyrir menn sem álíta að allir „fylliraftar" deyi úr sykur- sýki og að í hverjum drykkju- sjú-klingi sitji Brendan Behan. Fleiri drykkjusjúklingar og fylliraftar yfirgáfu kirkju- garðinn en eftir vom og tala íbúa í Glasevin. er reyndar há. Höfuðóvinur Brendans var hæfileiki hans til að fyrirgefa. 1 „Quare Fellow" finnur hann sér tíma til að bala um fanga- verði sem eru ekki „mjög slæmir“ eða annarsstaðar í tukthúsum um fangelsisstjóra sem „hafa viðbjóð á“ því sem þeir gera þegar þeir þvo hend- ur sínar eftir að hafa hei'sað böðlinum. Fólk, sem lét sig slí’kt ökipta en hafði ekki getað séð „Gisl“ í hinni upphafegu gel- ísku mynd leiksins, áleit að Brendan „hefði ekki þroskazt sem leikskáld", að leikritið væri „of laust í reipunum", „bygging þess óákveðin.“ Þeir gátu ekki vitað, hve því hafði verið misþyrmt af fólki sem ekki gat haldið sig við það verk sem það þekkti bezt: að leika og setja á svið. Það var ekki heimsfrægð Gísls sem sendi Brendan niður brekkuna heldur þvert á móti — það dapurlega ástand að vera eftir skilinn með skuggann einan af dýrlegu leikriti. Það þyrfti járnvilja manna eins og Shaw, Beketts eða 0‘Casey til að vernda eigin list fyrir slíku fólki, sem heldur að rithöf- undar séu aðeins fígúrur í þeirra brúðuleikhúsi. Vesa- lings Brendan hlýtur að hafa verið niðui'brotinn. 9»E g var ekki niðurbrotinn" segir hann einhversstaðar. „Mér var skítsama meðan ég þurfti ekki að mála á veggi eða grafa skotgrafir eða deyja fyrir írland. Þessi list sem þú talar um er aðeins tilbúningur þíns alvarlega ímyndunarafls. Skrifaðu ekki um mig eins og ég hefði verið einhverskonar menningarhræfugl, sem ekki átti sér annan metnað en þann, að deyja í safni um- kringdur af gömlum konum og skrýtnum mönnum, sem finnst ekkert betra en að tárfella yfir gamla, dauða Shake- speare. Slepptu því afstyimi og segðu þeim frá mér. Það er efnið sem þú ert beðinn að fjalla um.“ Látum svo vera — tölum um Brendan. Við gengum einu sinni á eftir líkkistu fyrstu stúlkunnar minnar og hann skipaði mér að gráta. ,.Ég er ek'ki í skapi til þess, Brendan. Þetta skipti mig ekki svo miklu. Það væri hræsni að gráta.“ „Ef þú getur ekki einu sinni verið hræsnari í hálftíma, þá geturðu ekki verið merkilegur bróðir. Viltu ekki einu sinni fella fáein tár til að fá ætt- ingjana til að kaupa eitthvað að drekka?“ Ég grét en þeir keyptu ek'k- ert að drekka og Brendan tók niður nöfn allra hinna dætr- anna til að vera viss um að hann lenti ekki í svipuðum vandræðum sjálfur. Hann hafði ánægju af jarð- arförum annarra manna, því þeir gátu ekki séð um þær sjálfir, en þegar sumt fólk talar um að honum bafi þótt dauðinn æskilegur, þá hlýtur það að vera að gera að gamni sínu. Brendan langaði mikið til að lifa og ég er viss um að hann hefði aldrei leyift okkur að fara með sig í kirkjugarð- inn, hefði hann þar ekki verið að skemmta stærsta áhorf- endahóp sem hann náði nokk- urntíma til persónulega. Eins og hann sjálfur komst að orðd um vinsældir: „Það er ekkert á við slæmar undirtektir nema þín eigin eftirmæli." Við jarðarför Brendans vant- aði eitt: hinn sanna Behan. Framhald & bls. 214. SVARTLIST FRA KÚBU Kúbanir eru eins og aðrar þjóðir hinnar Latnesku Amer- íku atkvæðamiklir í svartlist og sækja gjarnan mótíf sín til þjóð- legrar listar. — Þessi mynd er eftir Carmelo Gnnzales og hef- ur hann sótt hugmynd sína |il kúbanskra þjóðlagasöngvara. SUNNUDAGUE — 211

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.