Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 7

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 7
og við vissum hve nákvæm- lega hún myndi fylgjast með henni. Jafnhliða hélt tiiraunin á- fram. Leonoff gerði fleiri hreyf- ingaræfingar. Hann dró sig aftur að geimskipinu með því að toga í strenginn sem tengdi hann við það, en hann varð að hindra árekstur við skipið, sem vó mörg tonn niðri á jörðinni. Hann óttaðist að hjálmur sinn slæist við skipið, en allt gekk vel. Þegar hann kom að hleraopinu dró hann úr snertingunni með lófunum. Það reyndist auðvelt. Það sýndi að með nægri æfingu myndi auðvelt að hreyfa sig með nákvæmni og öryggi und- ir þessum kringumstæðum. Þetta hafði sérstaklega mikla þýðingu fyrir geimfara fram- líðarinnar sem fá það verk- efni að setja saman lendingar- stöðvar og rannsóknarstöðvar á hringferðum um jörðina. Leonoff reyndi að stæla hreyfingar samsetningarmanna. T.d. skrúfaði hann lausan oka þar sem útvarpsmyndavélin var fest utan á geimskipið. En hvað átti hann að gera við hann? Fleygja honum i hring- ferð um jörðina? Hann fleygði okanum í átt til jarðar og giampinn af honum fjarlægðist og hvarf brátt. Aðra einfalda en mjög þýð- ingarmikla tilraun gerði hann. Hið litla átak þegar geimfar- inn spyrnti sér frá geimskip- inu breytti örlítið afstöðu þess. Geimskipið virtist hafa færzt áfram í átt frá geimfaranum. Þetta var endurtekið nokkrum sinnum. í hvert skinti sem Le- onoff snerti ytra borð geim- skipsins varð þess vart inni í bví. Timinn flaug áfram meðan þessar spennandi tilraunir voru framkvæmdar. Leonoff langaði til að vera sem lengst úti í geimnum. En áætlun er áætlun og stjórnandi skipsins gaf honum merki: „Tími til kominn að koma inn.“ Tími til að snúa til baka Enn einu sinni virti Leonoff fyrir sér geimskipið með tindr- andi stjörnum í baksýn. Það virtist stórfenglegra og fegurra en niðri á jörðinni. í þessum litla hnetti kristallaðist mann- vit, vísindi og tækni. Upp úr geimfarinu stóðu- útvarpssteng- urnar en sjónvarps-kvik- myndavélin horfði móti mann- inum úti i geimnum. Ferð skipsins orsakaði ekki hið minnsta hljóð. Það var hægt að ímynda sér elektróniska geimmúsík. Það var hægt að horfa á þetta undur aldar vorrar og sovétþjóðanna enda- laust. Stjórnandi geimskipsins brýndi röddina örlítið og end- urtók að það væri timi kom- inn til að koma aftur inn í skipið. Leonoff sveif aftur að skipinu með ákvéðnum örugg- um tökum. Hann losaði út- varpsmyndavélina, sem hafði kvikmyndað hann í geimnum og greip um hlerabrúnina. Enn einu sinni virti hann fyrir sér geiminn. Hve mikið getur ekki mannlegt auga séð í einu vet- fangi — jörðina, sólina og stjörnurnar. .. Það var leitt að þurfa að yfirgefa þessa feg- urð og ánægjuna af því að svífa í lausu lofti. Leonoff reyndi að stinga sér inn um opið á skipinu, en það var ekki hlaupið að þvi. Hann var með myndavélina í hægri hendi. Hann þurfti þó nokkuð að hafa fyrir því að svífa inn í opið. Því seinkaði nokkuð að yfirgefa geiminn. En hann vann bug á hindrun- inni og komst inn í útgöngu- klefann. Næst var að opna fyrir honum innra op klefans. Það tók nokkurn tíma áður en Le- onoff sveif gegnum opið inn í geimskipsklefann og fékk sér sæti. Ólýsanlegur fögnuður greip okkur. Það var eins og að hittast eftir langan aðskiln- að. Og þó höfðu aðeins liðið 20 mínútur. En hvílíkar mínút- ur! Öll ævin virtist hafa verið undirbúningur undir þær. Samkvæmt áætluninni skýrði geimskipstjórinn stjórnarstöð- inni á jörðinni frá þessu. Hann talaði rólega en virtist aðeins bæla niður róminn. „Það verkefni að fara út f geiminn og inn í geimfarið aft. ur hefur verið framkvæmt. Allt er með eðlilegum hætti inni í geimfarinu. Tökum til við næstu verkefni samkvæmt á- ætlun.“ Um leið og Leonoff sökk niður í sæti sitt tók hann leið- arbókina og hóf að lýsa áhrif- um útgöngu sinnar. Hann reyndi að gleyma engu sem hann hafði séð eða gert. Þetta tók nærri tvær stundir. Voskod 2. heldur áíram á braut sinni í þriðju umferð sinni var Voskod 2. aftur yfir heima- landinu og við fregnuðum að leiðtogar Kommúnistaflokks- ins og Sovétstjórnarinnar væru samankomnir j Sverdloffhöll- inni í Kreml. Beinu fjarskipta- sambandi var komið á þangað. Við hlýddum á árnaðaróskir frá miðstjórn Komúnistaflokksins og stjórn Æðsta ráðsins og stjórn Sovétríkjanna. Það var ólýsanleg ánægja að hlusta á þessa hvatningu. Við svöruðum að ætlunarverk okkar yrði framkvæmt að fullu og þökk- uðum vel árnaðaróskir og kveðjur. Starf okkar í geimnum hélt áfram. Þar sem okkur leið mjög vel ákváðum við að víkja nokkuð frá tímaáætlun- inni og nota tímann sem okk- ur hafði verið ætlaður til hvildar, til frekari athugana. Hver mínúta í geimnum var of dýrmæt til þess að eyða henni í svefn. Á meðan geystist geimskip- ið áfram á braut sinni. Stór- brotin sýn yfir jörðina þaut hjá gluggunum eins og myndir á tjaldi. Við sáum grjótbáknið sem er Madagaskar. græna Ceyloneyna og Kúbu — rauð- leita eins og litaða af bylting- arfánanum, kalkstrendur Spán- ar og Frakklands teygja sig út í Atlanzhafið — þetta var allt eins og risavaxið landahréf. Við nefndum þá staði sem ekki voru huldir þéttri þoku. Dag- ur og nótt skiptust fljótlega á — dagarnir liðu á hálfri ann- ari klukkustund. Þetta var ó- gleymanlegt eins og æfintýra- sögur bernskuára okkar. Borgaljósin glóðu í nóttinni á vesturhelmingi jarðar. Ein- hversstaðar niðri í Bandaríkj- unum voru þeir Grissom majór og Young lautinant að undir- búa för sina í „Gemini-3“ geimfarinu. Við vissum að ferð þeirra átti að taka 5—6 stund- ir og líklega myndu þeir end- urtaka það sem sovétgeimfar- ar höfðu gert löngu á undan okkur. Kannski myndum við hitta þá einhverntíma og bera saman bækurnar um vandamál geimfara. Við minntumst þess að Hermann Tító hafði hitt bandaríska geimfarann John Glénn og að Kennedy forseti hafði tekið á móti þeim. Það var vinsamlegur fundur, ágæt- ur þáttur í samskiptum þess- ara þjóða. Við minntumst nætur yfir austurhelmingi jarðar. Voskod 2. var yfir Suðaustur-Asíu og við horfðum á_ trylltar ham- farir óveðurs. Á 7 sekúndum töldum við 15 ægibjartar eld- ingar. Svo virtist sem jörðin væri á kafi í tortímandi blóð- litum logum. Það minnti okk- ur á Víetnam-þjóðina sem berst hetjubaráttu fyrir frelsi sínu. Óveðrið niðri á jörðinni minnti Beljajeff einnig á árin sem hann var á eftirlitsflugl við austurlandamærin. Þá sá hann reykina af eldum sem brunnu í Kóreu. Einnig nú var bandaríski flugflotinn að tæta sundur okkar fögru jörð með sprengjum og napalmeldi. Geimför okkar var i þágu al- þjóðlegra framfara og friðar og því gremjulegt að vita til þess að á okkar dásamlegu jörð skuli enn vera ófriðar- svæði, sem heimsvaldasinnarn- ir gætu íundið upp á að gera að alheimsþáli. Vísar mælitækjanna inni hjá Framhald á bls. 238. SUNNUDAGUR — 235

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.