Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 9

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 26.09.1965, Blaðsíða 9
tótt Gísli æki stundum fiski er hann líklega ekki á þessari mynd, sem er frá tíma er afli tog- aranna var fluttur á hestvögnum. ©• Qkumaður— Þorskabani— Nautatemjarí Framhald á 9. síðu. prufu, taka sökkið. Þá kom 1 ijós það sama og áður: að ég vaeri með smit og 40% sökk og hafði þó ekki hitavott. Hvíldu þig góði, og láttu fara vel um þig, sagði Helgi Ingvarsson. í næsta mánuði er ég skoð- aður aftur. Á eftir segir Helgi: ■— Ætli það sé ekki rétt að við reynum að blása þig. Ég visisi nú varla, og raun- ar ekki, hvað það var, aum- inginn. Svo náttúrlega var ég stung- inn — mér hefur alltaf verið iila við eggjárn fyrir minn lík- ama! En stunginn var ég, og blásinn var ég. Við það sat í mánuð. Þá kom það upp úr kafinu að ég tók ekkert loft, eitthvað 400 gr. Þá er vitanlega næsta skref- ið fyrir þá sem stjórna þess- um málum að reyna aðrar leiðir. Leiðirnar voru blásning og höggning (rifjaskurður) — og senda mann „norður“. — Og hvað var svo gert? — Mér fór strax að batna þegar ég kom inn fyrir dyrnar á Vífilsstöðum, og leið ágæt- lega þegar ég var orðinn ó- þreyttur, því ekki vantaði fæðið og aðhlynninguna. — Varstu svo höggvinn? — „Ég var eins og barn í böðlahöndum, bænin var mín eina hlíf. Fann að allir fyrirlíta förumannsins snauða líf. Af öllum var ég illa liðinn, alstaðar til þrengsla og meins. Ég hef aldrei vænzt að vera virtur eða metinn neins“. segir Davíð. Ég var voðalega, óskaplega langt niðri . . ' já, guð almátt- ugur hjálpi þér maður! En ég andæfði, var ekki alveg á því að fara norður undir kjötöx- ina og láta hluta sundur á mér skrokkinn — því ég fann að mér var að batna. Þegar ég hafði verið á Vífilsstöðum rúmt ár og séð hestana, kýrn- ar og kindurnar á beit í hag- anum kringum mig datt mér í hug hvort ég gæti ekki eign- azt nokkur lömb til að ann- ast um. Ég átti náttúrlega enga peninga fyrir þeim og þá var að fá lán. Haraldur sonur minn var þá farinn að vinna, var á björgunarskipinu Sæbjörgu, svo mér datt í hug að vita hvort hann væri af- lögufær, og það reyndist svo að hann gat hjálpað mér. Það voru 600 kr. sem ég þurfti fyr- ir sex lömbum. Svo held ég af stað að Breiðholti til Guð- mundar bónda og kaupi iömb- in, 5 gimbrar — og náttúrlega 'einn hrút. Nú mátti engin kind koma i Vífilsstaðaland og var því úr vöndu að ráða. Þá var ekki um annað að gera en tala við ráðsmanninn. Hann tók mér nú vel, eins og allt- af, bæði fyrr og seinna og seg- ist ekki mega leyfa mér neitt, það verði aðrir að samþykkja það, en hann sagðist ekki banna mér það, og ég mætti hafa þær fyrst til að byrja með niðri í hestagirðingunni. Þetta fór vel með kindurnar, því ég átti þær þar til allt sauðfé var skorið niður hér, og það sem kannski er meir um vert, að ég fór vitanlega út á bverjum degi — það var um stundarfjórðungsgangur — hvernig sem viðraði um vetur- inn, til að gefa' kindunum — og það var ekki lítils um vert. Það hressti mig og gladdi að sjá blessuð lömbin. Næstu mánuði á eftir að átti að senda mig norður leið mér mjög vel — og fór dagbatn- andi. Svo kom árið 1942 — og það var orðið vinnufólkslaust á Vífilsstöðum, það var alltaf að koma og fara. Þá skeður það einn morgun, að þetta á- gætisfólk kemur inn til mín, yfirhjúkrunarkonan, frú Anna Johnsen og Ólafur Geirsson, sá indælismaður, og spyrja mig með mestu kurteisi hvort ég geti ekki hjálpað eitthvað til á hælinu. Það er meira en sjálfsagt, ef ég get eitthvað hjálpað ykkur, svaraði ég. Svo er mér fengin þvotta- fata, kústur, sápa og tilheyr- andi og ég arka af stað . . . horfi svolítið á þetta áður. . . nei, ég hafði aldrei þvegið gólf á ævi minni fyrr, aðeins fjós — og sprautað þau. Næst kom að bera þvottinn í herbergin, og svo hvert verkið af öðru . . . já, ég hef gert flest verk. Svo fór ég út á tún til Björns Konráðssonar og hjálpaði hon- um með heyskapinn — hann sagðist ekki hafa fengið dug- legri mann! Mér hélt ailtaf áfram að batna þótt ég ynni. Svo rekur að því að ég verð fastur starfsmaður — albata er ég orðinn, „útskrifaður", árið 1950, og verð þá um leið fastur starfsmaður. — Og svo? — .... Það getur enginn maður lifa'ð án annars. Það getur enginn maður verið sjálfstæður, hve ríkúr sem hann er, aðrir verða að styðja hann. Auðugústu menn hafa komið hingað og orðið að láta Frh. af bls. 236. ófreskjuna, og undrið skeði: ekepnan datt! Bóndi gaf sér ekki tíma til að skoða þessa ægilegu skepnu sem hann hafði svo sannarlega lagt að velli, held- ur tók hann þegar til fótanna og hljóp til næsta bæjar, blés upp og niður og reyndi að gera nábúa sínum skiljanlegt hvaða afrek hann hefði unn- ið. Hvaða helv. tómlæti var nú þetta, ætlaði mannherfan að taka svona æsifrétt með slíku tómlæti! Nú sást loks svolítið lífs- mark með nábúa hans. Hann rauk upp og bað pilta sína að fylgja þessari hetju á orustu- völlinn og s'koða þessa skað- ræðisskepnu, því nú væri það sannað, að nábúi sinn yrði frægur mjög af þessu verki. Fór nú bóndi með nábúa sín- um og tveim vinnumönnum. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir eru ltomnir það langt að þeir sjá hilla undir ófreskjuna, fer þá hóp- urinn að hægja á sér. Það var eing og þeim stæði ógn af skepnunni — og óvíst að hún aðra hjálpa sér með allt. Ég get heldur ekki verið án góðs vinar. Hér bar mig sam- an við afbragðskonu, ættaða af Ströndum, af kyni hákarlafor- manna, Ságrúnu Ásgeirsdóttur Guðrnundssonar frá Ófeigs- firði. Hún hefur bjargað mér fyrr og síðar, enda líka af afbragðsfólki í báðar ættir. Næst ræðir Gísli um sér- stakan þátt ævi sinnar eftir að hann fór að dvelja á Víf- ilsstöðum. væri alveg steindauð. Þeir smámjaka sér nær, þar til hetjan rekur upp skaðræðis öskur og út úr honum kemur í einu orði sem þeir skilja: „Merin mín!“ Og sjón var sögu ríkari, þarna lá sú leirljósa stein- dauð, með broddstafinn á kafi í sér. Allir stóðu hljóðir og virtu fyrir sér dauða merir sem hafðí fallið fyrir blindri of- stækistrú á sjóskrimsli. „Ó, hví þurfti blessuð hryssan mín að vera að þvæl- ast endilega þarna!“ Nábúi hans þreif í annan fótinn á hryssunni, sleppti henni óðar og snýr sér að ná- búa sínum og segir: „Hryssan hefur staðið í svelti og hvergi komizt fyrir svellum. Snáfaðu heim, ég skal lána þér menn til að koma merarræflinum heim á morgun.“ Meira mun ekki hafa verið rætt á slysstaðnum. En á heimleiðinni heyrði annar vinnumaðurinn að karl taut- aði: „Það er lygi! Það eru eng- in helv. sjóskrímsli til!“ SUNNUDAGUR — 237 SAGNIR STEFÁNS v\ >

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.