Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 35

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1922, Síða 35
37 af þurbandi og úr Heima-Stöð rúmir 70 hestar. Hólma- hey var um 60 hesta. í ca. '/3 úr dagsláttu var sáð höfrum og uxu þeir vel að kalla mátti Voru þeir gefnir kúnum sem grænfóður og reyndust ágætlega. Hafrar sem kúafóður, hvort held- ur þeir eru gefnir sem grænfóður eða þurfóður, eru hreinasta afbragð. 5. Umbœtur. Fáar umbætur í þetta sinni. Pó var girðing austurhlið- ar trjágarðsins, sem var við að gerfalla, endurreist og er brýn þörf á að gera norður- og suðurhliðinni sömu skil á næsta ári. Lagðar voru einnig vatnsleiðslupípur í matjurtagarðana á Galtalæk, svo auðvelt sje að vökva piöntunum, ef þurk- ar ganga. Próin, sem vatnið er leitt úr, er enn ósteypt upp, en nauðsynlegt er, að úr því verði bætt á næstunni. Lokunarkrani er í pípunum rjett við þróna, svo vatn þurfi aldrei að liggja í þeim. Er slík tilhögun nauðsynleg, þar sem pípurnar eru lagðar ofanjarðar. í Heima-Stöð voru smíðaðir trjekassar yfir vatnskrana þá, er vökvunarslangan er sett í samband við. Kassar þessir eru með höllu loki og grænmálaðir; eru þeir bæði til gagns og prýði. Ingimar Óskarsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.