Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 51

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 51
LANDSBÓKASAFNIÐ 51 bókahöfund), Finn prófessor Magnússon, Þórð síðar dómstjóra Sveinbjörnsson, Geir byskup. Vídalín. Rafni mátti þakka meginhluta þeirra gjafa, sem safnað var í Dan- mörku. Honum var því samtímis og síðan almennt eignuð sæmdin af því að hafa stofn- að safnið. Verður ekki í móti því borið, að bókasafnsstofnunin að minnsta kosti myndi hafa átt miklu lengra í land, ef hans hefði ekki við notið. Deild bókmenntafélagsins í Kaupmannahöfn tók framan af við bókagjöfum til safnsins og sá um sending þeirra hingað til lands. En í deildinni skipti oft um stjórn, og létu menn þá misjafnlega til sín taka. Því var það, þegar úthaldið í þessu efni reyndist dauft í félagsdeildinni, að Rafn tók sjálfur að sér að sjá um þetta fyrir félagið og að taka við bókagjöfunum. Var svo komið 1824, að hann hafði hlaðið á sig þessu verki, og því hélt hann síðan fram allt til æviloka (1864) af stakri góðvild og óeigingirni, tók enga þóknun fyrir, enda myndi ekki hafa þegið, þó að boðið hefði verið. Framan af virðast menn hafa verið nokkuð í vafa um nafn þessa Safnið nýja bókasafns. í embættisbréfum var það nefnt ,,stiftsbókasafn“ á dómkirkjuloptinu ega j)Stiftisbókasafn íslands“, í líking við sams konar bókasöfn í Danmörku, en manna í milli sést snemma (laust eftir 1830) nafnið „landsbókasafn“ (það nafn nota Fjölnismenn), eins og síðar varð heiti þess að lögum („landsbókasafn íslands“), þó að þjóðbókasafn kynni að vera hentast nafn. Bókasafnið hóf starfsemi sína á heillavænlegum tíma. Dugmiklir og áhugasamir menn voru komnir í æðstu embætti landsins. Stiftamtmaður var Pétur Fjeldsted Hoppe (af íslenzku kyni í móðurætt, dóttursonur Þorkels Fjeldsteds, sem komst til mikilla virðinga utanlands, í Noregi og síðar Danmörku. Hann dró nafn sitt af fæð- ingarstað sínum Felli í Sléttahlíð). Byskup var þá orðinn Steingrímur Jónsson (f. 1769, d. 1845). Stiftamtmaður tók að sér til bráðabirgða bókavarðarstarfið, og hann samdi skrá („Registr“ o. s. frv., einnig með danskri fyrirsögn) um safnið, og var hún birti á prenti í Kaupmannahöfn 1828, á kostnað hins ísl. bókmenntafélags. I hinni fyrstu stjórn safnsins urðu ásamt stiftamtmanni og byskupi Jón landlæknir Þorsteinsson og C. W. Ebbesen, danskur kaupmaður í Reykjavík, drjúgur stuðnings- maður safnsins. Þessi stjórnarnefnd samdi stofnskrá, sem dagsett er 5. (fremur en 4.) ágúst 1826 og staðfest var af konungi 15. nóv. sama ár, svo sem getið var. Stofnskrá- in gerir ráð fyrir því, að með tímanum verði ráðinn fastur bókavörður að safninu og féhirðir, en jafnframt er þar tekið fram, að stjórn safnsins „ákveði, eftir því sem efnahagur bókasafnsins leyfi, að hve miklu leyti unnt verði að láta þeim í té nokkura þóknun fyrir starf þeirra og fyrirhöfn“. A ári hverju skyldi stjórn safnsins senda kanzellíinu skýrslu um hagi þess. Stjórnarnefnd safnsins setti bókaverði þess erindis- bréf í 10 greinum 5. ágúst 1826. Enn hafði bókasafnið engar tekjur vísar, og peningagjafir bárust því dræmt. Árið 1827 setti stjórn safnsins fyrirmæli um lán bóka út úr því, og er þar ákveðið, að hver lánþegi greiði lægst þjj rd. árlega upp í kostnað við gjöld safnsins, afhendi að auk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.