Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 69

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Blaðsíða 69
LANDSBÓKASAFNIÐ 69 Hannes Hafstein Bókbandsvinnu allri hafði mjög farið fram í Reykjavík á þessu tímabili. Þessa naut landsbókasafnið, og var nú enginn hörgull á að fá bundnar prentaðar bækur. Handrit safnsins batt lengstum inn sami maður, Jón bókbindari Thorsteinsson í Grímsstaðaholti við Reykjavík. En er hann gerðist aldurhnig- inn, varð sú nýlunda, að stjórn safnsins fekk efnilegan mann, Runólf bókbindara Guðjónsson, til þess að fara utan til Kaup- mannahafnar og útvegaði honum farareyri nokkurn. Var þetta 1907, og skyldi hann nema allt, sem lyti að góðri varðveizlu handrita (nota gagnsæjan pappír til álímingar o. s. frv.) Run- ólfur var rúma þrjá mánuði í Kaupmannahöfn, lengstan tíma í bókbandsstofu ríkisskjalasafns Dana. En er hann var aftur kominn til landsins, tók hann við öllu bókbandi safnsins og for- stöðu bókbandsstofu þess (og þjóðskjalasafns), þegar hið nýja hús var komið upp, enda er slík stofa í húsinu sjálfu. Veitti hann henni forstöðu til æviloka (1942) af mikilli iðjusemi og árvekni. Eftir það tók við forstöðu bókbandsstofunnar sonur hans, Guðjón, en hann hafði lengi starfað hjá föður sínum og tvívegis verið í Kaup- mannahöfn og fullkomnað sig í bókbandi og öðru, er að því laut, einkum gyllingu bóka. í lok ársins 1908 var fastasjóður bókasafnsins 8300 kr. Á lestrarsal þess hafði það ár (frá jan. til sept.) verið léð 5268 bindi handa 2069 notöndum, en út úr safninu voru léð 2187 bindi handa 262 mönnum. Um leið og landsbókasafnið var flutt, voru söfn prestaskólans og læknaskólans að mestu lögð til þess, en kennurum skólanna áskilin nokkur réttindi um fram aðra. Safnahúsið var vígt 28. marz 1909, enda var landsbókasafnið ekki nothæft fyrr en um það bil. í því eru tveir lestrarsalir, annar stór ætlaður landsbókasafni, hinn minni handa gestum þjóðskjalasafns. Hillulengd í því rúmi, sem ætlað er landsbókasafni, nemur 3800 álnum, þ. e. nálægt 95000 bindum, ef ætlaður er tæplega þumlungur hvert bindi. í þessu atriði var hin mesta yfirsjón, hve bókageymslurúmið var lítið, og hefir rúmleysið fyrir löngu leitt til vandræða, sem fara má nærri um af bókaeign safnsins nú, nál. 157000 bindum prentaðra bóka, auk handrita (um 9300 bindi). Er þar ekki annað fyrir hendi en að flytja úr húsinu önnur söfn eða taka til þeirra ráða, sem síðar mun vikið að. Húsið sjálft er að vísu frá almennu sjónarmiði mjög ásjálegt bæði hið innra og ytra (að fráskildu klístri því, sem annað veifið er borið á það að utan, en rignir jafnan bráðlega af, svo að það er að jafnaði dröfnótt að utanverðu).* í minjaskyni eru á hliðar þess og * Eftir að þetta var ritað, hefir húsið verið málað vel að után og nú til frambúðar. í safnahúsinu nýja Runóljur Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.