Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 146

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 146
146 CLARENDON PRESS OG KENNETH SISAM upp á fornbókamarkaðinuin, komin í geipiverð, gerði Kenneth Sisam það höfðings- hragð að ákveða að láta Clarendon Press ljósprenta hana, ásamt allmiklum við- auka eftir Sir William Craigie, og selja hana undir kostnaðarverði. Vitanlega má segja, að ekki sé þetta einstætt dæmi, því að ýmislegt gefur Clarendon Press út vitandi vits, að útgáfukostnaðurinn endurheimtist ekki. Jöfnuðurinn verður að koma af ágóðanum á sölu annarra bóka og úr sjóðum stofnunarinnar. En af þeim sökum er ekki síður gott fyrir okkur að njóta þessa, og ekki ætti það að draga úr þakklátsseminni. Orðabókin kom svo út 1957. Fjórum árum eftir útkomu orðabókarinnar (þ. e. 1878) kom hin fagra og stór- merka útgáfa Guðbrands Vigfússonar á Sturlunga sögu í tveim bindum — hin fyrsta er sómdi þessu fræga ritsafni. Og þó að síðar hafi verið um hana bætt, er hún enn í dag liið mesta þing fræðimönnum. En það sem af ber, er þó hið einstæða forspjall (Prolegomena) framan við fyrra bindið, um íslenzkar fornbókmenntir. Um þær hefir líklega aldrei verið jafn-skemmtilega ritað. Ekki svo að skilja, að nú mundi nokkur fræðimaður í þeirri grein fallast á allar kenningar Guðbrands. En þarna má nálega segja að hver síða leiftri af gáfum, lærdómi og snilli, svo að heillandi er að lesa. Þá mun Craigie hafa verið kominn um áttrætt, er Kennelh Sisam fór þess á leit við hann, að hann byggi til prentunar nýja útgáfu af þessu forspjalli, er þá skyldi gefið út sem sjálfstæð bók. Craigie gazt vel að hugmyndinni, en bæði var það, að hann var þá í önnum við hið mikla undirstöðurit sitt um rímurnar (og líklega orða- bókina lika), og svo var hann ekki þannig settur, að hann gæti leyst hlutverkið svo af hendi sem skyldi. Því liann átti heima langt úti í sveit, og þó að bókasafn hans væri mikið, hrökk það vitaskuld ekki til við þann samanburð og þær rannsóknir, sem þarna varð að gera, svo að vel væri. En þá von lét hann í ljósi, að einhver kynni síðar að framkvæma hugmynd Sisams. Og enn ætti það ekki að vera vonlaust. Næst er að telja Icelandic Prose Reader þeirra F. York Powell’s og Guðbrands, er út kom 1879 og er bæði allstór hók og harla merkileg, þó að sumum þætti þar kenna þarflítillar sérvizku af hálfu Guðbrands. Það mun þó sannast sagna, að meinlítil sé hún, og ásamt orðabókinni var með lesbók þessari vun langt skeið lögð meginundirstaðan að þekkingu erlendra lærdómsmanna á íslenzkri tungu. Þessu næst komum við að geysimiklu safnriti frá hendi sömu manna: Corpus Poeticum Boreale (1883), í tveim stórum bindum. Þetta er bæði forn kveðskapur og líka annar yngri, jafnvel svo ungur, að þar er að finna þá höfunda, er uppi voru samtímis Guðbrandi. Verður ekki sagt, að alls kostar vísindalega sé með efnið farið, en ákaflega er þetta samt merkilegt safn og hefir mikinn og margbreytilegan fróð- leik inni að halda. Það er eitt af því, sem fræðimaður á íslenzk efni þarf enn að hafa á hillu sinni. Ekki alls fyrir löngu var það ljósprentað vestan hafs, en ekki með neinum höfðingsbrag, smækkað svo í broti, að lestur þess er torveldaður. Frá hendi þeirra félaganna tveggja skal hér síðast talið mikið ritsafn í tveim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.