Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 40

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 40
JÓN STEFFENSEN Jón læknir Pétursson og lækningabók hans Frá erfingjum Þorbjargar Bergmann (1876-1952) færði Gunnar Guðmundsson prófessor Nesstofusafni 1985 að gjöf handrit af lækningaritum Jón læknis Péturssonar, og varð það tilefni eftirfarandi athugana á nokkrum rita hans. Handritið er í 4to, 19,7X16 snt, með sjálfstæðu blaðsíðutali fyrir hvern hinna þriggja bókarhluta. Aftast er skjólblað og lúið pappa- spjald með „marmórereðum“ spjaldapappír; en fremra spjaldið með skjólblaði og fyrsta blað handritsins vantar, auk tveggja og % blaðs innan úr því. Handritið hefst á bls. 3 svo: „1." Capituli /Um Icktsýki edr Lidaveiki og hennar/Tegundir“,- og er það afrit af riti Jóns Pét- urssonar prentuðu á Hólum 1782, bls. 9-76, að slepptum latneskum tilvitnunargreinum og nteð stafsetningu afritarans. Það er sarna rithönd á öllu handritinu ásamt blaðsíðutölunum og er á Lbs. 1575 og 2424 4to, sem Halldór Arnason, lvfjasveinn í Nesi, skráði 1821. Á spássíum handritsins er nokkuð urn krot með annarra höndum en á handritinu og ennfremur rissmvndir barna; þar af veita tvær upplýsingar um fyrri eigendur. Neðst á bls. 268 stendur: „Páll Guðmundsson á þessa bók með rjettu,“ og aftan á næsta blað, sem er ótölusett, er ritað: ,J. Jónsson á bókina, honum gefin af Páli Guðmundssyni í Nesi. Ár 1882“. Páll Guðmundsson (f. 1820) í Nesi var sonur Guðmundar Páls- sonar (1793-1858) bónda í Mýrarhúsum (1830-58), ogjón Jónsson (1858-1912) bóndi í Melshúsum var systursonur Páls Guðmunds- sonar. Auðsætt er, að Halldór í Nesi hefur ekki ritað þetta handrit fyrir Pál, en trúlega hefur hann gert það fyrir fóður hans eða afa, Pál Loftsson silfursmið (1746-1828), er síðustu ár ævinnar bjó í Melshús- um á Seltjarnarnesi með Guðmundi syni sínum, en Páll var sonur séra Lofts Rafnkelssonar (1703-1752) á Krossi í Landeyjum og því móðurbróðir Halldórs Árnasonar lyfjasveins í Nesi. Unnur Stefánsdóttir batt handritið í pergament 1985.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.