Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Síða 42

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Síða 42
42 JÓN STEFFENSEN norðan 1765, er efalaust, því að þá mun hafa komið undir lausaleiks- barn það, er hann átti með [Djákna-]Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Jón er skráður í Kh. 21. des. 1765 og er við nám í læknisfræði í 4 ár, en lýkur ekki læknaprófi. Árin 1770 og 1771 mun hann hafa verið læknir á eftirlitsherskipi Dana á Miðjarðarhafi og kemur út til íslands aftur sumarið 1772. Hann mun þá ekki hafa átt að nokkru fóstu starfi að hverfa, en haft meðferðis 7.-10. hefti Flora Danica, sem útgáfu- stjórnin hefur beðið hann að koma til réttra aðila, jafnframt því sem hann sendi henni fáséðar plöntur (Árb. Lbs. 1982, bls. 21). Ennfrem- ur mun Jón hafa boðizt til að kenna grasafræði í Skálholtsskóla og Bjarni rektor verið því hlynntur, en Finnur biskup verið því mót- fallinn og þá orðið lítið úr kennslu Jóns veturinn 1772-1773 (Hannes Þorsteinsson, Lærðra ævir). Árið 1773 sótti hann um styrk til að mega kenna tveimur eða fleiri piltum grasafræði og garðyrkju og vinna jafnframt að Flora Islandica gegn því að fá þá 100 rd, er þá gengu til yfirsetukvenna, en landlæknir lagðist gegn því (Hannes Þorsteinsson, Lærðra ævir). Á árunum 1772-1775 varð Jón íjórðungslæknir í Norðlendingafjórðungi. Mun hann hafa verið viðloða í Nesi og lraft ofan af fyrir sér sem aðstoðarmaður landlæknis og lyfsala. Til þess bendir meðal annars grasasafn Jóns Péturssonar, er var í vörzlu Björns Jónssonar lyfsala, er hann lézt (Árb. Lbs. 1982, bls. 19-21). Ævi Jóns Péturssonar verður ekki frekar rakin hér nema að því leyti, er viðkemur lækningabók hans, en hana ber fyrst á góma opinberlega í Icktsyke edur Lidaveike eftir Jón, sem prentuð var á Hólum 1782, en rituð fyrir 23. desember 1774, því að þá hafði Bjarni Pálsson landlæknir lesið handritið og mælir með prentun þess. Aftan við Icktsýkina er prentað „Til Lesaranns. So Almenningur vite, hvors vænta mege af Lækninga Book Hr. Chirurgi Jons Peturs Sonar, hvorrar geted er í Formaalanum, þa hefur hann innsendt epter- fylgiande Registur, yfir þad hellsta sem hun inneheldur“ (bls. 77). Árið 1783 sótti Jón um, að lækningabók hans yrði prentuð, og í umsögn sinni um það (til kansellísins) 26. sept. 1783 segir Hálfdan stiptprófastur Einarsson, að lækningabókin mundi koma að góðu gagni og ætti best við að hún yrði prentuð á Hólum“ (H.Þ., Lærðra ævir). Að þessu er vikið í bréfi Jóns konferensráðs Eiríkssonar til Árna biskups Þórarinssonar, Kaupmannahöfn 2. júní 1786, þar sem segir: „Illa var, að við eigi í fyrra haust fengurn translationina af lækningabók Jóns Péturssonar. Svo heíði það mál nú verið refererað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.