Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 52
52 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Vmis nýsigögn og gögn geymd á segulbandi væru háð þeim búnaði, er þyrfti til þess að mönnum nýttist að þessum gögnum. Hætt væri að framleiða sum þessara tækja og varahlutir fengjust ekki í þau. Þjálfun sérmenntaðs viðgerðarfólks væri hvarvetna vandamál, ekki sízt þar sem gera skyldi stórátak á skömmum tíma. Hann nefndi, að Deutsche Biicherei í Leipzig hefði komið upp sérstakri þjálfunarstöð, og innan austurríska þjóðbókasafnsins er stofnun, er þjálfar forverði og hefur gert lengi. Ekki er nema um áratugur síðan tekið var alvar- lega á þessum málum í Bandaríkjunum. Afsýring pappírs er ein mikilvirkasta leiðin til að bjarga verulegu magni bóka, og er sú aðferð komin á nokkurn rekspöl í Kanada, Austurríki, Frakklandi og Bandaríkjunum. í Kanada er ætlunin að afsýra um 40 þús. bindi árlega fyrir hálfan fjórða eða hálfan fimmta kanadískan dal hvert. Library of Congress stefnir að afsýringu 500 þús. binda árlega, kostnaður 4 V2 dalur á bindi, þar af 3 V2 fyrir sjálfa afsýringuna. Takist að afsýra árlega eina milljón binda, lækkar kostnaðurinn í 2 dali á bindi. Þá var vitaskuld vikið að filmun gagna, töku þeirra á bönd og loks diska, sem væru langmikilvirkastir, rúmuðu 10-15 þús. myndir öðrum megin. Sú leið væri þó enn á tilraunastigi, og ekki fullséð, hve mikið hún muni kosta. Library of Congress hefur um langt árabil gengizt fyrir filmun ýmissa gagna í Asíu. En sú miðstöð er starfrækt í bandaríska sendiráðinu í Nýju Delhi, og eru þar filmuð um þessar mundir 143 dagblöð (newspapers), 145 tímarit og 53 stjórnartíðindi (gazettes) frá 21 landi. Negativt eintak er sent til Washington, og þegar það hefur verið kannað og staðfest, er frumritum oftast fleygt. Nefnt var, að the Research Libraries Group í Bandaríkjunum ynni nú skipulega að fdmun bandarískra rita 1870-1920 og kínversks efnis frá tímabilinu 1880-1949. Rætt var um höfundarétt, 100 þjóða samkomulag um hann. Meginregla æviskeið + 50 ár. Sama verk getur verið frjálst í einu landi og óheimilt í öðru. Höfundarétturinn er flókið mál, og verður að meta einstök atriði eftir þeirri tækni, sem beitt er við gerð eintaka, og þeim notum, sem þau eru ætluð til. Þá er hvers konar háski, sem gögnum safnanna kann að vera búinn af eldi og vatni, og eru vatnsskaðar ílestir og mestir.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.