Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 58
GRÍMUR M. HELGASON Jón Jónsson í Simbakoti og handrit hans Hann var einn af þessum þegjandi fjólda, sem haldinn var óslókkvandi þrá eftir bókum. Jón hét hann og var Jónsson, fæddur í Óseyrarnesi við Ölfusárósa 1. september 1834, sonur hjónanna Ólafar Þorkelsdóttur frá Simbakoti á Eyrarbakka og Jóns Jónssonar bónda og formanns í Óseyrarnesi. Jón yngri ólst upp við þau störf, sem í þá daga voru algengust til sjós og lands, og með það vegarnesti hélt hann að heiman á tuttugasta aldursári og settist að á Eyrarbakka og átti þar heimili upp frá því, lengst af í Simbakoti, Jón Jónsson húsmaður í Simbakoti. Hann dó í Einarshöfn 14. júlí 1912, þurfamaður samkvæmt því sem segir í kirkjubók, 78 ára að aldri, ókvæntur og barnlaus. Um skeið var Jón bóndi í Simbakoti, og formaður var hann allmörg ár í Þorláks- höfn og gerði út skip, sem hét Farsæll. Foreldrar Jóns voru vel efnum búnir, og í arf eftir þau fékk hann hlut í Óseyrarnesi, sem hann lét síðar í makaskiptum fyrir Eystri- Þurá í Ölfusi, en um það er lauk var farið að sneyðast um fémuni hans. Bjarni Guðmundsson ættfræðingur kemst á þá leið að orði um Jón í Simbakoti, að hann hafi veri fræðimaður svo mikill, að enginn hafi jafningi hans fundist á Eyrarbakka, hann hafi safnað ógrynni miklu af bókum og handritum, verið maður vel að sér, hagur, stilltur og lítill vexti.1 Við þetta bætir Guðni Jónsson prófessor, aðjón hafi tíðum haldið skrifara til þess að rita eftir handritum, sem hann hafi fengið léð í því skyni; bókasafn hans hafi tvístrast að honum látnum, en sumum bókanna hafi hann tapað áður í lánum.2 Blaðið Suðurland gat látsjóns í lítilli frétt hinn 3. ágúst 1912: „Dáinn fyrir skömmu Jón Jónsson í Einarshöfn, háaldraður bóka- og fróðleiksmaður og mörg- um að góðu kunnur.“ Að öðru leyti eru prentaðar heimildir fáorðar um Jón, en þó sammæltar því, sem núlifandi menn kunna gleggst af

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.