Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 61

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Qupperneq 61
JÓN JÓNSSON í SIMBAKOTI 61 eitt og allt að sjötíu og einu ári á leiðinni. Aðeins eitt þessara 20 handrita er í fjögurra blaða broti, hin í átta blaða broti. Ekki er unnt að segja um það með neinni vissu, hve mörg handrit Jón hefur látið skrifa, en vel má gera sér í hugarlund, að þau hafi numið nokkrum tugum, verið um það bil þriðjungur af bókunum 177, sem upp voru boðnar; að minnsta kosti hafa þau verið nokkru fleiri en þau, sem þegar eru komin í handritasafn Landsbókasafns. Og ekki getur höfundur þessarar greinar neitað sér um að beina þeirri frómu ósk til lesenda, að þeir geri honum viðvart, ef þeir kynnu að vita af handskrifuðu kveri úr safni Jóns í Simbakoti, hvort sem eiganda þess kynni að vera það laust í hendi eða ekki. Ef til vill er fullmikið sagt, að Jón í Simbakoti hafi haldið skrifara eins og höfðingjar fyrri tíðar. Pyngjan hans hefur með vissu verið of létt til þess. En hann var sífellt „á höttunum eftir góðum skrifurum“, eins og Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Eyrarbakka komst að orði, er hann var inntur eftir Jóni. Kverin, sem hann fékk skrifuð, létu ekki mikið yfir sér; þau voru skýr og skrautlaus. Skrifarar hans voru sumir hverjir skammt undan, eins og t.d. Eiríkur Pálsson í Simbakoti, sem fyrr bjó á Hæringsstöðum í Stokkseyrarhreppi og hefur skrifað tvö kver og á hlut í fjórum;13 Ólafur Sigurðsson í Naustakoti, sem einnig hefur skrifað tvö kver og á hlut í tveimur;14 Porsteinn Halldórsson á Litlu-Háeyri, sem er þeirra drýgstur, hefur skrifað 5 kver og á hlut í þremur;15 og hagyrðingurinn þjóðkunni, Magnús Teitsson formaður í Garðbæ og á Brún á Stokkseyri, sem hefur skrifað eitt og á hlut í tveimur.16 Stöku skrifari var enn lengra að kominn, eins og Gunnar Jónsson í Langholti í Meðallandi, sem á hlut í þremur kverum,17 og Páll Guðmundsson frá Strönd í sömu sveit, sem á hlut í tveimur.18 Ólafur Bjarnason á Steinum í Leiru skrifaði eitt,19 og Eyjólfur Sigurðsson á Kaðlastöðum á Stokkseyri,20 Guðmundur Jónsson frá Sölvholti í Hraungerðishreppi,21 Hjörleifur Steindórsson söðlasmiður á Eyrarbakka22 og Sigurður Gíslason smiður í Eyvakoti á Eyrar- bakka23 eiga hlut að sínu handritinu hver. Allt frá veturnóttum fram að sumarsólstöðum hafa þessir menn gripið í að koma rímu eða sögu á blað. Sú iðja hefur verið furðu tíð, þó að þeim yrði ekki öllum jafnmikið úr verki. Allir hafa þeir vikist vel undir kvabb Jóns í Simbakoti, þegar tóm gafst frá bát eða búi, orðið við beiðni hans með ljúfu geði, kunnað að meta löngun hans í sögur og ljóð og notið þeirra með honum, borið jafnvel fyrir honum dálitla virðingu fyrir, hve sagnafróður hann var. Og Þorsteinn á Litlu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.