Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 66

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 66
66 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Bárum, Ullr, of alla, ímunlauks, á hauka fjöllum Fýrisvalla fræ Hákonar ævi. Sem sé: Við bárum, Ullr ímunlauks (herskái maður), of alla ævi Hákonar Fýrisvalla fræ, þ.e. gull, á hauka fjöllum: höndum, örmum (haukurinn, veiðifuglinn, situr á armi manns). En seinni hluti vísunnar er á þessa leið: Nú hefr folkstríðir Fróða fáglýjaðra þýja meldr í móður holdi mellu dolgs af folginn. Þ.e. folkstríðir (Haraldur konungur, sem er erfiður fólki sínu) hefur fólgið meldr (o'.mjöl) fáglýjaðra þýja Fróða: hinna lítt glöðu ambátta Fróða, sem sé gull, í holdi móður mellu dolgs. Mella er gýgur, skessa, dolgr (óvinur) hennar er Þór (er barði á tröllum) og móðir hans Jörð. Skáldið segir því: Aður launaði (Hákon) konungur skáldunum gulli, en nú grefur (Haraldur) konungur það í jörðu. Seinna erindið hljóðar á þessa leið: Fullu skein á fjöllum fallsól bráa vallar Ullar kjóls of allan aldr Hákonar sköldum. Nú es alfröðull elfar jötna dolgs of folginn, ráð eru ramrar þjóðar rík, í móður líki. Fallsól bráa vallar Fullu: sól sú, er skín af enni (gyðjunnar) Fullu: höfuðband Fullu (er var úr gulli): gull, en það skein á Ullar kjóls (skjaldar) fjöllum: þ.e. á örmum skálda of allan aldr Hákonar. Nú es alfröðull elfar (gull) offolginn í líki (líkama) móður jötna dolgs, þ.e. í líkama Jarðar, móður Þórs: í jörðu; ráð ramrar þjóðar eru rík.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.