Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 81

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Side 81
LANDSBÓKASAFNIÐ 1986 81 heíur nokkur undanfarin ár varið fáeinum þúsundum króna til bókakaupa handa safninu. Rætt var í september við forráðamenn Bibliothéque Sainte Genevi- éve og hinnar norrænu bókadeildar þess um leiðir til eílingar íslenzka bókakostinum og hugsanleg bókaskipti milli safnanna. HÚSNÆÐISMÁL í bréfi, er ég ritaði Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra 27. febrúar 1986, fór ég þess á leit, að Landsbókasafn íslands fengi „til bráðabirgða umráð yflr því húsnæði, er losnar við brottför Þjóðskjalasafns Islands, og ráðstafanir til að nýta Safnahúsið á annan veg verði ekki gerðar, fyrr en bæði söfnin hafa horfið þaðan á braut. Menntamálaráðherra varð við þessum tilmælum, en síðan verður að koma í ljós, hvenær svo hefur verið búið í haginn fyrir Þjóðskjala- safn í gömlu Mjólkurstöðinni, að unnt verði að flytja gögn svo að um muni úr Safnahúsinu þangað inn eftir. Landsbókasafn er nú með bókageymslur utan safns á fjórum stöðum og bindur því miklar vonir við, að úr rakni fyrir Þjóðskjala- safni sem fyrst. ÞJÓÐARBÓKHLAÐA í fjárlögum fyrir árið 1986 brá svo við, að þar var ekki gert ráð fyrir neinu fé til framkvæmda við Þjóðarbókhlöðu, en hins vegar var á Alþingi samþykkt frumvarp fyrir atbeina Sverris Hermannssonar mennta- málaráðherra um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu, sem fólgið er í því, að eignarskattsauka áranna 1987-89 skuli varið til að ljúka smíði bókhlöðunnar. Lfnnið var þó á árinu innanhúss fyrir fé, sem eftir stóð frá fyrra ári, og nokkurt forskot á eignarskattsaukann, eins og greint var frá í síðustu Árbók. Landsbókasafni íslands, 1. desember 1987, Finnbogi Guðmundsson.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.