Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 103

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 103
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 103 Pað sem þú segir um íslenzku skáldin okkar og rithöfundana, finnst mér, eftir mínu viti, vera sem næst sannleikur. Þó finnst mér ég sjá á því eina misfellu, og hana eigi alllitla. Þú hefur nefnilega gengið þegjandi fram hjá sjálfum þér! Mér finnst þú „allra íslenzkra skálda íslenzkastur“ og hafa algerlega „vaxið upp úr heima-moldinni“. Hættirnir eru ef til vill ekki rammíslenzkir sumir hverjir, en hugsunin, kjarninn, orðfærið er alíslenzkt. Mér finnst kvæði þín laus við allt „hrófatildur og pírumpár“, sem kæfir hugsunina — ef hún er nokkur — í kveðskap svo margra annarra. Stór og sterk tilþrif, heilbrigð og skýr hugsun, svipmikið og fagurt form, finnst mér vera sum af einkennum kvæða þinna. - En þú fyrirgefur. Umræður um þetta efni eiga ef til vill ekki heima í bréfi til þín sjálfs. Ég drap á þetta efni, til þess þú sæir að ég væri ekki gerður úr mosaþembu, að minnsta kosti þegar um slíkan fyrirtaks- skáldskap er að ræða og þinn er. Samanburður þinn á íslenzkum skáldum (þeim sem íslenzk æð er í) og erlendum, sem svipar til þeirra að einhverju leyti, finnst mér glöggur og réttur, eftir því viti sem ég hef á þeim efnum. Sú rammíslenzka hugarstefna, sem þú hefur svo meistaralega dregið mynd af í kvæðinu „Sigurður Trölli“, á sér líka griðland í ritverk- um sumra erlendra skálda, sem ég hef haft kynni af. En „Sigurður Trölli“ er samt alveg sérstakur, hefur sérkenni, sem aldrei mást af. En leitan mun á öðru eins orðfæri í ritum erlendra höfunda og þú hefur lagt í munn „Trölla“, þegar hann á tal við prestinn. Þó andsvör „Trölla“ séu stutt og lambhúshettuleg, þá fela þau í sér svo mikinn heimspekiskjarna, að skýrir menn og lærðir þyrftu langt mál til þess að koma með jafnmikið efni. Þetta er einkennilega íslenzkt. Þó það verði engan veginn sagt um öll íslenzk skáld, sem nokkuð kveður að, að þau séu rammíslenzk, þá snerta flest þeirra einhvern streng í brjóstum þeirra, sem eru nokkuð íslenzk-sinnaðir. Sum hafa meira eða minna orðið fyrir útlendum áhrifum, en verið íslenzk þó innan um og saman við. Þannig er Jónas skáld íslenzkrar „sveitablíðu“ og sumarsælu, þar sem Breiðfjörð og Páll Ólafsson tileinka sér galsann og kætina íslenzku. Bólu-Hjálmar er auðvitað íslenkari en þessir; en það ber meira hjá honum á því, sem er hrikalegt og stórskorið í náttúru Islands, ofsa lofts og sjávar, vetrarhörku og harðindum. Við að lesa kvæði hans er eins og nýr sjónhringur opnist manni, þar sem hájöklar bera við himin sveipaðir ferlegum skýbólstrum, sem boða aftakaveður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.