Vísbending


Vísbending - 28.02.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.02.1998, Blaðsíða 1
ISBENDING 28. febrúar 1998 8. tölublað V i k li r i t u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 16. árgangur Einkaframkvæmd og -fjármögnun ýðing á enska hugtakinu „Private Financing" hefur aðeins vafist fyrir mönnum enda ekki svo langt síðan það var fyrst kynnt til sögunnar. Þá var það kallað „einkafjármögnun" en Fjár- málaráðherra kaus að nefna það „einka- framkvæmd“ á ráðstefnu sem haldin var þann 18. febrúar sl. Til að sætta bæði sjónarmið stingum við nú upp á „einka- framkvæmd og -fjármögnun" (eff) en það er mun nær því hugtaki sem það á að lýsa. Úrþessumþýðingarvandræðum má þó ef lil vill lesa mismunandi viðhorf til viðfangsefnisins. í Bretlandi er megin- áherslan á fjármögnunina, framkvæmdir þar eru margar og stórar. Hér á landi eru stórar framkvæmdir tiltölulega sjaldgæf- ar og því hefur hver einstök framkvæmd oft merkjanleg áhrif á efnahagskerfið. Grunnhugmyndin Hugmyndin er þessi: Ríkið velur ein- hverja þjónustu sem það hefur sinnt til þessa og leitar tilboða hjá einkaaðilum um uppbyggingu, rekstur og alla fjár- mögnun. Fjórar grunnástæður liggja að baki þessu: Búin eru til ný störf á einka- markaði, skattgreiðendur fá meira fyrir peningana sína, þjónustan verður betri og áhætta færist til einkaaðila. Það sem olli því að þessi leið var valin í Bretlandi upp úr 1992varm.a.fýrirsjáanlegurfjárlaga- halli vegna nauðsynlegra nýframkvæmda. Einnig erþað vel þekkt í Bretlandi, sem og flestum öðrum ríkjum, að viðhorf til og umgengni um opinber mannvirki er með öðrum hætti en hjá einkaaðilum. T.d. er viðhaldi fasteigna í opinberri eigu víða ábótavant og þarf ekki að leita lengi til að sjá dæmi um það. Einkavæðing Hér á landi hefur einkavæðing átt vaxandi fylgi að fagna þótt skrefin sem stigin hafa verið til þessa hafi verið fá og fremur smá. Þótt seld hafi verið prentsmiðja, lyfjaverslun og fleiri fyrir- tæki hefur hið opinbera enn töglin og hagldirnar í rekstri viðskiptastofnana hér á landi og þátttaka ríkisins í rekstri á fleiri sviðum atvinnulífsins skekkir enn um of rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja. Langur samningstími að er eðli flestra opinberra fram- kvæmda að endurgreiðslutími fjár- festingarinnar getur verið mjög langur. Vegna bókhaldsreglna skiptir endur- Mynd I. Áhœttumynstur í verk- framkvœmdum greiðslutíminn ríkið litlu máli og því er stundum ráðist í framkvæmdir sem í raun eru óarðbærar í fjárhagslegum skilningi. Forgangsröðun verkefna hjá hinu opin- bera er oft í litlu samræmi við þörf eða fyrirsjáanlega notkun þjónustunnar sem um ræðir. Dæmi um þetta eru vegafram- kvæmdir, annars vegar úti á landsbyggð- inni þar sem fyrirsjáanlegur endur- greiðslutími er stundum ntældur í öldum og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann er oft aðeins nokkur ár. Vegna mikillar fjárfestingar er ekki óalgengt að samningur um eff sé til 20 eða 30 ára. Ymis áhætta fylgir samningi til svo langs tfma. Aðstæður geta breytst, t.d. getur notkun á mannvirki/þjónustu aukist eða minnkað verulega frá því sem gert var ráð fyrir við upphaflega kostnaðargrein- ingu. Ófyriséðir atburðir geta breytt að- stæðum. Nauðsynlegt er því að gera ráð fyrir slíkri áhættu og meta hana til fjár. Áhætta Mat á áhættu er flókið ferli og nauð synlegt er að taka tillit til þátta sem eru þekktir, auk þess sem gera verður ráð fyrir uppákomum sem geta haft áhrif á hana. Miklarframfarirhafaorðið áþessu sviði og hafa verið þróaðar aðferðir til að segja fyrir um áhættu á mismunandi tíma framkvæmdar og rekstrar. Dæmi um þetta má sjá á mynd 1 sem fengin er frá Þór Sigfússyni, aðstoðarmanni fjármálaráð- herra. Samkvæmt henni vex áhættan mest þegar framkvæmd er hafin en eftir að rekstur er hafinn fer hún smáminnkandi í upphafi og minnkar síðan nokkuð hratt þegarreksturinn erkominn áfullan skrið. Þar sem aðstandendur eru oftast nokkrir þá er áhættunni einnig dreift. Aðstandendur Yfirleitt eru nokkrir aðilar sem taka að sér uppbyggingu og rekstur mannvirkja. Bæði er það vegna mismun- andi sérhæfingar og einnig til að dreifa áhættunni. Fjármögnunaraðilar eru yfir- leitt á öðrum vængnum. Þeir leggja til fjármuni og hafa mestan áhuga á tekju- straumum. A hinum vængnum eru fram- kvæmdar- og rekstraraðilar. Þessir aðilar eru aðallega að hugsa um að hafa næg verkefni til að tryggjafyrirtækinu tekjur. Y firleitt er gerð krafa um að þessir aðilar stofni sérstakt fyrirtæki um verkefnið. Það er gert bæði til að tryggja að einn aðili sé ábyrgur og einnig til að einangra aðra aðstandendur með einhverjum hætti frá verkefninu. Ef slíkt fyrirtæki færi á hausinn þá þyrfti eigandinn ekki að bíða tjón af því nema vegna tapaðra tekna og hlutafjár. Ekki yrði gengið að móðurfyrir- tæki nema það hafi tekið á sig ábyrgðir vegna dótturfyrirtækisins. Jafnan eru gerðar miklar kröfur um fjárhagslegan styrk slíks fyrirtækis enda tekur það oft mikla áhættu. Ekki góðgerðarstarfsemi Nauðsynlegt er að átta sig á því að eff er ekki góðgerðarstarfsemi. Eink- aðilar tækju ekki þátt í stórum verkefnum án þess að gera ráð fyrir að ná tiltekinni arðsemi af fjárfestingu og rekstri. Þótt það kunni að hljóma einkennilega þá Framhald á síðu 2 ^ Innflutingingurhefurvax- ^ Aukin samkeppni í banka- ^ Tölvurverðaæmikilvægari i Örþrifalánveitendum er I ið á síðustu fjögur árum. 1 viðskiptum beinir sjónum 2 í daglegu lífi innan fyrir- /| ætlað að bjarga bönkum í I Árinfjögurþaráundanvar aðaðferðumbankavíðaum tækja. Hvernig á að halda greiðsluvandræðum. Á hins vegar samdráttur._________heim til að halda velli.______haus í þeirri þróun.___________þessu gæti orðið breyting 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.