Vísbending


Vísbending - 28.02.1998, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.02.1998, Blaðsíða 4
V ÍSBENDING Olíkar hugmyndir að hefur vakið mikla athygli um allan heim á síðustu vikum að þrír stórir samrunar fy rirtækj a hafa orð- ið að engu. Sömu ástæður voru gefnar fyrir upphaflegum hugmy ndum um sam- runa, hagræðing og skarpari fókus. Sömu ástæður virðast einnig vera að baki því að ekkert varð úr fyrirhuguðum samrun- um, ólíkirheimarmættust og valdabarátta varð samrunanum að falli. Símafélögin FyrirhugaðursamruniTelenorogTelia símafyrirtækjanna í Noregi og Sví- þjóð var tekinn af dagskrá eftir að sam- gönguráðuneytið tilkynnti að norska rík- ið gæti ekki sætt sig við kröfur Telia um eignaraðild hins nýja fyrirtækis auk þess sem talið var að deilur myndu rísa um skipan í stjómunarstöður. Svo virðistsem forsvarsmenn Telia hafi vitað af þessu viðhorfi Norðmanna í u.þ.b. mánuð áður en formleg ákvörðun var birt þeim. Lyfjafyrirtækin Stærsti samruni sögunnar varfyrirhug- aður milli lyfjafyrirtækjanna Smith- KlineBeechamogGlaxoíBretlandi.Mat á sameinuðu fyrirtæki var um 100 millj- arðar breskra punda. Tilkynnt var um samrunan fyrir mánuði og voru ekki sparaðar yfirlýsingarnar um hagkvæmni og sparnað sem næðist með sameining- unni. Ástæðan fyrir vinslitunum virðist vera sú að forsvarsmenn fyrirtækjanna gátu ekki komið sér saman um skipun í stjórnunarstöður. Fyrirfram hafði því verið spáð að erfitt yrði að ná fram þeirri hagræðingu sem fyrirhuguð var vegna mismunandi brags á rekstri fyrirtækj- anna. Endurskoðunarfyrirtækin riðji samruninn sem rann út í sandinn var samruni KPMG og Ernst & Young. Ekki eru liðnir margir mánuðir frá því að tilkynnt var um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna Coopers & Ly- brant og Price Waterhouse. Sá samruni var í skoðun hjá samkeppnisyfirvöldum beggja vegna Atlantsála og vegna áætl- ana um samruna KPMG og Ernst & Young var búist við að erfitt yrði að fá samþykki þeirra fyrir samrunanum. Ástæðan sem gefin er upp fyrir því að hætt var við samrunann var munur á rekstri og starfsháttum fyrirtækjanna. Áætlað markaðsvirði eftir samruna var áætlað 15,7 milljarðarBandaríkjadalaog átti hann að ná til starfsemi um allan heim. Meðal annars voru hafnar viðræður hér á landi á milli KPMG Endurskoðunar hf. og Ernst & Young Endurskoðunar og ráðgjafar hf. Staldrað við egar jafnmikilvæg aðgerð og samruni er í bígerð þarf að ganga vel frá öllum hnútum.Meðalþesserauðvitaðaðtryggja með einhverjum hætti að ekki komi upp sú staða sem virðist vera ástæða fyrir því að hætt var við samrunana í þeim þremur tilvikum sem rakin voru. Fyrir Smith- Kline-Beecham er t.d. illa komið því að þetta er í annað skipti sem fyrirhugaður samruni þeirra fellur um sjálfan sig. Þeir hafa því tapað tiltrú á markaði og verð á hlutabréfum í fyrirtækinu hefur fallið. Sennilegt er að önnur fyrirtæki muni læra af þessu og undirbúa betur samruna áður en hann er tilkynntur opinberlega. Tiltekt s Ihagfræðilegum skilningi má líkja sam- runa fyrirtækja við tiltekt. Fyrirtækin eru hvort í sínu lagi að eyða of stórum hluta af framleiðsluþáttum í óþarfa. Þau skynja þetta í því að samkeppnisstaða þeirra er ekki jafngóð og annarra fyrir- tækja í sömu grein. Til að bregðast við þessu þurfa þau annað hvort að hagræða í rekstri eða horfast í augu við það að verða undir í samkeppninni. Ef fyrirtæki er í þeirri aðstöðu að búið er að hagræða eins og hægt er og það dugar ekki til, þá er ástæða til að leita annarra leiða. Samruni er þar ofarlega á blaði því að með honum nást oft umtalsverðir möguleikar á hag- ræðingu auk þess sem stundum getur sam- keppnisstaða stórbatnað vegna mismun- andi vöruúrvals eða annarra þátta svo sem þéttari dreifingu eða virkari sölustarfsemi. Hagfræðilega er tiltektin fólgin í því að draga úr eyðslu framleiðsluþátta í báðum fyrirtækjum með því að sameina starf- semina og losna við að margvinna sams- konar störf. ( Vísbendingin ) í ; " a réttavefurMorgunblaðsinsá Intemet- inu hefur vakið verðskuldaða athygli. Vefurinn er vel hannaður og fréttirnar koma fram nánast um leið og þær verða til. Fréttirnareru ekki mjög langaren þess greinilega gætt að allt sem máli skiptir komi frant. Fullyrða má að fréttavefurinn komist nærri því að vera jafnmikil framför og þegar textavarpið hóf að birta saman- tekt úrfréttum. Fyrirþá sent eru að versla á verðbréfamarkaði er korninn ódýr og þægilegur miðill sem hægt er að treysta. ^SIóðin er: http://www.mbl.is_ . Aðrir sálmar _______________________________ Smáskammta- lækningar Félagsmálaráðherra kynnti á dögun urn fyrirhugaðar nýjungar í húsnæð- islánum. Þær felast í aðallega í því að sameina Byggingarsjóð ríkisins og Byggingarsjóð verkamanna í einn íbúð- arlánasjóð og leggja niður Húsnæðis- stofnun í því formi sem hún er í dag. Auk þess er mælt fyrir breytingum á félagslegakerfinu. Enn er hjakkað í sama farinu. Á pappírunum kann að virðast sem mikilli hagræðingu sé náð fram með því að leggja niður þrjár stofnanir og fá eina í staðinn. En það vita flestir að rekst- ur by ggingarsjóðanna hefur verið í hönd- um Húsnæðisstofnunar þannig að ein- ungis er verið að skipta urn nafn á fram- hlið hússins þar sem skrifstofurnar eru. Hefði ekki verið vænlegra að leita ann- arra leiða. Bankakerfið hér á landi er alveg hæft til að sjá um þessa starfsemi. Ef hið opinbera finnur hjá sér mikla þörf fyrir að niðurgreiða vexti á húsnæðis- lánum (sem er ekkert augljóst að ætti að vera) þá eru ýmsar leiðir til að fram- kvæma slfkt. Nota má vaxtabætur eða hreinlega gera vaxtamun upp við lána- stofnanir jafnóðum og þær lánuðu fjár- munina út. Lánastofnanir taka nú þegar að sér greiðslumat þannig að sá þáttur er ekkertnýttfyrirþeim. Hægt væri aðselja þann stofn húsnæðislána sem til erí land- inu til fjármálastofnana og láta síðan lánastofnanir keppa innbyrðis urn kjör á nýjurn lánum. Eðlilegast væri auðvitað að markaðsvextir væru látnir ráða án ábyrgðar ríkisins, því að veðtryggingar fyrir lánunum ættu að vera nægar ef rétt er haldið á spilunum. Lánasjóður íslenskra námsmanna Ef á annað borð er verið að taka á húsnæðiskerfinu þá mætti allt eins taka Lánasjóð íslenskra námsmanna sömu tökum. Bankarnir eru fullfærir um að annast lánveitingar til námsmanna. Það er engin þörf á sérstakri stofnun til að sinna því. Sama hátt má hafa á með niðurgreiðslu vaxta að rflcið geri upp við lánastofnanirnar jafnóðum. Kostnaður- ^ inn verður ekki meiri en hann er í dag.^ /Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og^ ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án Jeyfis útgefandæ_______________^ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.