Vísbending


Vísbending - 28.02.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.02.1998, Blaðsíða 3
ISBENDING Ekki afleiðum að kenna Afleiður eru lítt þekktar hér á landi. Það er helst að menn þekki þær af afspurn vegna nokkurra stórra fjártaps á síðustu árum. Má nefna: Procter & Gamble, Orangesýslu, Metallgesell- schaft (MG) og Baringsbanka. í þessunt málum voru fjárhæðir gríðarlega háar, allt að 1,7 milljörðum Bandaríkjadala. Það kann því að vekja nokkra furðu að þrátt fyrirþessi stóru áföll þá virðist mark- aður með afleiður ekkert hafa minnkað í kjölfarið og trú manna erlendis á þessi viðskipti virðist veraengu minni. Nóbels- verðlaunahagfræðingurinn Merton H. Miller skýrir þetta og fleira í bókinni „Merton Miller on Derivatives“. Mistök og misskilningur Miller rekur í bókinni að í öllum til- vikum hafi ýmis atriði ótengd sjálf- um afleiðunum valdið tjóninu og að í nokkrum þeirra hafi alls ekki þurft að koma til tap ef menn hefðu vitað hvað þeir voru að gera. Eins og í öllum við- skiptum hafi tap eins verið annars gróði. Þjóðfélagið tapaði ekki og engin verð- mæti hurfu úr efnahagskerfinu. Procter & Gamble Samkvæmt fréttum tapaði Procter & Gamble (P&G) 150 milljónum Bandaríkjadala á vaxtaskiptasamningi við Bankers Trust (BT). Málið var þó ekki svona einfalt. P&G gerði samning við BT um að P&G seldi BT kauprétt tengdan verði á langtímaskuldabréfum. Þegar verðfall varð síðan á skuldabréfa- markaði í mars 1994 varð kauprétturinn 150 milljóna Bandaríkjadala virði og P&G varð að greiða þá upphæð. Nú mætti ætla að þetta væri eðlilegur gangur í við- skiptum. Fjármálastjóri P&G stóð íþeirri trú að verð á langtímaskuldabréfum myndi hækka og ætlaði að græða á því. Þegar aðstæður á markaði breyttust var hann berskjaldaðurog allt dæmið hrundi. Mikil málaferli urðu út af þessu og féllst BT á að endurgreiða P&G einh verjar fjár- hæðir íbætur. Við réttarhöldin kom í ljós að fjármálastjórinn skildi ekki öll þau hugtök sem voru notuð í samningnum og anaði því út í óvissuna. Hefði verð á skuldabréfum hækkað hefði fjármála- stjórinn vafalaust verið álitinn snillingur en BT hefði tapað verulegum fjárhæðum. Orangesýsla Fjármálastjóri Orangesýslu veðjaði á að vextir yrðu annað hvort nokkuð stöðugir eða myndu lækka. Frá árinu 1991 til byrj- unar árs 1994 gerðist nákvæmlega þetta. Sýslan hagnaðist ágætlega eða um rúm- lega 750 milljónir Bandaríkjadala. En þegar skammtímavextir hækkuðu um mitt ár 1994 snérist dæmið við og sýslan tapaði 1,7 milljörðum Bandaríkjadala. 1 lok ársins óskaði sýslan eftir gjaldþrota- nteðferð. Þarna varþó ekki allt sem sýnd- ist. Þegar meðferð í gjaldþrotarétti hófst kom í ljós að heildareignir námu um 6 milljörðum dalaog svo virtist sem beiðnin um gjaldþrotameðferð hafi verið sett fram til að vera í betri stöðu í væntanlegum málaferlum við verðbréfafyrirtækin sem seldu þeim afleiðurnar. Enda var gjald- þrotabeiðni hafnað og sýslunni heimilað að gefa út skuldabréf til að gera upp við lánardrottna auk þess sem fyrirskipaður var niðurskurður á útgjöldum sýslunnar. Ástæðan fyrir þessum óförum var bæði skortur á þekkingu hjá fjármálastjórum sýslunnar og einnig trú á að markaðsað- stæður myndu ekki breytast. Ef stjórnun áhættunnar hefði verið betri hefði mátt eyða áhættunni af breytt- um að- stæðum á markaði en sú er yfirleitt réttlætingin fyrir notkun afleiða. Metallgesellschaft Dæmið um MG er mun flóknara en þau sem áður eru nefnd til sögunnar. Þar kemur til sögunnar eignarhald Deut- sche Bank en viðskiptavinir MG álitu (réttilega el'tir á að hyggja) að þeir væru að skipta við MG en bankinn væri ábyrgur fyrir tapi sem kynni að verða. Dóttur- fyrirtæki MG íBandaríkjunum hafði gert samningumolíusöluáföstu verði til langs tíma. Vegna þessa var ákveðið að kaupa tryggingu, þ.e. gefa út framvirkan samn- ing til að vinna gegn verðbreytingum á olíu. Þegar verð á olíu féll á árinu 1993 neyddist fy rirtækið til að greiða verulegar fjárhæðir til að halda framvirka samn- ingnum við. Á endanum snérist málið um greiðslullæði, því að greiðslurnar af fastverðssamningum kontu reglulega en ekki í sama takti og greiðslurnar af fram- virka samningnum. Á endanum höfðu 1.3 milljarðar Bandríkjadala verið greiddir til að halda við framvirka samningnum. Við þessi miklu fjárútlát kom mikið fát á stjórnendur og þeir seldu helminginn af framvirku samningunum. Þegar síðan markaðurinn snérist við nokkrum vikum seinna voru þeir berskjaldaðir fyrir tapi af fastverðssamningunum. Til að bregð- ast við því sögðu þeir upp helmingi þeirra og hentu þar með miklum fjármununt út í veður og vind. Þótt upphaflega hafi ekki verið staðið alveg rétt að tryggingunni með afleiðum þá hefði nokkurra vikna bið skilað þeim til baka tapinu. 1 raun er talið að MG hafi aðeins tapað 170 millj- ónurn Bandaríkjadala á þessum viðskipt- urn öllum. Baringsbanki Nick Leeson öðlaðist heimsfrægð þegar upp komst um óleyfileg við- skipti hans í kauphöllinni í Singapúr. Með sviksamlegum hætti tókst honum að knésetja einn elsta og virðulegasta banka Englands auk þess sem hann þarf að sitja nokkru ár í fangelsi. í tilfelli Leesons er ekki hægt að kenna afleiðum um. Þær voru tækið en raunverulegi feillinn var sá að hann fékk að gera upp viðskipti auk þess sem hann stundaði þau. Þannig gat hann búið til sýndarreikninga þar sem tapið var falið. Aðal- mistökin voru stjómun og eftir- lit innan bankans. Enda var öllum æðstu starfsmönnum bankans sagt upp störfum þegar ING bankinn í Hollandi tók við rekstri Baringsbankans. 1 tilfelli Baringsátti samaviðogítilfelli MG, hefði verið beðið í nokkrar vikur þá hefði ekkert tap orðið. Til hvers afleiður? Afleiður eru tæki til að tryggja fyrir óvæntum atburðum á ýmsum mörk- uðum. Yfirleitt eru tvær tegundir fjárfesta sem nota slik tæki. Þeir sem eru að leita eftir tryggingu og spákaupmenn. Við rannsóknir hefur komið í ljós að aðeins um fjórðungur eru spákaupmenn. Hinir eru aðilar sem hafa mismunandi þarfir og geta gert með sér samning með gagn- kvæmum ábata. Ennfremur eru sterkar vísbendingar um að spákaupmenn hagn- ist yfirleitt ekki verulega á sínum gjörð- um. Slíktgerist í undantekningartilvikum en þá geta þeir náð gríðarlegum hagnaði. Út frá hagfræðilegu sjónarhorni er senni- legt að spákaupmenn rétt nái að halda í horfinu eða tapi fjármunum þegar til lengri tíma er litið. Þeir eru samkvæmt þessu að sækjast eftir spennu. Heimild: Merton Milleron Derivatives, John Wiley & Sons, Inc 1997 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.