Vísbending


Vísbending - 28.02.1998, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.02.1998, Blaðsíða 2
Framhald afsíðu 1 borgar þetta sig samt fyrir hið opinbera, t.d. er álitið að sparnaður breska ríkisins af eff á sviði vegagerðar og rekstrar sé um 15% miðað við hefðbundnar aðferðir. Þessi sparnaður næst m.a. vegna þess að verktaki hefur meira svigrúm við hönnun og gerð mannvirkis en hann getur einnig oft náð að auka tekjur sínar með því að Ijúka verkinu fyrr en áætlað er því að yfirleitt er það reglan að tekjustreymi hefst ekki fyrr enn uppbyggingu mann- virkis er lokið. Hentar misvel Eff hentar misvel við framkvæmdir. Best er talið að verkefnin séu algjör- lega sjálfstæð fjárhagslega. Nefna má gjaldskyldar brýr, vegi eða göng. Ríkið leggur þá ekkert fjármagn fram og not- endur greiða kostnaðinn í formi tolla. Abyrgðin er öll hjá einkaaðilanum og ef notendur kjósa að leita annarra leiða þá hefurrekstraraðilinn svigrúm til að breyta gjaldskrá til að laða að fleiri notendur. Dænti um verkefni af þessum toga eru Hvalfjarðargöngin. Önnur verkefni eru unnin í samvinnu opinberra aðila og einkaaði la. Einkaaði lar fá afhent land eða mannvirki og sjáunt reksturinn. Notendur greiða fyrir þjónustu og það sem upp á vantar greiðir ríkið. Dæmi um þetta er rekstur nokkurra ferja hér á landi. Vega- gerðin leitar eftir tilboði frá rekstraraðil- um þar sem þeir eru m.a. beðnir um að tilgreina þá fjárhæð sem þeir telja sig þurfa í styrk til að reksturinn beri sig. Þriðja leiðin eru svokallaðir skuggatollar en þá greiðir ríkið notkunargjald í samræmi við fjölda þeirra sem notfæra sér þjónustuna. Dæmi um þetta væri ef einkaðilarbyggðu veg og síðan fengju þeir greitt fyrir hvern bíl sem færi um veginn. Þessi leið er talin verri en hinar vegna þess að með henni slitna tengslin á milli þess sem notar þjón- ustuna og þess sem greiðir fyrir hana. Hið opinbera þarf að meta verkefnin á nokkrum mismunandi forsendum: Er verkefnið þannig að líklegt sé að þekking einkaaðila nýtist við að leysa verkefnið betur af hendi en með hefðbundnum að- ferðum ríkisrekstrar? Er hægt að láta einkaaðilann taka áhættuna af verkinu? Eru til fyrirtæki sent hafa áhuga á og bol- magn til að takast á við verkefnin? Þess verður einnig að gæta að eff getur einnig freistað stjórmálamanna til að ráðast í framkvæmdir sem ekki virðast hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs en skuldbinda hann hins vegar til áratuga. Með breyttu fyrir- komulagi ríkisbókhalds ætti þessi freist- ing þó að vera úr sögunni því að þar er gert ráð fyrir skuldfærslu vegna skuld- bindinga framtíðarinnar. Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöngin eru dæmi um eff. Að vísu eru þau nokkuð sérstök því að fjármögnunin og framkvæmdin er í tveimuráföngum. Fyrri áfanginnerfram- kvæmd og fjármögnun á vegum Foss- virkis hf. Fossvirki fjármagnar fram- kvæmdina og mun reka göngin í tvo mán- uði.ÞámunSpölurhf.takaviðgöngunum (kaupa þau af Fossvirki) og endurfjár- magna. Spölur mun síðan reka göngin í 20 ár eða svo og að lokum mun rikið eignast göngin. I hefðbundnum tilvikum eff væri aðeins einn aðili sem fram- kvæmdi og ræki göngin en vegna þess að Spölur hf. fékk einkarétt á að þ vera H val- fjörð og var ekki það fj árhagslega burðug- ur var hún með þessum hætti. Framkvæmd Venjulega er stofnað sérstakt fy rirtæki til að taka að sér smíði og rekstur mannvirkis. Þetta fyrirtæki fjármagnar framkvæmdina í samstarfi við fjárfesta sem sjá þarna kjörið tækifæri til að fjár- festa til mjög langs tíma. Sem dæmi má nefna að sérstök heimild er í reglugerðum einhverra lífeyrissjóða hérlendra til að taka þátt í fjármögnun á vegum Spalar hf. Að slíku fyrirtæki standa gjarnan margir aði lar sem sérhæfa sig í einstökum þáttum verkefnisins. Byggingarverktakar sjá gjarnan um verklega framkvæmd, undirverktakar sjá um frágang og þess háttar atriði. Rekstraraðilar eru oft fyrir- tæki sem sérhæfa sig í rekstri og viðhaldi mann virkj a. Fj ármögnunaraðilar fy Igj ast síðan grannt með að áætlanir standist og geta stundum gripið inn í ef í óefni stefnir. Vegna þess hve háar fjárhæðir eru í spilinu er oftast nauðsynlegt að bjóða slíkar framkvæntdir út. Pyttir Aþeint stutta tíma sem eff hefur verið notað hafa komið upp nokkrir pyttir sem slík framkvæmd getur fallið í. Gleggsta dæmið um þetta eru Ermar- sundsgöngin sem tengja Bretland og Frakkland. Þessi risavaxna framkvæmd var unnin í samvinnu ríkis og einkaaðila. Þegar leið á framkvæmdina komu í ljós ýmis atriði sem síðar urðu til þess að fyrirtækið sem vann verkið varð nánast gjaldþrota en var bj argað á elleftu stundu. A ráðstefnunni sem minnst er á í upphafi greinarinnar var einn framsögumanna Henning Cristophersen, fyrrverandi fjár- ISBENDING málaráðherra Danmerkur. Henning var um tíma einn af fulltrúum í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins og hefur auk þess átt sæti í stjórnum ýmissa fyrirtækja í Evrópu. M.a. á hann sæti í stjóm Den Danske Bank og er sá banki einn af fjármögnunaraðilum Ermarsundsgangn- anna og hefur tapað miklum fjármunum á ævintýrinu. Hann þekkir því vel til og nefndi þrjár ástæður fyrir þeim erfiðleik- um sem fyrirtækið hefur átt við að stríða. 1. Mismunandi áhersla hluthafa. Fjölmörg fyrirtæki komu að gerð og rekstri gangnanna. Þau höfðu mis- munandi markmið með þátttöku sinni, t.d. ætluðu sum aðeins að takaþátt í sjálfri boruninni og hafa þá tekjur en önnur ætluðu að hafa tekjur af rekstrinum. Engin veruleg tilraun var gerð til að samræma þessi sjónarmið þannig að þegar fram- kvæmdum var að ljúka konru upp deilur um greiðslur. 2. Afskipti stjórnmála- manna eir samningar sem voru gerðir í upp- hafi voru illa gerðir, t.d. voru ýmsar öryggis- og umhverfismálakröfur hertar mjög á byggingartímanum án þess að framkvæmdaraðilar fengju bætur fyrir. Að auki breytti ESB regluin um tollfrelsi sem leiddi til þess að ferjur sem eru í samkeppni við göngin héldu mun lengur áfram rekstri en búist var við. / 3. Aætlanir notaðar til að ákveða gjaldtöku egar gjaldskrá var ákveðin fyrir göngin var gengið út frá áætlunum stjórnvalda í Bretlandi og Frakklandi. Ymis atriði leiddu til þess að umferðin hefur verið minni en áætlað var en ekki er hægt að breyta gjaldskránni vegna stífni stjórnvalda. Mögulegar framkvæmdir egar menn velta fyrir sér kostum eff hér á landi eru samgöngumannvirki augljósasti kosturinn. Mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut eru orðin mjög brýn og tækninni hefur fleygt það mikið fram að hægt væri að nema einkenni bifreiðar sem færi um með það fyrir augum að skuldfæra vegatoll án þess að bifreiðin væri stöðvuð eða hægði ferð- ina. Tvöföldun Reykjanesbrautar er í sama flokki. V erið er að skoða möguleika á þ ví að Reykjavíkurflugvöl lur verði end- urbættur og rekinn með eff fyrirkomu- lagi. Meðal annarra verkefna sem hafa verið í skoðun eru heilsugæsla á höfuð- borgarsvæðinu, Iðnskólinn í Hafnarfirði og nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi. Heimildir: Vfsbending, Viðskiptablaðið, Fjármála- ráðuneyti 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.