Vísbending


Vísbending - 04.08.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.08.1998, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 4. ágúst 1998 29. tölublað 16. árgangur Geta fyrirtæki greitt veiðigjald? Það er alltaf gaman að finna fé. Ein af röksemdum sem heyrst hefur fyrir veiðigjaldi er að með því fái ríkið tekjur sem það ella hefur ekki. Með því móti sé til dæmis unnt að lækka tekjuskatta. En þessi rök hafa þann skemmtilega eiginleika að þeim er líka beitt af andstæðingum veiðigjalds en þeir telja að einmitt vegna þess að ríkið muni fara illa með skattfé sé það hinn versti kostur að fj ármunir renni til þess. Að vísu munu hinir sömu ekki telja sambærileg rök gilda þegar litið er á það hvort þeir einstaklingar sem selja kvóta eyði peningunum skynsamlega. Mjög fljótlega er umræðan komin út um víðan völl og víðs fjarri kjamamálsins Það er afar slæmt því að málefnið er miklu mikilsverð- <3? ara en svo að cr^^éL því megi drepa ~ á dreif. í þessari grein verður ijallað um það hvaða áhrif veiðigjald hefði haft árið 1997 á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi sem skráð vom á Verðbréfaþingi íslands það ár. Þar er annars vegar litið á áhrif 18 milljarða króna veiðigjalds, hins vegar 5 milljarða en báðar tölurnar hafa heyrst í umræðum að undanfömu. Afkoman er undirstaða Ef fyrirtæki eiga að geta greitt skatta og gjöld til hins opinbera verða þau að vinna sér inn nægar tekjur. Löngum var reynt að stýra því svo að gengi íslensku krónunnar væri stemmt af til þess að sjávarútvegurinnværi viðnúllið. Þessi stefna var mjög ógæfuleg fyrir greinina. I krafa um að fyrirtæki hagræddu í rekstri þvi að forráðamenn vissu að ríkið myndi á endanum bjarga málunum. Ekki skipti þó minna máli að með stefnunni var komið í veg fyrir hreina eignamynd- un í útgerð og vinnslu. A undanförnum fimm ámm hefur ekki komið til geng- isfellinga og útgerðarmenn hafa verið upp á sjálfa sig komnir að þessu leyti. Enn þann dag í dag em þó ljölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi þannig stödd að þau munu ekki greiða tekjuskatta mörg ár í röð vegna þess að á þeim hvílir upp- safnað tap. Reksturinn hefur með öðmm orðum ekki skilað neinum hagnaði. Þar með er ekki sagt að allir tapi. Margir einstaklingar hafa með dugnaði náð að breyta rekstrinum þannig að líta má á sjávarútveg sem alvömatvinnugrein þar sem f'yrir- tækinþurfaaðskila hagnaði ogbyggja upp eigið fé. Mörgþeirrahafa stuðlað að hag- ræðingu með því að kaupa kvóta. Nú er þó líkt komið með þe i m og karl i n u m sem varð fy rir þvi óláni að stolið var frá honum snæri og var upp frá því alltaf kallaður Jón þjófur. Einmitt þeir sem hafa hagrætt sitja undir ámæli. Vandinn er hins vegar hvorki sá að kvótinn sé að færast á hendur of fárra (líklegast á fjórða hver fjölskylda hluta- bréf í sjávarútvegsfyrirtæki) né að fjár- munir séu að færast út úr greininni (of- fj árfesting kallar á slíkt auk þess sem tals- vert nýtt fé hefur komið inn í greinina). Meginrök fyrir veiðigjaldi eru hag- kvæmni og réttlæti; hagkvœmni vegna þess að skynsamlega útfært veiðigjald með markaðsverði á veiðiheimildum Framhald á bls. 4 Tafla 1. Kvótaéign og veiðigjald 11 sjávaríitvegsjyrirtœkja sem skráð em á Verðbréfaþingi Islands í árslok 1997 Sam- herji Vinnslu- stöðin" ÚA Grandi HB Þorm. rammi- Sæbcrg Síldar- vinnslan Hraðfr. Eskifj. Fiski.s. Húsav." Jökull Skagstr. Samtals Verðmæti heildarkvóta 13.759 6.237 8.227 9.467 10.664 10.028 5.137 4.277 1.825 2.893 4.008 76.522 þ.a. eignfærður kvóli 1.882 976 1.189 68 417 426 248 161 446 833 119 6.763 Hlulfall eignfært 14% 16% 14% 1% 4% 4% 5% 4% 24% 29% 3% 9% Hagnaður fyrir fjármagnsliði 611 -229 -21 418 473 327 472 485 126 53 -92 2.623 Framlag til ávöxtunar fastafjárm. (án kvótaafskriftar) -302 -338 -243 -299 -406 -310 -359 -257 -124 -63 -144 -2.824 Afgangur til skatta og veiðigjalds 309 -567 -244 119 67 17 113 228 2 -10 -236 -201 Reiknað 5 milljarða veiðigjald 344 156 206 237 267 251 128 107 46 72 100 1.913 Reiknað 18 milljarða veiðigjald 1.238 561 740 852 960 903 462 385 164 260 Heimildir: Ársreikningarfyrirtækjanna, útreikningar Vísbendingar * Reikningsárið er frá 1. september, notuð voru ný sex mánaða uppgjör og rekstrarreikningur var reiknaður upp á nýtt m.v. eitt ár 361 6.887 1 Margirvirðastteljaað rök fyrir veiðigjaldi séu tekjur ríkisins af því. Þær verða minni en haldið er iram. 2Emst Hemmingsen og Þór Sigfusson fjalla uin nýjar 2 leiðir til þess að fjánnagna rekstur og framkvæmdir hins opinbera og taka dæini frá Danmörku og Finn- landi. Þetta efni verður áfram í urnræðu hérlendis. 4 Framhald veiðigjald. a grein um 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.