Vísbending


Vísbending - 04.08.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.08.1998, Blaðsíða 3
ISBENDING Sundabraut að fmnskri fyrirmynd? n Þór Sigfússon 1 hagfræðingur - Hugmyndin um einkaijármögnun (e.: Private Finance lnitiativé) virðistsiglatiltölulegalygnansjó hérlendis, að minnsta kosti í samanburði við frænku hennar, einkavæðingu. Nú heyrast raddir úr ólíkustu homum um að beita beri einkafjármögnun við rekstur samgöngumannvirkja, íþróttavalla, tón- listarhúss í höfuðborginni o.fl. Flestir virðast ásáttir urn að sú leið sem farin var við Hvalfj arðargöng sé ábatasöm fyrir þjóðfélagið og að einkaaðilar geti starfrækt slík mannvirki og séu reyndar að mörgu leyti hentugri til slíks rekstrar en ríkisfyrirtæki. Einkafjármögnun og skuldir hins opinbera Ein ástæðan fyrir áhuganum á einka- fj ánnögnun kann að vera sú að á vett- vangi stjómmálanna ber nokkuð á því viðhorfi að einkafjánnögnun geti falið skuldbindingar annana opinberra aðila sem eru skuldsettir. Þannig virðast sumir vilja nota einkafjánnögn- un til að fela stórffamkvæmdir í opinbemm reikningum. Það er einfaldlega gert þannig að einka- aðili reisir mannvirki og leigir það síðan hinu opinbera fyrir fasta upphæð til 15-20 ára. Þannig hefur t.d. heyrst að hægt sé að reisa tónlistarhús fyrir 250 milljónir á ári með einkafjár- mögnun! Allir vita þó að tónlist- arhús mun að öllum líkindum kosta um a.m.k. 2 millj arða króna í bygg- ingu. Mismunurinn á tölunum er síðan í raun falinn hjá einkaíyrirtæki eða jafn- vel opinberu hlutafélagi sem innheimtir leigu frá skattgreiðendum á hverju ári. Á þessum áratug hefur orðið veruleg breyting á reikningsskilum ríkissjóðs og ýmissa sveitarfélaga. Ríkissjóður hefur gengið lengst í umbótum og nú er því harla erfitt að fela langtímaskuldbinding- ar f ríkisreikningi. Miklar umbætur hafa einnig orðið í reikningshaldi hjáýmsum stærstu sveitarfélögum landsins. Þó eiga sveitarfélög enn þá auðveldara en ríkið með að láta langtímaskuldbindingar ekki hafa áhrif á rekstrarstöðuna til skamms tíma litið. Á þessu verður að gera bragar- bót áður en um verulega misnotkun á ann- ars ágætum aðferðum eins og einkafjár- mögnun eða stofnun hlutafélaga verður að ræða í rekstri hins opinbera. Sundabraut ... Hér á eftir mun ég fj alla um fyrirkomu- lag á rekstri Sundabrautar. Ný ak- braut frá t.d. Skeiðarvogi upp á Kjalames er án efa eitt allra mikilvægasta sam- göngumannvirkið sem ráðast þarf í að gerahérlendis. Vegaáætlun gerirekki ráð fyrir að vemlegum fj ármunum verði varið í Sundabraut á næstu ámm og þvi er ljóst að vegabætur annað en út í Grafarvog verða ekki á dagskrá að óbreyttu. Önnur byggingas væði borgarinnar og þj óðvega- kerfið til vesturs og norðurs frá höfuð- borgarsvæðinu verða því áfram að búa við umferðaröngþveiti á annatímum. En er hægt að beita einkafjármögnun við uppbyggingu Sundabrautar? Einkafj ármögnun Sundabrautar sem væri alfarið í anda Hvalfjaröarganga kynni að verða vandasöm þar sem erfitt er að spá fyrirum eftirspum, aðrar samgönguleið- ir em ti ltölulega greiðfær- ar og allnokkrar veg- tengingar yrðu við brautina sem gera gj aldtöku dýrari og hægj a á umferð. Þetta á þó ekki að koma i veg fyrir að nýjar leiðir séu skoðaðar við uppbyggingu og rekstur Sundabrautar sem nýta hag- kvæmni einkafjármögnunar að hluta. ... og Lahtibraut ANorðurlöndum hefur á undanföm- um ámm verið beitt nýjum aðferðum við uppbyggingu samgöngumannvirkja og vil ég sérstaklega geta hraðbrautar milli tveggja borga í Finnlandi, höfuð- borgarinnar Helsingfors og Lahti, einnar stærstu borgar landsins. Árið 1996 var finnsku einkafyrirtæki falið að breikka akbrautina á milli borganna. Samningur finnska ríkisins og fyrirtækisins fól í sér að fyrirtækið sér um að leggja brautina, fjármagna hana og halda henni við en ríkið ábyrgist greiðslu til þess sem miðast við notkun. Áhættan af fr amkvæmdinni, viðhaldi og rekstri er því færð y fir á einka- fyrirtækið. Ef umferðarþungi reynist minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og við- hald verður meira verða tekjur fyrirtæk- isins lægri og gjöldin hærri. í þessu tilfelli eru aðrar leiðir færar milli borganna og því er fyrirtækinu einnig veitt aðhald með því að ökumenn nýta sér aðra samgöngumöguleika ef viðhaldi er ábótavant. Þá er einnig mögulegt að aðrir mælikvarðar en umferðarþungi geti haft áhrif á greiðslur ríkisins. I því sam- bandi má nefha fjölda umferðaróhappa. Kostir einkaframtaksins nýttir Ef þessi finnska leið yrði farin við upp- byggingu Sundabrautar væru kostir einkafr amtaksins nýttir við uppbyggingu og rekstur mannvirkisins. Það yrði hagur fyrirtækisins að sem flestirnýttu sérþessa leið þar sem hið opinbera greiddi fast gjald fyrir hverja bifreið sem hana æki. Ahættan væri þannig að stórum hluta flutt yfir á einkafyrirtækið en hið opinbera, ríkissj óður og hugsanlega einnig Reykj a- víkurborg tækju á sig ákveðna áhættu vegna óvissu um nýtingu brautarinnar. ramlag þessara aðila hækkaði eftir því sem fleiri nýttu sér hana. Miðað við aðrar opin- b e r a r f r a m - kvæmdir væri þó verulega búið að draga úr áhættu h i n s opinbera, bæði á fr amkvæmdastigi sem í rekstri mannvirkisins. Nú þegar einkafyrirtæki og fjármögnun- araðilar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu hafa aflað sér nokkurrar reynslu á sviði einkafjánnögnunar er ljóst að það er auðveldara en áður fyrir ríkið og Rey kj avíkurborg að bj óða út ff amkvæmd eins og Sundabraut. 1 slíku útboði býðst aðilum að taka að sér uppbyggingu og rekstur mannvirkisins. Sá sem býður best, þ.e. fer ffarn á lægsta þóknun á hverja biffeið miðað við þær kröfur sem gerðar eru um öryggi, útlit o.fl., hreppir síðan hnossið. Það er kj örið að nota næstu mánuði til að undirbúa þetta verkefni þannig að um leið og iðnaðannenn verða aftur á lausu hér- lendis verði hafist handa við þessa fram- kvæmd. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.