Vísbending


Vísbending - 04.08.1998, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.08.1998, Blaðsíða 2
ISBENDING Ráðhús til sölu? Ernst Hemmingsen viðskiptafulltrúi í danska sendiráðinu IDanmörku er nú mikið rætt um fjármál og rekstur sveitarfélaga eftir að Farum, sem er rétt fyrir norðan Kaupmannahöín, hefúr selt skólphreinsi- stöð bæjarins. Ibúar í Farum eru um 18.000 og bærinn hefúr stækkað ört á undanförnum árum. Hinn kraftmikli PeterBrixtofte erborgarstjóri en hann er jafnframt þingmaður og gaf kost á sér sem formaður Venstre eftirað Uffe Elle- man Jensen hætti. Til þess að afla sveit- arfélaginu meira fj ár fundu menn í F arum sérstaka aðferð sem gengur nú undir nafn- inu Farumaðferðin en gæti alveg eins heitið: „Eiga sveitarfélögin að notfæra sér skattareglumar?“ Lántökur bannaðar Til þess að takmarka eyðslu sveitar- félagannahefúrríkisvaldiðtakmark- að mjög rétt þeirra til að taka lán og þess vegna eru mörg sveitarfélög farin að selja eignir sínar. Kaupmannahöfn er þannig farin að selja lóðir en áður hefúr borgin leigt lóðir til 99 ára á sama hátt og gert er í Reykjavík. Önnur sveitarfélög hafa til dæmis fengið fé í sveitarsjóð með því að einkavæða hjúkrunarheimili. Talað er um að verið sé að selja ættarsilfrið. Til þess að minnka áhrifin af sölu sveitar- félaganna á „ættarsilfrinu“ hefúr ríkis- valdið ákveðið að leggja skuli sölutekj- umar inn á lokaðan reikning og greiða þær út á tíu til tuttugu ámm. Þó má greiða vextina út jafnóðum. Nýlegaákvað Famm að selja skólphreinsi- stöð bæjarins fyrir rúmlega 4 milljarða íslenskra króna til eignaleigufyrirtækis og taka hana síðan aftur á leigu með endurkauparétti. Salan hefúr valdið mikl- um umræðum og gagnrýni á borgarstjóra Farum, Peter Brixtofte, enda þótt ýmis atriði varðandi söluna hafi ekki verið upp- lýst. Margt bendir þó til þess að um sé að ræða of hátt verð og verið sé að beita sömu aðferð og Hörsholm hefúr gert. I desember 1997 seldi Hörsholm, sem er fyrir norðan Kaupmannahöfn (með um 23.000 íbúa), Nordania Leasing, dóttur- félagi DenDanskeBank, ellefu leikskóla fyrir 480 milljónir íslenskra króna en tók þá um leið aftur á leigu. Sölutekjumar eru nú bundnar í húsbréfúm sem gefa 7% vexti. Við þetta munu vaxtatekj ur sveitar- félagsins aukast um 3 3 millj ónir íslenskra króna á ári en leigugjaldið er aðeins 22 milljónir. Sveitarfélagiðhagnastþannig um 11 milljónir króna auk þess sem það getur selt 5% af húsbréfúnum árlega fýrir 24 milljónir íslenskra króna. Samning- urinn gildir í tuttugu ár en eftir það hefúr Hörsholm skuldbundið sig til að kaupa leikskólana aftur íyrir 96 milljónir enþað jafngildirtuttugu prósentumafsöluverð- inu. Þetta era líka góð viðskipti fyrirNordania. Fjárfestingin er næstum áhættulaus þar sem mjög sjaldgæft er að sveitarfélög verði gjaldþrota og fyrirtækið getur af- skrifað byggingarnar um 5% á ári og þar með lækkað skattstofninn um 24 millj ónir á ári. Þess vegna hafa mörg eignaleigu- fyrirtæki mikinn áhuga á að kaupa skóla, hjúkrunarheimili og aðrar eignir sveitar- félaganna. I Hörsholm er nú unnið að því að selja bæði bókasafn, ráðhús, fjóra grunnskóla og íþróttamannvirki með tennishöll, badmintonhöll, sundhöll og skautahöll fyrir rúmlega 5 milljarða íslenskrakrónaalls. Sveitarfélagiðvæntir þess að salan muni auka tekjur þess um rúmlega 3 milljarða íslenskra króna næstu tuttugu árin en það yrði kærkomin viðbót fyrir margan sveitarsjóðinn. Sala og skattaleg sjónarmið Þeir sem gagnrýna Fammaðferðina benda á að ávinningur Farum og Hörsholm sé greiddur af ríkinu, það er að segjaaföðramskattgreiðendum. Þannig segir Peter Loft, ráðuneytisstjóri í skatta- ráðuneytinu, við Jyllands-Posten: „Ef sveitarfélag getur sjálft leyst verkefni fyrir 22 milljónir króna en einkafyrirtæki getur unnið það fyrir tuttugu milljónir er það kostur við fyrstu sýn. En ef það þýðir að skattgreiðslur fyrirtækisins lækka um leið um fjórar milljónir á ári kostar þetta fyrir- komulag hið opinbera 24 milljónir alls.“ Auk þess vekur hann athygli á því að sam- keppnin milli hins opinbera og einkaaðila skekkist þegar sveitarfélögin hafi ekki lengur hinn skattalega ávinning. Áður hefúr sveitarfélögunum til dæmis verið gert skylt að greiða virðisaukaskatt af eigin vinnu til þess að jafna samkeppnisstöðu einkaaðila við hið opinbera. „Nú er það hins vegar öfúgt, skattkerfið veldur því að samkeppnisstaða einkaaðila er betri en opinberra aðila.“ Á móti kemur þó að eignaleigufyrirtækin munu borga meiri tekjuskatt. Mörg stór sveitarfélög hafa tilkynnt að þau ætli að gera svipaðar ráð- stafanir og Famm og Hörsholm. Innan- ríkisráðherrann hefúr þess vegna tilkynnt að hann muni leggja til að lögunum verði breytt í haust þannig að komið verði í veg fyrir að byrðunum verði velt yfir á ríkið. Hve langt er hægt að ganga? Auk umræðna um hin skattalegu áhrif hefúr sala hreinsistöðvarinnar í Farum vakið aftur upp umræður um einkavæðingu og hve langt eigi að ganga í þeim efnum. I Hörsholm hefúr hingað til meira verið um dulbúna lántöku (e.: lease-back) að ræða sem er líka þekkt í atvinnulífínu, heldur en um eiginlega einkavæðingu. I Famm er líka um það að ræða að kaupandinn tekur að meira eða minna leyti við rekstri hreinsistöðvarinn- ar. En þegar Hörsholm hefur selt bygg- ingar bæj arins er ekki langt í það að rekst- ur skóla, íþróttamannvirkj a og bókasafna verði falinn einkaaðilum. Eflitiðertil þróunarinnar í öðrum löndum em næstum engin takmörk fyrir því hvað falið er einkaaðilum. Carsten Greve ffá Kaupmannahafnarháskóla segir við Jyllands-Posten:„\ Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem menn hafa náð lengst á þessu sviði era einkavæðing og útboð hluti af daglegum stjómmálum. Stjórn- málamenn fela einkaaðilum viðhald og rekstur mikils hluta af fangelsum lands- ins, sjúkrahúsum, skólum og almennings- samgöngum.“ Torben Bech-Jörgensen ffá sama háskóla segir: „Það skiptir ekki máli hver á stofnanimar. Það sem skiptir máli er að það sé frjáls og raunveruleg samkeppni milli ffamleiðenda.“ Þannig má imynda sér að í framtíðinni verði starfslið sveitarfélaganna eingöngu borg- arstjóri og fáeinir starfsmenn sem hafa það verkefni að hafa eftirlit með þeim samningum sem sveitarfélagið hefurgert við einkaaðila um fjölmörg verkefni hins opinbera. Heimildir: Jyllands-Posten, Borsen, Berlingske Tidende 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.