Vísbending


Vísbending - 04.08.1998, Blaðsíða 4

Vísbending - 04.08.1998, Blaðsíða 4
ISBENDING Framhald af síðu 1 flýtir fyrir hægræðingu og réttlœti vegna þess að þá fá þeir veiðiheimildir sem best bjóða en ekki þeir sem áttu því láni að fagna að gera út árin 1981 til 83. Það er hins vegar auðvitað ekkert réttlæti í því að breyta kerfinu á einni nóttu. Veiðigjald var greitt 1997 Imeðfylgjandi töflu sést yfirlit um afkomu 11 sjávarútvegsfyrirtækjaárið 1997 og kvótaeign þeirra miðað við markaðsverð síðastliðið vor (sjá einnig 18. tbl.). Ráða má kvótakaup fyrirtækj- anna undanfarin ár að nokkru af því hve mikið er eignfært. Að meðaltali eignfæra fyrirtækin um 9% kvótans miðað við markaðsverð í lok síðasta árs. Eitt félag, Jökull á Raufarhöih, eignfærir tæplega 30% af kvóta sínum. Eignfærslan segir þó ekki alla söguna afþví að í einhverjum tilvikum er kvóti bundinn skipum sem keypthafa verið ogþví óbeint eignfærður þar. Fyrirtæki munu fyma kvóta á 8 til 12 árum og sé miðað við að meðaltali 10% á ári þá er afskrift þessara fyrirtækja á kvóta um 700 milljónir króna í fyrra. Kvóti er einnig leigður milli fyrirtækja og gjaldfærður árlega. Sú leigaheíur ekki komið sérstaklega ífam í ársreikningum og ekki heldur tekjur af kvóta sem fyrir- tækin leigja frá sér. Að þvi marki sem gjöld af kvótaleigu eru hærri en tekjur má telja þau til kvótakostnaðar. Þessi 10 fyrirtæki eru með milli 35 og 40% af heildarhlut sjávarútvegsfyrirtækja. Því má ætla að um 2 milljarðar hafi verið gjaldfærðir vegna kvótakaupa árið 1997 ef önnur félög hafa keypt jafiimikið. Það er þó alls ekki víst því að mörg sterkustu fyrirtækin em á hlutabréfamarkaði. Frá sjónarhóli skattheimtumanna em pening- amir þó alls ekki horfnir því að þeir korna fram sem tekjur hjá seljanda sem verða skattlagðar þar með venjulegum hætti. Það erútbreiddurmisskilningur aðkvóta- gróði sé ekki skattlagður, en svo er. Hann er hins vegar ekki skattlagður með öðrum hætti en aðrar tekjur. Það erþarflaust fyrir fyrirtæki að láta sem svo að þau geti ekkert veiðigjald greitt. í fyrra greiddu þessi 10 fyrirtæki sem svarar um 700 milljónum í veiðigjald. Ríkið hefur notið góðs af. Viðtakendur þurftu að greiða skatta, þeir gátu greitt skuldir sínar við lánardrottna (olt ríkis- banka) og kaupendur em líklegri en selj- endur til þess að greiða skatta í fr amtíðinni af rekstri. Gullgæsinni slátrað? Arið 1997 var hagnaður þessara 11 fyrirtækja 2,6 milljarðar króna áður en fjármagnsliðir eru reiknaðir. Afskriftir voru um 3,9 milljarðar, sem þýðir um 3,2 milljarða ef ff á eru taldar afskriftir vegna kvóta. Hagnaður að viðbættri kvóta- afskrift er því 3,3 milljarðar króna. F astalj ármunir fy rirtækj anna vom metnir á 35 milljarða króna. Ef miðað er við að þeir þurfi að skila að meðaltali 10% ávöxtun til lánardrottna og eigenda þá em það 3,5 milljarðar. Með þessu móti sést að samanlagt stóð reksturinn í fyrra í raun ekki undir neinni kvótaleigu ef miðað er við eðlilegan arð. Að vísu er afkoma fyrirtækjanna misgóð en j afhvel sterkustu fyrirtækin myndu stórtapa miðað við 18 milljarða veiðigjald. Fimm millj arða gjaldið hefði eitt fyrirtæki ráðið við. Sjö fyrirtæki af ellefu hefðu getað greitt eitthvert veiðigjald í fyrra. En auðvitað má taka gjaldið víðar. Til dæmis mætti lækka launakostnað. Tíu prósenta launalækkun hjá sjómönnum myndi skila um helmingi af 5 milljarða gjaldinu. Það má ekki gleyma því í um- ræðum um „gjafakvótann" að um 40% af verðmæti aflans fara beint til sjó- manna. Þeir njóta þvi veiðiheimildanna beint í sínum tekjum. Ekki má þá heldur gleyma því réttlætismáli að færa skatt- greiðslur sjómanna í sama horf og ann- arra þannig að ekki haldist það óréttlæti að tekjuhæstu mennimir í þjóðfélaginu njóti sérstakra skattfríðinda. 18 milljarðar standast ekki Ekkert af því sem hér er sagt er rök gegn veiðigjaldi. Mjög líklegt er að ef það yrði tekið upp myndi verða hagræðing í sjávarútvegi þannig að gert yrði út ffá færri stöðum en nú og skipum og sjómönnum fækka. Með því myndi nauðsynleg fjárfesting minnka og greiðslugeta til kaupa á veiðiheimildum aukast. Samt sem áður er erfitt að sjá fyrir sér að veiðigjaldið myndi skila mörgum milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstuárumþess. Arið 1995 skiluðufisk- veiðar skv. mati Þjóðhagsstofhunar 57 milljarða króna rekstrartekjum. Veiði- gjalduppá 18 milljarðaer30% afbrúttó- tekjum. Slík tala er svo ffáleit að þeir sem styðja veiðigjald í alvöru ættu ekki að halda henni á loft. Arshlutareikningar fyrirtækja eru nú að birtast. Jafnframt hafa nokkur fyrirtæki birt afkomuviðvörun. Viðvörun Jámblendifélagsins sýnir hve mikilvægt það er að fjárfestar beri gott skynbragð á þá áhættu sem felst í hinum ýmsu gerðum rekstrar. Þeir seni eru að festa fé í skamman tíma ættu að forðast flókinn eða sérhæfðan rekstur nema þeir hafi sérþekkingu á því sviði. Best er þó að miða ljárfestingar i hlutabréfum við fyrirtæki sem menn hafa trú á ti 1 ff amtíðar ýen elti ekki skammtímasveiflur._ Nýr banki? Meðan peningar höfðu þá eiginleika hér á landi að hverfa í verðbólgunni var gott að vera bankastjóri. Viðskipta- vinimir urðu að koma bónarveg til banka- stjórans. Eftir að þeir höfðu beðið lengi á yfirfullum biðstofum komust þeir inn til yfirvaldsins sem leit armæðufullt út í loftið og flutti ræðu um erfitt efnahags- ástand, peningar væru af skornum skammti en þó væri hugsanlega hægt að bjarga þeim sem bað um nokkrar krónur. Flestir bankastjórar fengu ekkert út úr þessunemaánægjunaafþvíaðsællaværi að gefa en þiggja. Útibússtjóri nokkur gaf þó viðskiptavinum sínum kost á að sýna þakklæti sitt með því að segja við þá að skilnaði: „Skottið er opið.“ Landsbankinn hefur öórum fyrirtækjum fremur liðið fyrir slæma imynd árum saman. í nýútkominni skýrslu ifá bank- anum kemur fram að allan yfirstandandi áratug hefur markaðshlutdeild hans verið að minnka. „Persónutöfrar" bankastjór- anna hafa ekki bætt ímyndina. Því var ferskur blær yfir fundinum þar sem skýrslabankans um markaðinn varkynnt án hroka eða sjálfsánægju. Það var ánægjulegt að lesa í henni að „... nauð- synleg forsenda fyrir breytingum á fjár- málamarkaði [erj að bankarnir fari á hlutabréfamarkað sem fyrst, þar sem fjár- festar vilja sjá og styðja hagræðingu.“ Kannski verður bankanum við bjargað eftirallt. Allt er betra en landinn Framsóknarflokkurinn er eitt sérstæð- asta fyrirbæri í íslenskri pólitík. Hann hafði fleygt slagorð: A Uter betra en íhald- ið, þóttflokkurinnynni reyndar lengstum með því. Því þó mátti treysta allt frá Hriílu-Jónasi til Steingríms að allt sem frá talsmönnum flokksins kæmi um efna- hagsmál og viðskipti væri andstætt ffelsi og rökréttri hugsun. Þetta hefur breyst í tíð núverandi formanns. Yfirlýsingar flokksins um bankamál að undanfömu og vilji til þess að ríkið ákveði ffamtíð þeirra sýnir að erfitt er að hverfa frá upp- hafinu. Otti við innhaldslaust slagorð um einkavinavæðingu verður til þess að menn vilja fremur selja sænskum auð- mönnum Landsbankann en Islendingum.y (Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án Ueyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.