Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 16

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 16
ISBENDING hvaða viðskiptum það á fyrir hönd einstaklingsins. Það þarf ekki að leita til skjólstæðings síns í hvert skipti sem það á viðskipti fyrir hönd hans. Mjaltir eru ólöglegar í flestum löndum og augljóslega ósiðlegar en það er afar erfitt að meta hvenær þeim hefur verið beitt og hvenær ekki. Hvenær eru viðskipti of tíð? Það er ekkert einhlítt svar til við þeirri spumingu. I Banda- ríkjunum hafa menn komið sér upp þumalputtareglum en það er erfitt að nota þær þar og sennilega ómögulegt hérlendis. Þar hefur t.d. verið miðað við að sennilega sé allt í lagi ef velta á ári á reikningi í fjárvörslu er innan við tvöföld meðalupphæðin á reikningnum. Ef þetta hlutfall er komið upp í sex, þ.e. að stunduð séu viðskipti fyrir 60 milljónir á ári úr 10 milljóna sjóði, þykir líklegt að óhreint mjöl sé í pokahorninu. Erfitt er að rökstyðja þessa reglu frekar en einhverja aðra og væntanlega afar erfitt að fá einhvern sakfelldan á grundvelli hennar. Hér gildir þó auðvitað sem endranær að fyrirtæki sem ætlar að halda áfram starfsemi verður að sýna góðan árangur fyrir hönd viðskiptavinanna, árangurinn færir því viðskiptavini. Því er ekki hægt að ganga óendanlega langt í því að mjólka viðskiptavini þótt fræðilega séð sé hægt að tæma reikning í fjárvörslu með því einu að kaupa og selja bréf ótt og títt og taka þóknun í hvert skipti. Ráðleggingar egar hefur verið rætt um freistingu til þess að selja viðskiptavinum eignir sem henta þeim ekki, þótt eignirnar séu ágætar fyrir aðra fjárfesta, og freistingu til að hvetja viðskiptavini til tilgangslausra viðskipta. Enn algengara er þó að álitaefni sé hvort hvatt er til kaupa á eign sem er á of háu verði (eða hvatt til sölu á of lágu verði). Hér er með öðrum orðum um það að ræða hvort ráðleggingar um góð og slæm kaup eru í samræmi við það sem sölumaðurinn sjálfur telur (eða fyrirtæki hans). Ef ráðgjafi ráðleggur öðrum að kaupa bréf í A og selur um leið bréf í sama fyrirtæki sjálfur, vegna þess að hann telur þau vera slæm, er hann augljóslega að bregðast skyldum sínum. Sama gildir ef ráðgjafi ráðleggur öðrum að selja tiltekin bréf vegna þess að hann vill sjálfur kaupa (eða fyrirtæki hans). Um þetta eru mýmörg dæmi erlendis en stundum getur verið erfitt að sjá fyrir víst að um lélega ráðgjöf sé að ræða. Ráðgjafi sem mælir með bréfum jafnvel þó að hann telji að það séu slæm kaup í þeim getur í mörgum tilfellum þrætt fyrir það eftir á. Fjármálafyrirtæki birta iðulega ráðleggingar um það hvaða fyrirtækjum þau telja vera góð kaup í og öfugt. Ef fjármálafyrirtækin eru tekin alvarlega getur þetta hreyft við markaðsverði. Hér er komið upp annað vandamál því að fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra geta haft hag af því að hreyfa við markaðsverði. Þau geta því haft hag af því að ljúga. Tökum dæmi. Fjármálafyrirtæki hefur mikil viðskipti við hlutafélag A. Það er eðlilegt að vilja síður styggja góða viðskiptavini. Það gæti því þótt vandræðalegt að ráðleggja öðrum að selja í A, t.d. vegna þess að forstjórinn viti ekkert hvað hann er að gera, fyrirtækið sé illa rekið, eða framtíðin svört. Ein leið til þess að komast hjá þessu er að hafa sérstakar greiningardeildir sem eru einangraðar frá öðrum sviðum fjármálafyrirtækjanna, eða sumum öðrum sviðum þeirra alla vega. Rætt er um að reisa Kínamúr á milli deilda. Múrinn á að tryggja að hagsmunir fyrirtækisins í heild hafi ekki áhrif á niðurstöður greiningardeildarinnar. Þetta er fræðilega í lagi en í framkvæmd afar snúið. Það getur t.d. verið að það sé á allra vitorði að A sé stór viðskipta- vinur fjármálafyrirtækisins, þannig að það þarf ekki lil að forstjóri fjármála- fyrirtækisins hnippi í þá sem starfa á greiningardeildinni og segi: Strákar, þegar þið eruð að skoða A, œttuð þið að hafa í huga að við þurfum að gefa þeim góða einkunn, annars verður forstjórinn brjálaður -þið munið að oft má satt kyrrt liggja. Ef starfsmenn greiningardeildarinnar vita að A er mikilvægur viðskiptavinur getur vel verið að þeir séu meðvitað eða ómeð- vitað undir þeim þrýslingi að mæla með A án þess að fá um það bein fyrirmæli. I Bandaríkjunum mega fjármála- fyrirtæki sem sjá um hlutafjárútboð ekki veita ráðleggingar um kaup eða sölu bréfanna fyrst eftir að útboðinu lýkur. Það er hins vegar nánast óskrifuð regla að slíkt fjármálafyrirtæki mælir með kaupum í hlutafélaginu þegar þessu þagnartímabili er Iokið. Það liggur í hlutarins eðli að það er engin ástæða til að taka mark á ráðleggingum um kaup á hlutafé sem eru nánast óhjákvæmilegar í ljósi tengsla fjármálafyrirtækisins við tiltekið hlutafélag en þeir sem ekki vita um þessi tengsl geta þó brennt sig á að fylgja ráðleggingunum. Stöðutökur jármálafyrirtæki eiga alla jafna umtalsverðar eignir sem þau hafa tekjur af auk tekna af þjónustu við viðskiptavini. Því gela óhjákvæmilega komið upp álitamál ef ráðleggingar til viðskiptavina geta breytt markaðsvirði eigna, þar með talið eigna fjármála- fyrirtækisins. Auðvitað er bæði ósiðlegt og ólöglegt að gefa ráðleggingar vegna slíkra hagsmuna þess sem ráðin gefur. Ein leið til að draga úr þessu er, líkt og áður, að reisa Kínamúr á milli þeirra sem ávaxta sjóði fjármálafyrirtækisins annars vegar og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum fyrirtækisins hins vegar. En á slíkum múr geta leynst göt, bæði vegna sviksamlegs athæfis, þ.e.a.s. forstjórinn hnippir í einhvern, t.d. ráðgjafa eða starfsmann greiningar- deildar, og segir: Við eigum orðið mikið af bréfum í A, það gengur ekkert að selja þau og þau hafa lœkkað, getum við ekki reynt að koma þeim yfir á einhverja aðra, t.d. með því að ráðleggja einhverjum vitleysingum að kaupa ífyrirtœkinu? Enn grófara væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.