Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 44

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 44
áratugurinn - Stórátak helginnar í 12 mílur voru til lykta leiddar árið 1961. En þá brá svo við að þorskveiði minnkaði. Það hljóp hins vegar á snæri þjóðarinnar þegar síldveiði jókst ár frá ári fyrri hluta áratugarins. Sóknin færðist yfir í síldina og síldarævintýrið var f blóma. Margar útgerðir efldust nijög á þessum tíma, einkum þær sem einbeittu sér að þessu silfri hafsins. Utflutningstekjur þjóð- arinnar tvöfölduðust. Rfkisstjómin vildi beita sér^fyrir breyting- um á uppbyggingu atvinnulifsins. Útflutn- ingur var nær allur fiskur ogisjávarafurðir. Að undangengnum viðræðum við ýmis erlend stórfyrirtæki var sternan tekin á samninga við Swiss Aluminium um 60.000 tonna álverksmiðju í Straumsvík. Áform um stóriðju voru mikið í umræð- unni, hafinn var undirbúningur Kísilgúr' verksmiðju árið 1961 og Búrfellsyirkjun var vígð 1970. Kaupmáttur jókst mikið og vfða mátti sjá merki um velmegun. Húsbyggingar jukust stórlega og bíleign landsmanna tvöfaldao ist. En eins og fyrri daginn var ekki slakað á kaupkröfum og á þessum árum áttuðu fáir sig á því að mestu skipti að ná sem mestri raunhækkun launa. Verðbólgan var jafn- vel litin hýru auga af ungu fólki sem sá að skuldir vegna húsbygginga minnkuðu hratt og greiðslubyrðin léttist sffellt. Þó var verðbólgan á þessum árum vart mælanleg miðað við það sem kom í kjölfarið. Segja má að fyrstu skref tölvubyltingar' innar hafi verið tekin árið 1964 en þá var fyrsta IBM tölvan flutt hingað til lands. Fyrirtækið stofnaði útibú hér á landi árið 1967. Upplýsingamiðlun gerbreyttist með tilkomu Sjónvarpsins, sem var deild í Ríkisútvarpinjr, sem hóf útsendingar árið 1966, tvö kvöld í viku. Áður höfðu þó margir /horft á sjónvarpsútsendingar varnallðsins en menningarvitar þjóðar- inpár þóttust sjá landann fara í hundana ’ hin íslenska tunga og menning væru /ekki í öndvegi þessa miðils. Unga fólkið setti mikinn svip sínn á ára- tuginn og tískusveiflur breyttu ásýnd menningarinnar. Sveiflan frá bftlatísku til hippamenningar gerði það að verkum að margir hárskerar urðu atvinnulausir. Tískuverslanir eins og Kamabær sáu um að ungviðið væri nýmóðins. I samræmi við stefnu sína um að aflétta hömlum á viðskipti gerði ríkisstjórnin samkomulag um gagnkvæmar tollalækk- anir á grundvelli GATT sáttmálans, al- menna tolla- og viðskiptasáttmálans. Árið 1967 varð ísland fullgildur aðili að GATT. Stjórnvöld ákváðu að ganga skrefi lengra og árið 1970 gengu Islendingar í fríverslunarsamtökin EFTA. Aðildin var samþykkt með atkvæðum stjómarflokk' anna gegn sjö atkvæðum Alþýðubanda- lagsmanna, en Framsóknarmenn sátu hjá. Athygli vakti að tveir forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fyrrverandi Al- þýðubandalagsmenn, Hannibal Valdi- marsson og Bjöm Jónsson, studdu aðild- ina. Island fékk 15 ár til þess að létta toll- um af innflutningi og var það gert til þess að vernda iðnað gegn samkeppni. Engu að síður jókst hún mjög í kjölfar samn- ingsins, auk þess sem Íslendingar nutu þess að fá tolla lækkaða í ríkjum EFTA. Árið 1967 brást síldveiði og árið eftir varð mönnum ljóst að hvarf hennar af miðun- um væri ekki tímabundið vandamál. Á sama tíma lækkaði verð á útflutningi á er- lendum mörkuðum og þjóðarframleiðsla minnkaði tvö ár í röð. Ríkisstjómin brást við með því að fella gengið tvfvegis, árið J967 og aftur ári síðar. Verð bandaríkja- ils hækkaði úr 43 krónum í 88 á rúmu ári.N'Seðlabankinn hafði verið aðskilinn frá Landsbankanum árið 1961. Atvinnu- leysi senbþafði nær ekkert verið á síldar- árunum jólÁt; stórlega og skyndilega urðu þúsundir manria án launa. Margir urðu til þess að leita að virinu utan landsteinanna og um mörg hundruoíslendinga fluttu til Svíþjóðar til þess að fá vtnnu við skipa- smíðar. Er talið að með fjölskyldum verkamanna hafi milli tvö og þrjú^iúíjund Islendingar flutt til Malmö í lengri eoá skemmri tfma. Sjöundi áratugurinn einkenndist af | stórátaki í efnahagsmálum og stóriðju. | Mestu stórátökin voru þó fæðing Surts- eyjar áfiðl963... ^ríðfeiínarstjómin, undir forsæti Jlafs Thors, tók við völdum sfðla árs 1959 sem leiddi ein- l'Tfverjar þær umfangsmestu efnahagsráð- stafanir sem nokkur ríkisstjóm hefur stað- ið fyrir. Gengi krónunnar var fellt árið 1960 tvisvar, og aftur minna árið 1961, um 34% ef miðað er við meðalgengi í innflutningi, vextir voru hækkaðir úr 7 f 11%, bótakerfið var afnumið og innflutn- ingur var að lokum gefin frjáls. Viðskipta- frelsi breytti viðskiptaháttum mikið til hins betra þar sem geysileg mismunum og spilling hafði þrifist og póltískt spottatog réði því hver árangur fyrirtækja gat orðið. Hagvöxtur á mann var 3,6% ffá 1961 til 1968 og 4,8% að jafnaði til 1975. Grundvöllurinn undir að hægt var að hrinda svo miklum breytingum til batnað- ar í framkvæmd var að kjördæmaskipan var breytt árið 1959. 1 skjóli óréttlátrar kjördæmaskipanar höfðu landsbyggðar- þingmenn, einkum úr Framsóknarflokki en einnig úr öðrum flokkum, staðið vörð um meinta hagsmuni dreifbýlisins. Þessi togstreita milli dreifbýlis og þéttbýlis hefur sett svip sinn á öldina alla. Leiðréttingar hafa smám saman rétt hlut þéttbýlis. I ald- arlok hefur verið samþykkt kosninga- skipulag sem f fyrsta sinn færir meirihluta þingmanna til þéttbýlisins á Suðvestur- homi, en talsvert vantar þó á að höfuð- borgarsvæðið fái þingstyrk í samræmi við íbúafjölda. Deilumar við Breta út af útfærslu land- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.