Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 30

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 30
aratugurinn - Vidskiptafrelsi 1. áratugar aldarinnar verður minnst fyrir efnahagsfrelsi í fjárfestingum sem leiddi til þess að fyrirtæki spruttu upp eins og gorkúlur en hurfu svo jafn harðan. \ um gróða. Árið 1903 var íslandsbanki hf. stofnaður fyrir erlent hlutafé. Voru bankar þá orðnir tveir í landinu, íslands- banki og Landsbanki, en auk þeirra störfuðu hér nokkrir sparisjóðir. Árið ífmabilið frá 1820 til 1913 hefur verið nefnt tími frjálslyndrar markaðsstefnu. Þvf hefur að vísu verið haldið fram að íslensk stjórnvöld hafi aldrei meðvitað fylgt þeirri stefnu, hitt er þó líklegra að fylgt hafi verið danskri fyrirmynd. Stefnan breyttist í fyrra stríði þegar ríkið tók að sér að stjórna mestöllum innflutningi um tíma. 1 kreppunni eftir 1930 voru innflutn- ingshöft aftur tekin upp og ríkið setti upp einkasölur á ýmsum vörum. 1 upp- hafi aldarinnar voru gjaldeyrisviðskipti með öðru móti en gerist í dag, þá jafn- gilti íslensk króna danskri, norskri og sænskri krónu, sem tengdir voru gull- fæti. Nokkuð var um að seðlar frá Dan- mörku, Noregi og Svfþjóð væru notaðir í viðskiptum hér á landi, og mynt frá þessum löndum var gjaldgeng f öllum löndunum. Jafnframt virðist íslensk mynt hafa verið gjaldgeng í hinum lönd- unum þremur, þó að óvíst sé að margir hafi kannast við hana þar. Norræna myntbandalagið leystist í raun upp í fyrra stríði, þó að þvf væri ekki slitið formlega fyrr en sfðar. I alþjóðlegum fjármálum hafði verið mikill uppgangur áratuginn fyrir alda- mótin, og andrúmsloftið ekki ólíkt því sem er nú öld síðar, með almennri trú á eilífan hagvöxt. Talsvert erlent áhættu- fjármagn var á lausu í leit að skjótfengn- 1908 segir Örebladet í Kris:janíu (Ósló) að efnhagslegt hrun hafi oiðið á Islandi eftir gróðabrallstfð sem byrjað hafi nokkrum árum fyrr. Islandsbanki hafi lánað í allar áttir, ekki sístltil húsbygg- inga í Reykjavík, en svo hafi verið skrúfað fyrir það. Meðal býgginga var Hótel Island sem var reist á gátnamótum Aðalstrætis og Austurstrætis( og tekur yfir það svæði sem nú er Ingólfstorg. Mikið framboð af erlendu fjármagni varð til þess að margir Islendingar leituðu eft- ir samstarfi við útlenda fésýsluptenn imen aihót einkum þó danska. Strax um aldamótin reis upp hvert hlutafélagið á fætur ixðru, sem vera átti stærra í sniðum en hingpð til hafði þekkst hér á landi, og ausa gnægtum fiskimiðanna hér við land með' nútíma tækni. Eitt þessara félaga var hlutafélagið „ísafold" stofnað í apríl 1899 í Kaupmannahöfn með 600 þúsund króna hlutafé. Var forgöngumaður þess Jón Vídalín, með breskt fjármagn og breskan viðskiptafélaga sinn, Louis Zöllner, að bakhjarli. Á útmánuðum 1900 var félagið gjaldþrota. Þó fór ekki jafnilla fyrir öllum þeim fyrirtækjum sem stofnuð voru. Islands Handels og Fiskeri Kompagni (IHF) var stofnað 1898 fyrir forgöngu Björns Sigurðssonar í Flatey. Var það enn ein tilraunin til að ávaxta danskt fé á íslandi. Á Geirseyri stóð það fyrir bryggjusmíð, reitagerð, smíði fisk- húss, íshúss ,óg vélaverkstæðis og fstjarnagerðyFiskifloti þess komst upp í 14 skip alls, flest kúttarar með 16-22 manna/ahöfn, auk skipa í förum á milli landa og gufubátsins Diönu. Árið 1906 va/IHF svo selt Pétri A. Ólafssyni versl- ánarstjóra. Var þetta eitt af fáum tilfell- um, þar sem athafnir hinna erlendu að- ila komu íslenskum athafnamönnum til góða. Árið 1907 stofnuðu Pétur Thorsteins- son, Thor Jensen og danskir fjármála- menn hlutafélagið P. J. Thorsteinsson & Co., eða Milljónarfélagið. Félagið hafði ( upphafi mikil umsvif víða um land en er fram í sótti gekk rekstur þessa rnikla fyr- irtækis illa og safnaði það stórskuldum. Kom til greiðslustöðvunar 3. janúar 1914 og var nefnd sett á laggirnar til að annast eignasölu og skuldalúkningu fé- lagsins og áttu ( henni sæti fulltrúar frá Handelsbanka, Nationalbanka og Is- landsbanka. Var eignum félagsins ráð- stafað skömmu áður en heimsstyrjöldin skall á og var þetta lánlitla fyrirtæki þar með úr sögunni, og þar með allar fyrir- ætlanir urn stórútgerð við ísland með þátttöku útlendinga. Áratugurinn var þó ekki einungis árang- ur mistaka þv( að mörg framfaraspor voru tekin á þessum tíma sæsíminn var opnaður við hátíðlega athöfn á Seyðis- firði 24- Júlí 1906 og þann 29 september var hraðskeytasambandið milli Reykja- víkur og útlanda opnað. Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1909 og Gas- stöðin tekin í notkun ári síðar. Áratugurinn markaði einnig upphaf vél- væðingar. Árið 1902 hófst vélvæðing ís- lenska fiskiskipaflotans, sem markar upphaf togaraaldarinnar, með þv( að vél var sett í sexærininginn Stanley frá Bol- \ungarvik. Fyrsti togarinn í eigu Islend- i'hga kom til landsins árið 1905. Árið 191-7 áttu Islendingar 17 togara. Þá kom fyrsti bíllinn hingað til lands árið 1904. Bjarni frá Vogi vildi kalla hann sjálfrenning, en öðrum fannst rennireið þjálla orð. Áþuginn á þessu undratæki varð strax mikillxog safnaðist múgur og margmenni til að berja hann augum og þreyttu götusveinar káppskeið við reið- ina. Áhuginn átti heldur 'ekki eftir að minnka þegar fram liðu stundir og undir ............. “íj, ‘ miðju ballarhafi, meðal allra mestu bíla þjóða heimsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.