Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 21

Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 21
ISBENDING Vísbending ársins Þá horfir fyrir endann á 18. árgangi Vísbendingar á því merka ári 2000. Árið hefur verið viðburðaríkt fyrir margra hluta sakir og sveiflur bæði í efnahags- og viðskiptalífinu hafa haldið mönnum við efnið. Vísbending hefur fjallað um þau mál sem skipta þjóðina og fyrirtæki hennar hvað mestu máli. Blaðið hefur að venju leitað til athygliverðustu hugmyndafræðinga landsins eftir vísbendingum og útskýringum á viðskipta- og efna- hagsmálum. Margir voru kallaðir en fáir útvaldir. Sumir fóru hreinlega á kostum eins og Þorvaldur Gylfason sem enn á ný sýndi að hann einn ferskasti hagfræðingur landsins. Marga aðra má telja til, eins og Ásgeir Jónsson, Þórð Friðjónsson, Sigurð Jóhannesson, Bjarna Braga Jónsson, Gylfa Magnús- son, Gylfa Dalmann, Stefán Arnarson, Tómas Örn Kristins- son, Guðmund Magnússon, Þórólf Matthíasson, Hannes Hólmstein Gissurarson, svo að fáeinir séu nefndir. Við þökkum þeim fyrir framlag þeirra. Hér á eftir má sjá glefsur úr því sem skrifað var á árinu. Krónan og gengismál Sú spurning blasir við íslendingum er ekki livort heldur hvenœr eigi að ganga í myntbandalag. Sá sem hér ritar hefur dregið fram nokkra þá kosti sem fylgja myntbandalagi við Norður-Ameríku. Bandaríkin eru í lykilhlutverki hvað varðar þjónustuviðskipti íslands og þar er að fuma helstu vaxtarbrodda í útflutningi. 1. tbl. - 7. janúar (Myntbandalag við Bandaríkin? - Ásgeir Jónsson). Tyjóðir, sem reyna að verja veika gjaldmiðla falli, tapa Jr jajhan á því, oft miklum fjárhœðum, eins og til að mynda Taílendingar fengu að kenna á sumarið 1997 og Brasilíumenn nokkru síðar, í ársbyrjun 1999. 5. tbl. - 4. febrúar (Krónan og evran: Hvor hentar betur? - Þorvaldur Gylfason). CTHtið er til sögu lslandsfrá seinna stríði er Ijóst að landið J-jhefur átt við krónískan verðóstöðugleika að stríða. Það liafa aðeins komið þrjú tímabil þar sem verðlag hefur verið nokkuð stöðugt; 1953-59, 1963-66 og nú síðast 1992-1998, en annars hefur verðbólga verið óásœttanleg. Stór hluti af þessum óstöðugleika hefur verið framleiddur með gengisfellingum sem hafa yfirleitt komið í kjölfar þenslu hér innanlands. 8. tbl. - 25. febrúar (Er krónan vöm gegn verðbólgu? - Ásgeir Jónsson). J Tœtta er þá á því að efnahagsaðstœður leiði til þess að ii gengið lœkki hratt eða öllu heldur að gjaldeyris- kaupmenn geri áhlaup á getigið þegar þeir átta sig á þeim brauðfótum sem það stendur á og að íslenska krónan tekur dýfu. 18. tbl. - 5. maí (Þegar krónan fellur). Jyráttfyrir lágt gengi erárangurinn mikils virðifyrirframtíð Jr Evrópu og þegar álfan hefur brotið af sér hlekki úreltra hugmynda þarf ekki að spyrja að því að evran verður gjaldmiðill sem krónan vildi að hún vœri. 24. tbl. - 16. júní (Evran - ónýtur gjaldmiðill?). G[aldurinn við myntbandalög ersá að þau eru hraðbrautir 'fyrir fjármagn og vörurfrá stœrri mörkuðum til þeirra smœrri og rjúfa efnahagslega einangrun sem er helsti dragbítur á framfarir á íslandi. 38. tbl. - 22. september (Kosið um evmna - Ásgeir Jónsson). Aútjaðri veraldar standa íslendingar í hringiðu gjald eyrissveiflna. Krónan hefur lœkkað mikið á þessu ári, um 9% frá því sem hún var hœst. 44. tbl. - 3. nóvember (Krónunni kastað?). Hagvöxtur og hagsæld Að öllu samanlögðu eru því meiri líkur nú á mjúkri lend- ingu en áður þótt aðflugið sé óneitanlega nokkuð glannalegt - og brautin stutt. 2. tbl. - 14. janúar (Góðæri í ljósi reynslunnar - Þórður Friðjónsson). VTelferðarríkið er þó að mörgu leyti falleg hugmynd um föðurlega umhyggju en verður yfirleitt kerfisleg sóun í framkvœmd. Endurskipulagningar velferðarketfisins erþörf, sem er eitt helsta viðfangsefni Vesturlanda á nýrri öld. 7. tbl. -18. febrúar (Velferðarríki). TJ'ramþróun yfir öldina sem heild hefur reynst œvintýraleg X og langtum stórstígari en nokkurn mun Itafa óraðfyrir í upphafi hennar... Hefur verg landsframleiðsla nœr 53- faldast, og tekur nokkuð á ímyndunaraflið, að fyrir hverja magneininguframleiðslunnarþá komifleiri enfimmtíu núna. 9. tbl. - 3. mars (Hagvöxtur yfir 20. öldina - Bjami Bragi Jónsson). CJkuldir útvegsins eru kapítuli út affyrir sig... Skuldirnar O námu um 170 milljörðum króna íárslok 1999 skv. nýácetl- uðum tölum frá Seðlabanka Islands og þjóðhagsstofnun og hafa aldrei verið meiri. Þetta gerir 12,5 milljónir króna á hvern vinnandi mann í sjávarútvegi. 22. tbl. - 2. júní (Framleiðni og lánsfé - Þorvaldur Gylfason). Tyeir sem stofnuðu fyrirtœki árið 1995 hafa líkast til ekki Jr gert ráðfyrir því áð á fimm árum myndi tímakaup hœkka um tneira en 20% að raungildi. Frumleg hugsun á lítinn þátt í uppgangsskeiðinu. Þar hafa jarðýtur og byggingarkranar verið í aðalhlutverki. 44. tbl. - 3 nóvember (Hagvöxtur með handafli - Sigurður Jóhannesson). T\að vekur athygli að tekjur hins opinbera hafa stóraukist Jr á þessum árum. í byrjun áratugarins námu þœr um 36% aflandsframleiðslu en í lok hans tœplega 41%, þ.e. árið 1999 -síðasta árið sem tölur liggja fyrir um. ...Það er umhugsunarefni hvert stefnir í þessum málum. 45. tbl. - 10. nóvember (Stefnumörkun í ríkisfjármálum - Þórður Friðjónsson). J~\að er því auðvelt fyrir eina kynslóð að draga verulega úr x samkeppnishæfni þeirrar nœstu með óskynsamlegum ákvörðunum og með því að gleyma því að aukin framleiðni fyrirtœkja er forsenda betri lifskjara. 39. tbl. - 29. september (Framleiðni). 5páð er3,5% hagvexti á þessu ári en OECD spáir einungis 1,1% hagvexti á íslandi á nœsta ári. Lendingin er því öllu harkalegri hér á landi en í Bandaríkjunum og gœti reyndar orðið enn harðari ef ytri aðstœður reynast óhagstœðar. 47. tbl. - 24. nóvember (Stund milli stríða). Breyttir tímar /'sland er enn hrávinnsluþjóðfélag og verður það áfram ef ekki er leitað leiða til þess að þjóðin virki höfuðið f auknum mceli. 16. tbl. - 21. aprfl (Þekking og þjóðfélag). 7V Tú hefur íslenska hagkerfið þróast á þann veg að 1 V einstaklingar og hlutafélög ráða œ meira nýtingu og ráðstöfun framleiðsluþátta. Þessi auknu völd hafa verið á kostnað stjórnmála- og embœttismanna. Þessi þróun sést einnig íbreyttrifjölmiðlun, þvíundanfarin misseri hafafréttir af fyrirtœkjum og hlutafjármarkaði stóraukist. 37. tbl. - 15. september (ísland hf. - Hluthafalandið - Stefán Amarson). 21

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.