Vísbending


Vísbending - 22.04.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 22.04.2005, Blaðsíða 2
ISBENDING Ríkidæmi Bandaríkjanna Island er eitt allra ríkasta land í heimi þegar horft er á verga landsframleiðslu á mann, ásamt hinum Norðurlönd- unum. Það eru einungis Bandaríkin, Lúx- emborg, Sviss og Irland sem komast í sama flokk og Norðurlöndin. Engu að síður er stundum erfitt að telja fólki frá Bandaríkjunum trú um þessa paradís í Norður-Evrópu. Astæðan fyrirþví erekki svo undarleg. Bandaríkin Þegar ríkidæmi landa er borið saman er venj ulega stuðst við verga landsfram- leiðslu á mann, helst á kaupmáttarkvarða. Bandaríkin lenda yfirleitt á toppnum í þessum samanburði. Þó eru dæmi um að Lúxemborg komist efst á blað og Noregur og Sviss séu ekki fjarri Bandaríkjunum. I nýjustu tölum frá OECD fyrir árið 2004 (á verðlagi ársins2000),þarsem meðaltal 30 OECD-ríkja er sett sem 100, er stuðull Bandaríkjanna 145 og írland (128) og ísland (121) þar á eftir. Noregur hefur hins vegar stuðulinn 151 og Lúxemborg stuðulinn 208, og eru bæði þessi ríki því vel yfir Bandaríkjunum. Bandaríkin eru hins vegar öllu stærra hagkerfi en Noregur og Lúxemborg og einstök fylki í Bandaríkjunum eru sum hver einnig stærri en þessi lönd. Aftur á móti eru einstök fylki Bandaríkjanna afar sjaldan skoðuð sérstaklega þó að tals- verður munur sé á mil 1 i þeirra bæði hvað varðar menningu og ekki síður hagkerfi oghagsæld.Sænskarannsóknarstofnunin Timbro gerði hins vegar áhugaverðan samanburð á fylkjum Bandaríkjanna og Evrópusambandslöndum á síðasta ári. Þar kemur fram að bæði fy lkin Kólumbía og Delaware eru betur stæð hvað varðar verga landsframleiðslu á mann en Lúxem- borg. Kólumbía er reyndar langríkust með stuðulinn 440 (þegar meðaltal fimmtán Evrópusambandsríkja (EU15) er sett sem 100) í samanburði við Lúxemborg sem er með stuðulinn 190. Það sem meira er, ef Lúxemborg er undanskilin jafnast Evrópuríkineinungisáviðfátækarifylki Bandaríkjanna. Jafnvel Norðurlöndin eru langt fyrirneðan ríkustu fylki Bandaríkj- anna á listanum og koma einungis á hann eftir að fyrstu 40 fylkin í Bandaríkjunum hafa raðað sér fyrir ofan þau. Island og Danmörk eru með stuðul í kringum 120 en til samburðarinásjáaðtíuiylki Bandarík- janna eru vel yfir 150 (sjá mynd). Neyslan Rannsóknir á neyslu í Bandaríkjun- um og Evrópu styðja áðumefndar niðurstöðu þó að erfitt sé að bera þetta saman þar sem samneyslan er mun meiri í Evrópu en Bandaríkjunum. Meðal-Jón- inn í Bandaríkjunum á mun fleiri heimil- istæki, fleiri og dýrari bíla og býr í stærra húsnæði en meðal-Jóninn í Evrópulönd- unum og þar með talið á Norðurlönd- unum. Einkaneysla á íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu, um $ 16.000 á mann. Einungis einkaneysla í Lúxemborg er hærri, um $17.000.1 Bandaríkjunum er einkaneyslan hins vegar um $23.000 á mann. En meðal-Jóninn vinnur einnig lengur í Bandaríkjunum en víðast hvar í Evrópu, ef ísland er undanskilið, en eitt vandamálið við samanburð á vergri landsframleiðslu á mann er einmitt að hlutfallið tekur ekki tillit til vinnutíma og atvinnuþátttöku. Það breytir því þó ekki að næstum hvar sem fólk er í Bandarikjun- um er það betur efnað að jafnaði en fólk á Norðurlöndunum. Það er nokkuð sem getur komið einhverjum á óvart. Meðal-Jónar Myndin af ríkidæmi þjóða verður tals- vert önnur þegar Bandaríkjunum er skipt upp í smærri einingar. Hinar ríku Evrópuþjóðir og sérstaklegaNorðurlöndin sem eru ætið meðal þeirra ríkustu verða þá ekki alveg eins aðdáunarverð. Munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu er einnig áberandi þar sem meðaltal vergrar lands- framleiðslu á mann í Bandaríkjunum er næstum 50% meira en meðaltal fimmtán Evrópusambandslanda. Samanburðurinn verður þó fyrst mjög athygliverður þeg- ar ríki Evrópu skrapa botninn í saman- burði við fylki Bandaríkjanna og jafnvel Norðurlöndin verða meðal-Jónar. Heimild: Fredrik Bergström & Robert Gidehag (2004), EU versus USA, Timbro. Verg landsframleiðsla ú mann iJylkjum Bandaríkjanna og Evrópusambandslöndum á kaupmáttarkvarða m.v. árið 2001 (EU15=100) 200 Kólumbía út fyrir skala = 440 I l,ilf{|l|i i. oo I ii '6 S m ilii öðl ! ! ilss ú E 5 í <r íaf V 2 illips 5 íí Heimild: Eurostat og Bureau of Economic Analysis. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.