Vísbending


Vísbending - 22.04.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 22.04.2005, Blaðsíða 1
ISBENDING 22. apríl 2005 16. tölublað Viku rit um viðskipti og efnahagsmál 23. árgangur Millj arðamæringur að vakti talsverða athygli og sennilega undrun þegar Björgólf- ur Thór Björgólfsson var á meðal milljarðamæringa á Forbes-listanum i marsmánuði. Islendingar voru sér meðvit- aðir um að Björgólfi Thór og föður hans hefði gengið vel síðan þeir létu til sín taka í íslensku viðskiptalífi en fæstir áttuðu sig á að hann væri samanburðarhæfur við þá ríkustu í heiminum. Ritstjórum Forbes fannst þetta ekki síður merkilegt og lögðu fjórar síður í blaðinu undir umíjöllun um þennan unga Islending. Þegar stærð hagkerfisins áíslandi og fjöldi Islendinga er hafður í huga kemur þessi niðurstaða vissulega merkilega fyrir sjónir. Norðurlandameistarinn ndanfarin ár hafa það aðallega verið SvíarafNorðurlandabúum sem hefur tekist að stilla sér meðal þeirra ríkustu í heimi. Þeir eru enn flestirNorðurlandabúa á þessum lista, eða níu talsins með Ingv- ar Kamprad, eiganda Ikea, sem ríkasta mann Evrópu og sjötta á aðallistanum, og eru eignir hans metnar á 23 milljarða Bandaríkjadala. Næsturhonum í röðinni, hvað Norðurlandabúa snertir, er aðaleig- andi fatakeðjunnar Hennes & Mauritz, og eru eignir hans metnar á 11,2 milljarða dollara og erhann í 29. sæti heildarlistans. Fjórir norskir milljarðamæringar eru á listanum. Efstur þeirra er John Fredrik- sen skipakóngursem hefúrfjórfaldaðriki- dæmi sitt á einungis tveimur árum og telst nú vera í 160. sæti á listanum, með eignir metnar á 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Annar skipakóngur og ríkasti maður Dan- merkur er þó öllu ríkari en sá er Maersk Mc-Kinney Moller, sá hinn sami og gaf dönsku þjóðinni óperuhús fyrr á árinu og fjármagnaði enn fremur að stórum hluta menningarhús Islendinga í Kristjánshöfn. Eignir hans eru metnar á 5,3 milljarða Bandaríkjadala og telst hann vera í 90. sæti á listanum yfir ríkustu menn heims. DanimireruþríráþessumlistaogerKjeld KirkKristiansen, aðaleigandi Lego, þeirra á meðal, í 243. sæti aðallistans með eignir metnar á 2,5 milljarða dala. Athyglivert er að enginn finnskur milljarðamæringur er á listanum en eins og áður sagði þá er einn Islendingur á listanum og er hann sá fyrsti í sögu Forbes-listans. Eignir Björgólfs Thórs Björgólfs- sonar eru samkvæmt matsaðferðum Forbes metnar á 1,4 milljarða dala og telsthann vera488. ríkasti maðurheims. Eins og áður sagði verður þetta sæti fyrst Milljarðamœrmgar Norðurlanda miðað við lista tímaritsins Forbes (milljarðar Bandaríkjadaia) verulega merkilegt þegar stærð hagkerfis íslands er haft í huga. Þannig er virði eigna Björgólfs Thórs um 11,2% af vergri landsframleiðslu (VLF) í slands árið 2004 en verðmæti eigna Kamprads er 6,7% af VLF Svíþjóðar, virði eigna Mollers um 2,2% af VLF Danmerkur og virði eigna Fredriksens 1,4% afVLF Noregs. Hlutfallslega er Bj örgólfúr Thór því lang- ríkasturNorðurlandabúa og hlutfallslega ríkari en Bill Gates en eignir hans eru metnar á 46,5 milljarða dala sem er þó einungis 0,4% af VLF Bandaríkjanna. Byltingin Björgólfur Thór er merkisberi nýrra tíma í viðskiptum þar sem menn geta orðið ótrúlega ríkir á örskömmum tíma. Fyrir u.þ.b. sex árum vissi varla nokkur á Islandi hver þessi maður var, nú geta sennilega fleiri nefnt hann á nafn en for- sætisráðherra landsins. Það sem sýnir þó enn frekar uppgang hinna nýríku, og það er ekki alveg ótengt Björgólfi Thór, er rússneska byltingin en hann aflaði einmitt upphaflega auðmagnsins í Rússlandi. Alls má finna 26 rússneska milljarðamæringa á listanum og efstan þeirra ber Roman Abramovich,olíukónginnogeigandaknatt- spymufélagsins Chelsea. Hann er í 21. sæti á aðallistanum og eignir hans eru metnar á 13,3 milljarða dala. Samanlagt er virði eignaþessararússneskumilljarðamæringa um 90,6 milljarðar Bandaríkj adala eða um 14,8% afVLF Rússlands. Alls fór 131 nýr milljarðamæringur inn á lista Forbes að þessu sinni og þeirra á meðal var Islendingurinn. I viðtali við Forbes segir Björgólfúr Thór að völd og peningar séu einungis vegur til virðing- ar. I nútímaþjóðfélagi er það raunin og virðing hans hefur aukist vemlega í íslensku þjóðfélagi. Það sem erþó kannski athygliverðara er að vegur Islands hefúr einnig vaxið fyrir tilstilli þeirra fyrirtækja sem hafa verið hve digmst á erlendum mörkuðum, og þá ekki síst fyrir tilstilli fýrsta íslenska milljarðamæringsins. Það er hugsanlega bylting. ^ BjörgólfurThórBjörgólfs- ^ RíkidæmiNorðurlandamia Ólafur Klemensson hag- a heim allan um þessar' I son er á meðal milljarða- ) er ekki jafn stórkostlegt -4 fræðingurfjallarumþálágu mundir.Raunvextirmunu X mæringa heimsins sam- Á* þegar það er borið saman raunvexti sem einkenna T aðöllumlikindumennum kvæmt samantekt Forbes. við fylki Bandaríkjanna. stöðu efnahagsmála um sinn haldast lágir.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.