Vísbending


Vísbending - 22.04.2005, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.04.2005, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3) (spamaði) er þvi ekki skýring á lækkandi raunvöxtum, einfaldlega vegna þess að spamaður sem hlutfall afVLF hefur farið lækkandi. Þær skýringar sem fram hafa verið færðar fyrir lækkun raunvaxta, s.s. að spamaður hafi aukist vegna fjölgunar eldra fólks sem spamar meira en aðrir eða að spamaður hafi aukist vegna aukins frelsis á fjámiagnsmörkuðum, standast því ekki. En þá má spyrja hvort lægra hlutfall fjármunamyndunar af VLF og þar með minni eftirspum eftir langtíma- lánsfé hafi ekki leitt til lægri raunvaxta. Eftirspum eftir íjáríestingarfé hefði átt að dragast saman vegna minni arðsemi fjárfestinga en áður. Þessi skýring getur ekki talist fullnægjandi því að arðsemi fjárfestinga hefur farið vaxandi á sei- nustu ámm. Fleiri skýringar úr innri þáttum efna- hagskerfsins koma til greina. Hér má nefna að grunnbreytingar hafa orðið í efnahagsuppbyggingu hagkerfa. Vægi þjónustugreina hefur vaxið gríðarlega á seinustu 2-3 áratugum. Þjónustugreinar em að jafnaði mun mannaflsfrekari en flestar aðrar atvinnugreinar en að sama skapi þurfaþærminni ijárfestinga við. Þar af leiðir að eftirspum eftir langtímalánum hefur að tiltölu dregist saman og þetta kynni að hafa leitttil lækkunarraunvaxta. Hér má þó benda á að þjónustugreinar hafa vaxið hlutfallslega en sá vöxtur hef- ur orðið á mörgum ámm og getur því vart skýrt lækkun raunvaxta seinustu 10 árin, ekki nema þá að hluta. Þá hefur efiirspum eftir skuldabréfum aukistmjög á seinustu ámm, bæði vegna eftirspum- ar frá lífeyrissjóðum og minni arðsemi hlutbréfa en áður, sérstaklega seinustu árin. Aukin eftirspum hefur eðlilega leitt til lægri arðsemiskröfu á skuldabréfa- markaði eins og glöggt hefur komið fram á íslenskum skuldabréfamarkaði og í húsnæðislánum viðskiptabankanna. Einnig má nefna að tvíhailinn í BNA, viðskiptahalli og ríkissjóðshalli, hefur sjálfsagt haft lækkandi áhrif á vexti og raunvexti á seinustu missemm. Þetta erþó einvörðungu bandarískt vandamál sem fyrr eða síður hlýtur að linna. Hagsveifluþættir Af ofansögðu má vera ljóst að innri þættirefnahagskerfisinseðabreyting- ar á þeim ná ekki að skýra af hverju raun- vextir hafa lækkað eins og raun ber vitni. Því er rétt að snúa sér að hagsveifiuþáttum sem hugsanlegum skýringum. Vitað er að hagsveifluþættir hafa ráðandi áhrif á þróun raunvaxta til skemmri tíma litið og þar hefúr peningamálastefnan ásamt væntingum afgerandi áhrif. Aðrir þættir kunna einnig að hafa áhrif, s.s. ríkis- fjármálastefnan, þróun hlutabréfaverðs ISBENDING og verðþróun mikilvægra hrávara eins og olíu. I tiltölulega einföldu raunvaxta- líkani sem Den Danske Bank setti upp til að útskýra raunvaxtabreytingar á 10 ára bandarískum skuldabréfúm fæst mj ög góð nálgun að raunvaxtaþróun seinustu áratuga. Skýristærðir eru stýrivextir Federal Reserve, breytingar á peninga- málastefnu, framleiðsluspenna (e. out- put gap), gullverð og tafðar brejdingar á raunvöxtum. Líkanið skýrirmest afþeim breytingum sem orðið hafa á raunvöxtum á seinustu árum. Hagsveifluþættir, og sérstaklega peningamálastefnan, skýra býsna vel raunvaxtaþróunina. Sérstak- Iega verður að telja að hin lausbeisl- aða peningamálastefna sem ríkt hefur í flestum iðnríkjum um langt skeið sé meginástæðan fyrir lágum raunvöxtum seinustu ára. Hins vegar virðist vera ljóst að gegnsæ og stefnumarkandi peninga- málastefna allra helstu seðlabanka í heim- inum á seinustu 10-15 árum gerir það að verkum að raunvöxtum núna er beint meira fram á við en áður og þeir eru í minna mæli háðir peningamálastefnunni þegar til skemmri tíma er litið. Niðurstöður vo virðist sem hagsveifluþættir, sér- staklega stefnan í peningamálum, geti skýrt að verulegu leyti af hverju raun- vextir eru núna sögulega séð mjög lág- ir á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Aðrir þættir efnahagsþróunar kunna að skýra lága raunvexti að einhverju leyti, sérstaklega minni spurn eftir fjárfest- ingarlánum vegna lækkandi hlutfalls fjármunamyndunar af VLF. Aðrir þætt- ir, sérstaklega aukin eftirspurn lífeyris- sj óða eftir skuldabréfúm, kunna einnig að skýra að takmörkuðu leyti lága raunvexti seinustu árin. Þróun raunvaxta til skemmri tíma litið fer mjög eftir þvi hvort verðbólga muni fara vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Ef slíkt gerist má búast við lækkun raunvaxta nema ef peninga- málayfirvöld grípa til ráðstafana með verulegri hækkun stýrivaxta. Þá er líklegt að raunvextir fari hækkandi á næstu árum enda hafa bæði bandaríski seðlabankinn og sá breski hækkað stýrivexti sína á seinustu mánuðum og þrengt þannig að í peningamálum. Hér veltur mikið á hvernig Federal Reserve mun beita peningamálastefnu á næstu misserum en hann hefur hækkað stýrivexti unt 1,75 prósentustig á seinustu mánuðum. Vextir munu því þokast upp á við þótt enn sé mikið laust fé í umferð og vaxtaálag (það útlánaálag sem viðskiptabankar leggja ofan á stýrivexti) og áhættuálag sé enn þá tiltölulega lágt. Þá mun draga úr eftir- spurn eftir áhættumeiri skuldabréfum og áhættuálagið mun hækka á ný. Aðrir sálmar _____________________________________y ( Flokksskírteini ríkissjóðs Oðru hvoru gerist það að allir ætla að verða ríkir samtímis. í kennslubókum er talað um túlípanaæðið í Hollandi. Tíma- bundinn skortur á túlípönum varð til þess að verðið hækkaði óeðlilega og allir kepptust við að festa fé sitt í þessari verðmætu vöru. Afleiðingin varð offramboð ogflestir töpuðu sinu fé. Hér á landi muna menn keðjubréfa- og hlutabréfaæði, til dæmis í Decode áður en félagið var skráð. Nú vilja margir ólmir eignast símann. Ríkisstjómin vill að réttir menn fái hann. Ætli hann sé góð fjárfesting? Ef marka má fféttir lofa menn hlutafé, án þess að hafa hugmynd um hve hátt á að bjóða, eða hvemig rekstur Landssímans er. Hér hafa menn ruglað saman því, að það er ómögulegt að selja ríkiseigur með þeim hætti að almenningi finnist hann vera afskiptur og hinu, hvaða vit er í því að einstaklingarkaupi símann. Væntanlegaer Landssíminn stöndugt fyrirtæki og líklega ágætlega rekið. Leiða má að því líkur að það megi reka enn betur af einkaaðila en ríkinu. Með sameiningu við erlend fyrirtæki verður til stærri heild þó að ekki blasi við að reksturinn hér á landi verði hagkvæmari við það. Best væri fyrir einstaklinga að fá að kaupa viðráðanlega skammta í fyrirtækinu eftir að ljóst verður hverjir stórlaxamir verða. Útboðið yrði þannig að t.d. helming- ur yrði seldur hæstbj óðanda og almenning- ur fengi svo að kaupa það sem eftir væri á sama verði. Þá getur fólk ákveðið hvort það treystir þeim sem verða leiðandi í fyrirtækinu og telur fyrirtækið vænlegan kost á því verði sem boðið var. Ef ekki selst allt með þessu móti þá mætti skylda kjölfestufjárfesti til þess að kaupa það sem eftir væri á sama verði og hann bauð upp- mnalega. Með þessu móti tryggir ríkið bæði sanngimi frá sjónarhóli almemiings og það að gott verð fáist (svo fremi sem einhvervill fyrirtækið). Þeir einstaklingar sem taka þátt í útboðinu em jafnsettir stór- löxunum varðandi áhættu afhagnaði og tapi á hlutabréflim. Stjómmálamenn mega ekki tapa tiltrú almennings í þessu máli, en þess verður líka að gæta að hæfir aðilar geti leitt símann í framtíðinni. - bj V J f Ritstjóri og ábyrgöarmaður: A Eyþór Ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Uppiag: 700 eintök. öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.__________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.