Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 6
Strandferðadeildirnar sjá um vörusendingar með strandferðabátunum ltring um land, önnur með „Hól- um“, hin með ,,Skálholti“. Með báðum þeim skipum hef- ir Magasínið menn í förum allt sumarið, og selja þeir vörur þessar á höfnunum kring um allt land. Deildar- stjórar eru þeir P. Biering og Ragnar Þorsteinsson. Af- greiðsla „Búa“, flutningabáts Kjalnesinga og Mosfell- inga er nú í Magasíninu. Áður var þar afgreiðsla Thore- félagsskipanna ,en er nú flutt þaðan. Verzlun og fiskverkun hefir Thomsen á Akranesi með útibúi á Seleyri i Borgarfirði, sérstaklega til ullar og fjárkaupa, og flytur þaðan kjöt til bæjarins á haustin og útbýtir þaðan vörum til sveitamanna. Sveinn Guð- mundsson er verzlunarstjóri á báðum þessum stöðum. I Kaupmannahöfn hefir Thomsen ennfremur skrif- stofu til afgreiðslu á innlendum og útlendum vörum. Sjöunda myndin er úr kjallaradeildinni. Þar eru alls- Járn- og leirvörudeild. konar drykkjarvörur, vín, öl og gosdrykkir. Hún er und- ir norðurenda aðalhússins. í sambandi við hana má telja gosdrykkjaverkstofu i húsinu hinum megin við götuna, og er þar allur útbúnaður til gosdrykkjagerðar, og í þá notað vélasíað lindarvatn. Yfirmaður kjallarans er Jör- gen Þórðarson. Næst er vindla-deildin, og er þar allt í kring skápai' frá gólfi til lofts, fullir af vindlakössum, eins og myndin sýnir, og sést þar á kassagaflana með ýmsum merkjum. Á sumum er fálkinn, og ber hvítur við blátt loft, en á Bazardeildin. öðrum er íslands-kort, hvítt i blárri umgerð. — Stór vindlagjörðarverkstofa, sem verzlunin rekur, stendur í sambandi við þessa deild. Handa henni er leigt húsrúm í Vinaminni, vestur í bænum, góðan spöl frá Magasín- inu. Þar vinna 14 stúlkur stöðugt að vindlagerð, en fyr- ir verkstofunni er dönsk kona, frú Th. Glismann. Kjallaradeildin. I Vinaminni er einnig brjóstsykursgerðarstofa verzl- unarinnar, í kjallaranum. Þar eru tilbúnar allskonar tegundir af bi'jóstsykri og þess konai' varningi. Fyrir því verki er danskur maður, M. Glismann. Níunda myndin er úr nýlenduvörudeildinni, og er hún í austurenda Nýhafnarhússins. Fyrir henni er Vilh. Jónsson. Þar er kaffi, sykur, ávextir, niðursoðinn mat- ur allskonar o. s. frv. Síðasta myndin er af sölubúðinni í matvörudeildinni. V indladeildin. Hún er öll klædd postulínsplötum á vegg-junum, en selt á marmaraborði. Þarna fást allskonar matvörur, tilbún- ar á borð, kjöt, pylsur, egg, smjör o. s. frv. Innar af sölubúðinni er eldhús, reykingarofn og niðursuða á mat- vælum. Slátrunarhús er þar rétt hjá, og þar daglega slátrað allt árið um kring, ýmist nautum, sauðum eða svínum. íshús er þar skammt frá tiÍ þess að geyma í þær matvörur, sem frysta þarf. Uti við fjöruna eru svínahús. Verzlunin hefir nú um nokkur ár haft svína- rækt og elur að jafnaði um 60 svín. — Fyrir matvöru- deildinni er Einar Vigfússon. 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.