Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 39
„Ég get svo lítið“. Margir menn segja alltaf við sjálfa sig: „Ég get svo lítið. Þó að ég geri mitt ítrasta, kemst ég aldrei langt í lífinu“. Jafnvel ungir menn, undir þrítugt, hafa þessa minnimáttarkennd. En því fyrr, sem þeir losa sig við hana, því betra. — Því að enda þótt mað- ur sé ekki mikill í dag, þarf hann ekki að vera það alla æfi. Ég hefi um dagana séð svo marga lítilsmeg- andi menn verða mikla menn, að ég held að allir geti orðið það. En hafi maðurinn enga metorðagirnd, getur hann öðlazt hana, með réttum, utana,ðkomandi áhrifum. Allir verða ekki metorðagjarnir á sama aldri. Fertugur maður getur skyndilega orðið metorða- gjarn. Einn af stærstu kaupmönnum í London — Burbridge — ákvað ekki að stofna stórt verzlun- arhús fyrri en hann var kominn yfir fertugt. 0g einn af stærstu kvikmyndaframleiðendum heims — Laenmile — stjórnaði lítilli fatnaðar- vöruverzlun, þangað til hann var orðinn fertug- ur. Með öðrum orðum: Menn geta gengið þess duldir hvað í þeim býr, þangað til þeir eru orðn- ir fertugir eða eldri. Skyndilega rakna menn við sér, verða varir óvenjulegra hæfileika og verða miklir menn. — Þeir verða forvígismenn hver á sínu sviði. Menn eiga ekki að þola þá prédikara og kenn- ara, sem segja: „Hver á að vera ánægður með sitt hlutskipti í lífinu“. Slíkar kenningar eru skaðlegar og siðspill- andi. Það er helgasta skylda hvers manns, að hagnýta sem bezt hvert tækifæri til að komast áfram í lífinu. Lítum til Grikkja til forna. Ilvers vegna öðl- ast þeir frægð og ódauðleika? Var það ekki af því, að meðal þeirra voru fáir menn, sem voru „litlir“ ? Grikkir voru ekki fjölmenn þjóð, en þeir voru flestir miklir menn. Þeir þroskuðu sig og settu markið hátt. Þvílíkra starfsmanna þarfnast hvert fyrir- tæki. Eftirspurninni eftir þeim er sjaldan full- nægt. Það bíður gott starf þess manns, sem vill og hefir trú á að hann geti rækt það. Og mörg erfið verk verða látin ógerð, ef menn ekki þroska sig til að vinna þau. FRJÁLS VERZLUN »Hversvegna gerði ég þetta ekki fyr«. „Hvers vegna gerði eg þetta ekki fyr?“ Sumir kaupsýslumenn hafa venjur, sem menn skilja ekkert í. Það eru engar ástæður fyrir þeim, en samt hafa menn þessar venjur. Ein af þessum óskiljanlegu venjum er sú, að bíða árum saman eftir að koma einhvei’ri fram- kvæmd í verk, sem hefir aukinn hagnað í för með sér. Ef ný skriístofuvél er smíðuð, kaupa þá flest fyrirtæki hana strax? Nei, mjög fá gera það. Jafnvel eftir að það hefir komið í ljós, að vélin borgar sig á einu ári, þá láta rnörg fyrix’- tækin árin líða, án þess að afla sér hennar. Og sum kaupa hana aldrei. Það vei’ður alltaf að vekja athygli á nýjum tækjurn með auglýsingum og sölumönnum, ef hægt á að vera að selja þau til 50% væntan- legi’a notenda. Það gekk illa að selja ritvélaimar, þegar þær komu fyi'st á mai’kaðinn. Sum fyi’irtæki biðu í 20 ár með að kaupa ritvál. Þegar lausblaðabækur urðu til, vildu næstum engin fyrirtæki kaupa þær. Og enn er til fjöldi fyrirtækja, sem halda við gömlu aðferðina. Margir hafa enn klukkur, sem di’egnar eru upp með lykli og aði’a líka hluti, sem urðu úr- eltir fyrir mörgum árum. Enn eru til í London hestvagnar til matarflutninga. En þegar menn hafa svo loksins framkvæmt einhverja breytingu til batnaðar, þá segja þeir kannske alls ekki við sjálfa sig eða vini sína: „Hvers vegna gerði ég það ekki fyr?“ Venja menn sig þá af þessu framtaksleysi ? Venjulega ekki. Menn franxkvæma einhvei’ja endui’bót sem borgar sig vel, en láta svo bíða von úr viti, að framkvæma aði’a eins endurbót. Orsök þessa er að mínu áliti, að menn þjást miklu meira en almennt er álitið, af framtaks- leysi. Það er eftirtektarvei’t, hversu fáir menn geta tekið skjótar ákvarðanir. Daglega fást menn við sömu viðfangsefnin, aftur og aftur, en þeg- ar óþekkt viðfangsefni kernur til sögunnar, þá vii'ðist hugur rnanna óstai'fhæfur. Það þarf afar stei’kan vilja til að þvinga sig út úr gamla „farinu“ — til að hætta við það sem úi’elt er orðið og taka upp nýjungai'. En það kostar enga reynslu að rölta bara áfram eins og áður — gera það sama í dag og í gær. Það er auðvelt og það er óhætt að reiða sig á það, að flestir menn gera það sem auð- veldast er. 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.