Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 29
Hausavíxl og hundalógik. Hr. ritstjóri! Formaður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson, skrif- ar nú þessa dagana hverja greinina á fætur annarri í „Tímann“ undir yfirskriftinni „Frjáls verzlun". Grein- ar þessar koma þó eiginlega hvergi nærri verzlun, held- ur eru að langmestu leyti um pólitík, en um verzlunar- hliðina á þessum greinum geta menn nokkuð dæmt af eftirfarandi setningu: „í verzlunarmálum landsins vii'ðist frjáls samkeppni ráða um allt það vörumagn, sem ekki er bundið með hinum fáu rikisverzlunum". Það er ekki ofmælt, að hér sé haft hausavíxl á því sem rétt er. En það sem ég vildi þó aðallega minnast á, er eftir- farandi athugasemd greinarhöfundar, er hann talar um höfðatöluregluna umþráttuðu: „-----En sú regla var í því fólgin, að kaupfélag, sem hafði 100 félagsmenn, fékk „kvóta“ sinn aukinn um þriðjung, ef félaginu bættust 50 nýir félagsmenn með fullum viðskiptum“. Og svo síðar: „Höfðatölureglan var hið eina sýnilega tákn frjálsrar verzlunar í land- inu. Hún var hin eina sönnun fyrir frelsi borgaranna í viðskiptareglunni“. Það liggur við að manni blöskri svo slíkur mál- flutningur, að naumast fái fengið af sér að rökræða svo afkáralega kenningu. En í þessari tilfæi'ðu gi’ein koma ljóslega fram einkenni greinarhöfundar, sem pólitisks blaðamanns. Hann segir rétt frá í hverju höfðatölureglan er falin, nema hvað hann bætir inn í einu litlu orði, sem fæstir taka eftir, sem ekki þekkja til verzlunarmálanna, og það er orðið „fullum“ á und- an viðskiptum. J. J. gengur sem sé út frá, að höfða- tölureglan nái ekki til annara viðskiptamanna kaup- félaga en þeirra, sem eru í „fullum viðskiptum", þ. e. verzla hvergi annars staðar. En eg staðhæfi, að þetta er alrangt. Það er enginn greinarmunur gerður á þvi, hvort viðskiptamaður kaupfélags verzlar meira eða minna. hjá einhverjum kaupmanni á staðnum, ef hann aðeins er skráður félagi í kaupfélag'inu. Enda sér hver maður, að það er ekki nema í undantekningartilfellum hægt að segja um, hvort viðskiptamaður hefir öll sín viðskipti i tiltekinni búð eða ekki. Eg þekki til ýmsra kaupfélaga og fjölda bænda, sem við þau verzla og get vottað, að það var nær undantekning þar sem eg þekkti til, að bændur væru i „fullum viðskiptum“ í kaupfélagi. Það var eklti fyrr en eftir að búið var m. a. með hjálp FRJÁLS VERZLUN hinnar hneykslanlegu höfðatölureglu að beina vöru- straumnum til kaupfélaganna, að viðskipti margra bænda gerðust hjá þeim, að nær öllu leyti, og það var eingöngu af því, að kaupmaðurinn hafði ekki lengur vöruna á boðstólum — varð jafnvel að hætta að verzla sökum vöruskorts. Þótt kaupmaðui' gæti sýnt fram á að tala viðskipta- manna sinna hafi aukist, þá fengi hann ekki meiri inn- flutning, og sést á því bezt hver heilindi eru í stai'fs- reglum gjaldeyi'isnefndarinnar. Þetta kallar J. J. „sönnun fyrir frelsi borgaranna", en ef rétt er með farið, er það sönnun fyrir ófrelsi borgaranna. Þeii', sem vilja kynnast hausavíxli og hundalógík, eins og slíkt er hreinast, ættu að lesa greinar J. J. um frjálsa verzlun. í maí 1939. Tryggvi. Um útlilutun gjaldeyris. Herra ritstjóri. I aprílhefti þessa rits skrifar „Kaupsýslumaður" um úthlutun gjaldeyris í bönkunum og kvartar um það, að bankarnir sýni hlutdrægni í þessu máli, og' vill láta af- greiða gjaldeyrisbeiðnir eftir röð. Á meðan skortur er á g'jaldeyri í bönkunum, kemur auðvitað ekki til mála, að afgreiða beiðnir um kaup á erlendri mynt „eftir röð“. Hugsum okkur t. d. að vél bili i skipi eða við iðnrekstur, eða eitthvert annað nauð- synlegt áhald til framleiðslu, og þyrfti, sem allra fyrst, að fá nýja vél eða áhald frá útlöndum. Samkvæmt kenningu „kaupsýslumanns“ ætti að stöðva skipið eða reksturinn, þar til röðin kæmi að gjaldeyi'isbeiðanda, — kannske svona hálft eða heilt ár — eftir atvikum. Eins ætti að fara með meðöl, matvöru, veiðarfæri og ótal margt fleira, sem ekki verður hjá komizt að kaupa. En á meðan ætti, samkvæmt þessari kenningu, að flytja inn og greiða, af hinum mjög svo takmarkaða gjaldeyri, vín, tóbak og allskonar aðra hálf-óþarfa vöru, af því að fyrr hafði verið beðið um gjaldeyri fyrir þvi. Kenning „kaupsýslumanns“ um að afgreiða beiðnir um yfirfærslu í röð, fær ekki með nokkru möti staðizt, þar sem eins er ástatt og hér er nú, að tilfinnanlegur skortur er á gjaldeyri. I Landsbankanum, þar sem eg bekki vel til úthlutunar á erlendum gjaldeyri, þótt eg starfi ekki við þá úthlutun —, veit eg, að þetta erfiða verk og vandasama hefir jafnan verið, og er, samvizku- samlega af hendi leyst. — Margir halda, eins og „kaup- sýslumaður“, að þeir, sem stöðugt eru nuddandi í bönk- unum u.n yfirfærslur, fái það frekar en hinir, sem minna sækja á; en eg held, að það sé alveg nóg fyrir hlutaðeigendur, að tala einu sinni við bankann (þ. e. þá, sem hafa með málið að gera), og segja þeim frá ástæð- um fyrir nauðsyn sinni á g'jaldeyri, þá fái þeir gjaldeyri eins fljótt og' hinir, og svo fljótt, sem ástæður eru fyrir hendi, að öllu athuguðu. Þorsteinn Jónsson. 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.