Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 25
Lánsfjármarkaðurirm Englendingar segja, a8 ef komizt verði hjá stríði í september, þá reki að því, að fjármál ríkisins þurfi nýrrar athugunar við. Fjármálaráðuneytið er höfuðset- ið af ýmsum lánsfjái'beiðendum. Það hefir algerlega neitað, að lána til bygginga og nýrra kostnaðarsamra bílvega, vegna þess, að bíða verði þar til mesta víg- búnaðarkapphlaupið er um garð gengið og atvinnu- leysi eykst aftur. Meðal þeirra, sem undanfarið hafa knúið harðast á dyrnar í City eru Pólverjar og Nýja- Sjálands-menn. Pólverjar hafa sínar þarfir vegna víg- búnaðarins, og hafa þegar fengið nokkra úrlausn. Fjármálaráðherra Nýja-Sjálands, Mr. Nash, hefir sótt um 18 milj. stp. lán, sem brezka stjórnin á að ábyrgj- ast. En bankamenn í City eru ekki sérlega hrifnir af stjórnarfarinu á Nýja-Sjálandi, en þar hefir verið mik- ið um allskonar sósíalisma-tilraunir, sem eyðilagt hafa frjálst framtak og skapað glundroða. En Mr. Nash vísar til þess, sem ýmsir fjármálamenn hafa látið sér um munn fara, að Bretar hafi sjaldan tapað á láns- fé, sem veitt hafi verið til sambandslandanna, en hinsvegar tapað stórfé á öðrum löndum. Vissulega er það rétt, að England hefir tapað stórfé á að lána Þjóð- verjum, Rússum og Suður-Ameríku eftir heimsstyrj- öldina. En brezk lán til Svisslands, Norðurlanda og Bandaríkjanna hafa gefizt vel og miklu betur en lán til ensku nýlendnanna eða Indlands. Fyrir stríð lánuðu London, París, New York og Am- sterdam ógrynni fjár til útlanda og jafnvel 1926—1928 var lánað um 60 milj. stp. á ári frá London til útlanda. En töp eftir 1930 kenndu Bretum, að varast a. m. k. Suður-Ameríku og lönd í Austur-Evrópu. Og eins og fjármálaritari „Manchester Guardian“ ritar nýlega, þá má segja, að London hafi nær því lokað fyrir erlend- um lántakendum síðan 1937, og algerlega lokað síðan í byrjun þessa árs. Á þessu fengum við nokkuð að kenna í sambandi við neitun Englendinga um lán til Hitaveitu Reykjavíkur, en hún var síður en svo nokkurt einsdæmi. Bandarilcin hafa einnig lokað fyrir peningana. Þau hafa líka rekið sig á í Evrópu og Suður-Ameríku. Árið 1938 voru lánaðar frá U.S.A. 36 milj. dollara og svipað fjögur árin á undan, en milli 192B—1930 voru lánuð út 1000 til 1500 milj. dollara á ári. París lánaði fyrir all-löngu siðan mikið til Rússlands og Suður-Ameríku, en nú fæst naumast erlent lán í Frakklandi. Vígbúnaðurinn þar gleypir allt fé, sem áð- ur var lánað út til járnbrauta og annarra opinberra fyrirtækja í ýmsum löndum. En þó er svo nú, að auð- ugri rílcisstjórnir lána fátækari þjóðum fé til vígbún- aðar og vega og járnbrauta, sem hafa hernaðarlega FRJÁLS VERZLUN þýðingu, án þess að mikil von sé um að fá lánin greidd. En einkastofnanir vita það síðan eftir 1918, að það er vonarpeningur, að lána til slíks. Ástralía bauð t. d. út nýlega i London lán til vígbúnaðar, en ekki var litið við því. Hið opinbera varð svo að koma til hjálpar. Meðan slík stefna er uppi hjá hinum stærri þjóðum, að lána sem minnst, en draga allt fjármagn saman til vígbúnaðai', er auðséð, að við íslendingar verðum helzt að leita um lánsfé til Norðurlanda. Nýr verzlunarsamningur milli Spánar og Noregs Norðmenn og Spánverjar hafa nýlega gert verzlunar- samning, og var hann birtur opinberlega í þessum mán- uði. — Yfirleitt þykir samningurinn vera Norðmönnum óhag- stæður, en það hefir verið látið í ljós opinberlega af þeirra hálfu, að samningurinn sé það bezta, sem hægt hafi verið að fá framgengt og í rauninni sé það all- mikið afrek, að nokkrir samningar skyldu takast vegna tregðu spænsku stjórnarinnar á að binda sig með samn- ingum. Innflutningsleyfi Norðmanna fyrir saltfiski er einn- ig töluvert minna en 1936, og auk þess eru ýmsir aðrir agnúar á samningnum. Norðmenn mega skv. samningnum flytja til Spánar á tímabilinu frá 1. ágúst 1939 til 31. júlí 1940 vörur fyrir 595,000 pd. sterling ,verð cif. Þar af er saltfiskur fyrir 150,000 pd. sterl., hrogn 35,000 og þorskalýsi 17,000. En Norðmenn skulu á sama timabili kaupa af Spán- verjum vörur fyrir 700,000 pund sterl., verð fob., og eru þær vörur, sem tilteknar eru, einkum ávextir, vín og málmar. Það er því um 100 þús. sterl.pund meira virði, sem Norðmenn skv. samningnum eiga að kaupa af Spánverj- um en vörukvóti þeirra til Spánar nemur. Ákvæði samningsins um greiðslufyrirkomulag er á þessa leið: Greiðsla í sambandi við vöruskiptin fer fram í „clear- ing“ í pundum. Þær upphæðir, sem greiða skal við hver kaup á spænskum vörum, sem fluttar eru inn til Noregs, skal greiða inn til Noregsbanka, og á sama hátt skulu greiðslur fyrir vörukaup Spánverja í Noregi innborg- ast til Comite de Moneda Extranjera í Madrid. Af þeim upphæðum, sem greiðast inn til Noregsbanka, skulu 85% 26

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.