Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 31
Gluggaauglýsingar frh. af bls. 21 Tóbahið frh. af bls. 15 áður en varan er sett í þá. Textanum má breyta á margvíslegan hátt. 1 staðinn fyrir myndina af kokkinum má nota myndir af grænmeti, eða ljósmynd af konu, sem er að undirbúa niður- suðu, þar sem grænmetið er allt við hendina, o. s. frv. Einn aðalkosturinn við þessa glugga er sá, hversu auðvelt er að skipta um vörur í þeim. Bezt færi á því, að sýna aðallega tvær tegundir í einu, t. d. tómata og blómkál, skipta svo um eftir 2—3 daga og hafa þá rófur og kartöflur og lítilsháttar af öðru með, til þess að minna fólk á, að allt sé nú til. S. Árnason. í Eyrarbahkaverzlun frh. af bls. 5 inni vai' það ófrávíkjanleg reg'la, að viðskiptamaðurinn fengi ,,á ferðapelann“, og var það sjaldan minna en þriggja ptela flaska af brennivíni. Væri um stærri við- skiptamenn að ræða, feng'u þeir á tveggja eða þriggja potta kút. Eins var það sjálfsagt, að bændur, synir þeirra eða vinnumenn, hefðu ávallt nóg á pytlunni meðan þeir stóðu við. Aðalvínforði verzlunarinnar var geymdur í „kjallaranum“. Ur honum var vínið flutt í ámu eina, sem lá á hliðinni í norðurveg'g búðarinn- ar. Áma þessi, sem tók 11 lagartunnur, entist samt ekki lengur en svo á lestunum, að hana varð að fylla að áliðnum degi, þótt fleytifull væri að morgni. Það voru nálega 1800 lítrar af þessari nauðsynjavöruf!) sem daglega gengu út um lestirnar. Auk hinna mörgu föstu viðskiptamanna var og fjöldi annara, sem verzluðu í „lausakaupum", þ. e. fyrir pen- inga, ull eða aðrar vörur á létta vog. Enda þótt pening- ar væru lítið sem ekki notaðir í viðskiptum í þá daga, kom þó einatt drjúgur skildingur inn á þennan hátt. Til fróðleiks, og eins til að sýna, hve umfangsmikil Eyraibakkaverzlun var, skulu hér taldir nokkrir liðir úr reikningum verzlunarinnar, eins og þeir voru árin 1875 og 1892. Varð hún þó að miklum mun umfangs- meiri síðar. Árið 1875 komu 10 skip til verzlunarinnar, en 1892 voru þau 14: 1875: 1892: Inneignir .......... kr. 24512,09 Útistandandi skuldir . — 19382,47 Kostnaður ............ — 5145.64 Laun ................. — 7257,21 Verzlunarágóði ....... — 7439,99 Vörubirgðir .......... — 119155,12 Verzlunarmagn ........ — 427449,29 Eyðslufé ............ — ------ Rýrnun og lök vigt . . — 817,04 ki'. 24433,49 — 75870,58 — 6765,80 — 15011,83 — 3301,82 — 221506,75 — 611870,16 — 2875,80 — 1138,17 Reikningar þessir voru gerðir í lok ág'ústmánaðar hvert ár, þegar öllum vor- og' sumarlestum var lokið. Þess ber að gæta, að þá var hver króna margfalt verð- meiri en hún er nú. vel að efni í málavafstur. Árið 1659 er frá því sagt, að prestur einn, séra Ásmundur Eyjólfs- son og bóndinn Ámundi Brandsson hafi á sátta- fundi á Dröngum á Skógarströnd sætzt á mál út af óvild, sem risið hafði þeirra á milli út af nokkrum álnum tóbaks. Tóbaksokrið færðist óðfluga í vöxt, og' kom að því, að embættismenn létu til sín taka. Á seinni hluta 17. aldar býður lögmaðurinn að norðan og austan öllum yfirvöld- um „ að sjá svo til að sú fátækum almúga skaðlega og landinu skammarlega tóbakshöndlun liðist ekki straff- laust“, og að ekki „spanderist eður út sóist óhæfilega fyrir það óþarflega og fánýta tóbak, og lögmaðurinn hyggur sér ekki leyfilegt, að þegja orðalaust yfir svodd- an ósæmilegri tóbakshöndlun og okursaðferð, sem viða um landið heyrast má“. Og áx-ið 1679 eru síðan settar reglur á Alþingi „um tóbakshöndlun hér á landi og hvað' haldast skuli“. I þessu skjali er á það minnzt, að tóbaksverzlunin sé rekin illa og að ein alin „af almenni- legu í-ullu eða ski'úftóbaki“ sé seld á 6, 8, 10, 16 og jafnvel 20 fiska, og sé það oft slæmt. Var svo sett há- maiksverð á tóbak, og' rnátti alinin ekki kosta meira en fiskvirði og 10 álnir af ófúnu tóbaki fara í pundið, að viðlögðum sektum til konungs ef út af væi’i brugðið. Reglur þessar voru settar til að drag'a úr tóbaksprangi rnanna á milli. Voi-u dæmi til að þurrabúðarmenn við sjó létu svo mikið af fiski sínum fyrir tóbak, að þeir lentu á bónbjörgum. En ekki er talið, að samþykktir Alþingis hafi hrifið verulega, og af Alþingisbókum sést, að gerðar hafa x crið samþykktir út af óhæfilegu okri á tóbaki. Fyrstu heildarskýrslur um tóbaksinnflutning til landsins eru frá árinu 1743. Pundatalan þetta ár og næstu á eftir er sem hér segir: 1743: 6560. 1784: 53800. 1806: 76160. 1816: 66064. 1894: 79967. I Samlinger til Handelsmagasin for Island I er talið hve mikið af pipum og tóbaki er flutt til lands- ins árið 1786, og or það svo: Tylftir af löngum pípum 139. Tylftir af stuttum pípum 466. Pressutóbak, pund (hér um bil) 33880. Rullutóbak, pund (hér um bil) 30000. Skozkt tóbak, pund (hér urn bil) 16000. Síðan heldur sagan áfram til vorra daga, og er hún xlestum kunn. Islendingar hafa notað mikið af tóbaki, en notkunin og' verslun með tóbak hefir á ýmsum tím- um verið breytileg. Það er t. d. langt bil á rnilli þess að reykja munntóbak úr járnpípum, eins og dærni er til að gert var, eða að reykja ilmandi vindla og vindlinga. Og um tíma var prangað með tóbak manna á meðal, en nú er tóbaksverzlunin orðin ríkisverzlun. Tóbaksiðnaður hefir eðlilega verið lítill hér. Þó var vindlagerö starfrækt hér um nokkurn tíma, en véla- vinnan og hið mikla fé, sem þarf til að koma upp full- nægjandi tóbaksvinnslu girðir án efa fyrir, að við get- um stofnað til vinnslu úr tóbaki, sem nokkuð kveður að. FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.