Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.08.1939, Blaðsíða 27
leggjast vaxtalaust á reikning í pundum og notast til greiðslu í spænskum útflutningi til Noregs. Þau 15%, sem eftir eru af hverri innborgun i Noregs- banka., skulu færast á annan reikning í pundum, sem Comite de Moneda Extranjera hefir frjáls umráS yfir. Þær upphæðir, sem greiddar eru til Comite de Moneda Extranjera, skulu settar, i pundum, vaxtalaust á reikn- ing í nafni Noregsbanka. Ef dæma má eftir samningi Norðmanna og Spánverja hlýtur það að vera afarmiklum erfiðleikum bundið, að hafa viðskipti við Spán, eins og þar er nú ástatt. Hin hvíta styrjöld í siðasta hefti birtist grein eftir Duff Cooper fyrrv. ráðh. í ensku stjórninni, um fjármálaviðreisn Frakk- lands, og Paul Reynaud fjármálaráðherra. í byrjun þessa mánr.ðar hélt Reynaud ræðu, sem skýrir enn ljósar, hve feikna mikið hefir áunnizt í fjármálum Frakklands fyrir einarða og dugmikla fjárstjórn. Reynaud sagði meðal annars: „Við eigum nú í hvítu stríði, og fregnir, sannar eða lognar, um ósigur, gætu gert svipað ógagn og ef herir landsins töpuðu á vígvelli. En til allrar hamingju höf- um við unnið sigra á fjármálasviðinu, en ekki tapað. Frakkland flutti út í s.l. júní 25% meira að magni og 40% meira að verðgildi en í júní 1938. Framleiðslu- vísitalan var í s.l. október 83, en er nú 100, eða eins og hún var 1928. Tala atvinnulausra hefir lækkað verulega, og 36% verkamanna vinna nú yfirvinnu. — Þann 1. júli s.l. voru atvinnulausir aðeins 14 þúsundir. Orustan um gullið hefir líka unnizt. í lok marz hafði Frakkland mesta gullforða næst á eftir Bandaríkjun- um. Síðustu dagana í júlí komu 11 smálestir gulls til landsins, og þó þarf landið að greiða stórfé erlendis i gulli vegna vígbúnaðar. Eftir 4 mánuði verður gull- forði Frakklandsbanka orðinn 97 miljarðar franka. Verzlun Spánar Samkvæmt heimildum fréttastofu Reuters hefir inn- anríkisráðherra S'pánar lýst yfir því nýlega, að stjórn- in sé reiðubúin til að taka upp verzlunarsamninga við önnur lönd, ef löndin sýni viðskiptahagsmunum Spán- ar fullt tillit. Jafnframt var það skýrt látið í ljós, að takmark Spánarstjórnar í viðskiptamálum væri, að landið fullnægði sjálft allri sinni vöruþörf. Landamæri Norðurlanda Samningi þeim um hlutleysistryggingu, sem Danir og Þjóðverjar gerðu, hefir verið tekið á ýmsa vegu á Norðurlöndum. Það er athyglisvert hvað prófessor Segerstedt, sem er aðalritstjóri Göteborgs Handels og Sjöfartstidning, segir um þetta mál í blaði sínu. Þar stendur m. a.: Þannig hefir Danmörk slitið sig úr sambandi við hin Norðurlöndin. Þegar talað hefir verið um stjórnmála- lega einingu Norðurlanda hefir það kanske alltaf verið út í loftið, en nú er þó a. m. k. öll þoka um það mál horfin. Það er augljóst að Danmörk fer aðrar leiðir. Stauning forsætisróðherra hefir líka oft látið á sér skilja að þeim, sem búa hinum megin Eyrarsunds, komi mál Dana ekki við. Við verðum að láta okkur þetta að kenningu verða. En ef það er talið nauðsynlegt að við- halda þessu yfirborðshjali um norræna samvinnu, þá er þó hægt að halda áfram með alla þessa fundi og mál- skraf. Það blekkir enga. Allir hljóta að skilja að þar liggur ekkert raunverulegt að baki. „Hvað gagnar það“ er orðinn rauður þráður í stjórnmálastefnu Dana. Þannig halda þeir ekki lengur vörð við landamæri Suður-Jótlands. Hægt en viðstöðulaust er Danmörk þvinguð inn í fjármála- og viðskiptakerfi Hitlers. Ef það ekki hrynur brátt, en ýmislegt bendir til þess, þá eru landamæri Norðui'landa endanlega ákveðin við Eyrarsund“. Þetta segir ritstj. þekktasta blaðs Svía. En hvað um takmörkin í aðrar áttir. Oft er talað um að Island sé að smá fjarlægjast Norðurlöndin. Er það rétt eða er það einungis hugarburður. Því má víst svara ó ýmsa vegu- En ef það er rétt að Danmörk sé að heltast úr lestinni og bindast stórveldi á sviði fjái'hags- og viðskiptamála. þá ætti ekki að hafa stóra þýðing'u fyrir samband ís- lands við Norðurlönd, þótt það slíti sambandi við Dani. Oft hefir þó kveðið við, að samband við Dani væri skil- yrði fyrir samstarfi við Norðurlönd. Reglur Svía um lokunartíma sölubúða Fyrir skömmu voru samþykkt í Svíþjóð lög um lok- unartíma sölubúða. Tímaritið ,,Textil“ skýrir svo frá þeim reglum, sem þar eru settar: Lögin ná til allra staða þar sem smásala fer fram, einnig fyrir söluturna, götuverzlun o. s. frv. Venjuleg- ur verzlunartími sé á milli kl. 8 og 18 alla virka daga, en sérreglur gilda um mjólkurbúðir, bakarí, ölbúðir og blómaverzlanir, sem mega hafa opið ákveðinn tíma á sunnudögum. Frá hinni almennu reglu, sem skýrt er frá að ofan, eru þessar undantekningar: Dagana 10.—23. desember mega búðir hafa opið til kl. 20, og síðasta virkan dag fyrir páska, hvíta- sunnu, jól og nýárshátíðir má ekki hafa opið eftir kl. 16. Undantekningar eru gerðar um sölu á bensíni, olíu og sjálfsalaverzlun. Sveita- og bæjarstjórnir geta gert samþykktir um breytingar frá hinum settu reglum, en þó er vald þeirra takmarkað til að breyta lokunartima á virkum dögum. Með slíkri samþykkt er hægt að koma á lokun kl. 18, jafnvel fyrir verzlanir í einni til telcinni grein, og nær þá lokunin til allra verzlana, sem til þeirrar greinar teljast. Eins og af ofanrituðu sést, er ekki um að ræða, að komið sé á „week-end“, nema hvað lokað er á laugar- dögum lcl. 19 eða í fyrsta lag'i kl. 18. í einstaka bæjum hefir verið samþykkt að loka kl. 17 á laugardögum yfir sumarmánuðina, eða frá 1. júlí til 31. ágúst. Lög þessi ganga í gildi 1. janúar 1940, og samtímis fá gildi lög um vinnutíma í sölubúðum, sem skal vera venjulega 48 klst. á viku, og ekki yfir 10 tima á sólar- hring. Hingað til hefir vinnutíminn verið um 53—54 klst. á viku. FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.