Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 7
FRJÁLS VERZLUNÍ 5 SAMTÍÐARMENN ÞÁ SKAL SLAGUR STANDA... Hannibal Valdimarsson rœðir við Frjálsa verzlun um lif sitt og starf — 40 ára afskipti af stjórnmálum. Hannibal Valdimarsson er lík- legast sá stjórnmálamaður, sem mestur styrr hefur staðið um á síðustu áratugum. Svo að ekki sé meira sagt, hefur hann hvað eftir annað teflt á tæpasta vaðið og æ komizt klakklaust yfir. Hver hef- ur ekki heyrt náungann segja: ,Nei, þetta þolir enginn. Nú er Hannibal pólitískt dauður.“ En ávallt hefur Hannibal staðið af sér hríðar stjórnmálanna og ef- laust verður hans minnzt sem eins litauðugasta persónuleika ís- lenzkra stjórnmála. — Hefði ég átt að hugsa um minn eigin hag, sagði Hannibal i viðtali við Frjálsa verzlun, í hvert sinn, sem ég tók mínar stóru ákvarðanir, voru þær fásinnu- kenndar. — Ef til vill kemur í þessum orðum Hannibals bezt fram lífsstefna hans. Hann reyndi í hvert sinn að breyta samkvæmt sannfæringu sinni og svo gerir hann í dag, er hann neitar að eiga aðild að stofnun ,,marxistaflokks“, Alþýðubandalagsins. Hannibal Valdimarsson fæddist í Arnardal við Skutulsfjörð, eigi langt frá ísafjarðarkaupstað, 13. dag ársins 1903. Þar ólst hann upp unz foreldrar hans fluttust að Bakka í Arnarfirði 1912. Þá jörð átti Jón Hallgrímsson faðir Guð- mundar Kambans og Gísla Jóns- sonar, sem kenndur er við Bíldu- dal. Jón átti smáverzlun og flutt- ist til Flateyrar, þar sem hann hugðist setja upp verzlun. Hanni- bal sagði í viðtali við F. V. — Þar hefðu foreldrar mínir verið áfram, hefði verzlunin hjá Jóni gengið vel, en eftir 2 ár kom hann aftur og sóttist þá að sjálf- sögðu eftir eignarjörð sinni. Þá var hver jörð setin við Arnarfjörð, fiskgengd mikil og fluttist ég þá í Selárdal, þar sem ég fermdist 14 ára gamall. í Selárdal bjugg- um við í 2 ár, unz foreldrar mín- Hannibal Valdimarsson. Myndin er tekin á skólaárunum í Danmörku. ir fluttust norður í Djúp. Af þessu má sjá, að ég ólst upp við sveita- störf og útgerð. Ég reri minn fyrsta róður um fermingu við Arnarfjörð, en svo var það í Hnífs- dal, sem sjómennskan byrjaði fyr- ir alvöru. Frá Hnífsdal reri Hannibal á 5 til 7 lesta mótorbátum, en síðar fór hann á „stóru bátana“, sem svo voru kallaðir, og gerðir voru út frá ísafirði. Árið 1919 hóf hann nám í Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri. — Skólavist mín á Akureyri er þannig til komin, að móðursystir mín, sem bjó á Akureyri bauð systur minni, Sigríði, til Akureyr- ar og gekk hún í Gagnfræðaskól- ann. Er hún skrifaði heim og sagði frá skólavistinni, héldu mér engin bönd. Á þessum árum var mjög sjaldgæft, að ungmenni á Vest- fjörðum færu að heiman til fram- haldsnáms. Gagnfræðapróf tók ég síðan eftir 3 ár, 1922. Eftir gagnfræðapróf gerði Sig- urður Guðmundsson, skólameist- ari mig að dyraverði skólans. Að mínu viti var ég allt of ungur tii þess að vera gæzlumaður pilta og eftirlitsmaður skólahússins, en ég held, að Sigurður hafi gert þetta sérstaklega til þess, að ég gæti haft aðgang að bókasafni skólans. Margir skólafélagar mínir höfðu haldið suður, flestir til náms í Menntaskólanum, en ég, sem ekki gat haldið áfram af fjárhagsleg- um ástæðuna, tók nú að stunda sjálfsnám, enda ætlaðist skóla- meistari sjálfsagt til þess. Sigurð- ur tryggði mér síðan vinnu næsta sumar við endurbætur á skóla- húsinu. Sumarið eftir að Hannibal vann við endurbætur á gagnfræðaskóla- húsinu á Akureyri hóf Rafveita Akureyrar virkjunarframkvæmdir við Glerá. Hannibal tjáði okkur að hann teldi, að enn hefði Sigurður skólameistari haft hönd í bagga og mælt með honum, svo að hann fékk atvinnu við framkvæmdirn- ar, en á þessum árum var þröngt um vinnu. Vann Hannibal síðan við byggingavinnu hjá Sveinbirni Jónssyni, byggingameistara, en Sveinbjörn hafði þá nýfundið upp sérstakt byggingalag. Þessi upp- finning sparaði mjög steypu. Tvö- földu byrði af steinum var hlaðio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.