Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERZLUN 45 Við þurfum ekki að leita langt aftur í söguna eftir svari við því. Landnámsmennirnir komu hingað um og eftir árið 900, á opnum skip- um„ 30—40 lestir að stærð. Vá- trygging gegn iðgjaldi var þá ekki til og um gagnkvæma tryggingu gat ekki verið að ræða, því land- námsmennirnir komu á ýmsum tímum og frá ýmsum stöðum. í elztu lögum okkar, Grágás, ei'U ákvæði um sameiginleg sjó- tjón, eins og áður segir, einnig um bruna- og búfjártryggingar, en engin um sjótryggingar. Á fyrstu árum fslandsbyggðar áttum við opin skip, en þau voru dreifð og engar heimildir eru til um gagn- kvæma tryggingu á þeim. Skipin týndu tölunni og við áttum eng- an nytjaskóg til að smíða ný. Þeg- ar við gerðum Gamla sáttmála ár- ið 1262 var svo komið, að við urð- um að fela Noregskonungi að sjá um siglingar t.il landsins. Biskupsstólarnir áttu skip í förum fram eftir öldum, en fáir höfðingjar. Árið 1602 var einok- unarverzluninni komið á og henni var ekki aflétt fyrr en árið 1787. Öll þau ár sáu erlendir menn um siglingar til og frá landinu, og raunar lengur, því eftir margra alda kúgun var svo af okkur dreg- ið, íslendingum, að okkur skorti manndóm til að nota fengið frelsi. Bjarni riddari Sívertsen, kaup- maður og útgeðarmaður í Hafnar- firði, var fyrsti viðreisnarmaður- inn. Hann keypti þilskip um alda- mótin 1800 og árið 1803 lét hann smíða fyrsta þilskipið okkar. Hann átti skip í förum, færandi varning- inn heim, og gerði um það samn- ing við útlendan kaupmann í Reykjavík, að þeir flyttu farm hvor fyrir annan, þannig að hvor ætti hálfan farm í hverju skipi. Þannig dreifði Bjarni áhættu sinni, á líkan hátt og Kínverjar 5 þús- und árum fyrr. FYRSTA ÍSLENZKA VÁTRYGGIN G ARFÉL AGIÐ. Vestfirðingar fetuðu í fótspor Bjarna. Árið 1846 áttu þeir 36 þil- skip og höfðu þó undangengin ár misst mörg í sjóinn. Flest voru skipin óvátryggð, en nokkur vá- tryggð í Danmörku, Þýzkalandi eða Hollandi. Árið 1854 stofnuðu ísfirðingar fyrsta íslenzka vátryggingafélag- ið, um 15 þilskip. Ábyrgðin var gagnkvæm. Skipin voru virt og iðgjöldin voru 4% og 4%% á ári eftir mati. Vátrygging- in gilti aðeins um sumarmánuðina. Félagið bætti yíirleitt aðeins al- gert tjón og þá helming af mats- verði. Félagið reis ekki undir tjónaþunganum og lognaðist út af um 1860. Árið 1868 var stofnað Hið ey- firzka ábyrgðarfélag. Var vel til þess stofnað og var það mikil lyftistöng fyi’ir útgerðina nyrðra, einkum hákarlaveiðarnar. Þetta félag byggði einnig á gagnkvæmri ábyrgð og starfaði á líkum grund- velli og ísfirzka félagið. Á fyrsta ári voru 17 skip í félaginu, en þeg- ar á næsta ári 54 skip. Hið ey- firzka ábyrgðarfélag lifði fram undir aldamótin síðustu. Það varð að sönnu fyrir miklum áföllum, en dó ekki fyrir þá sök. Það voru út- vegsbændur nyrðra, sem stofnuðu félagið, en síðar seldu þeir skip sín útlendum kaupmönnum, sem ekki töldu sér hag í að vera í félaginu. Elzta vátryggingafélagið, sem enn lifir, er Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja, stofnað 1862. Það vátryggði opna báta, en ekki þil- skip, eins og hin félögin tvö. Það er næsta merkilegt, að slíkt félag skyldi hafa verið til þegar fyrir rúmri öld, en raunar virðist það hafa verið að þakka einum manni, sýslumanni þeirra eyjaskeggja, Bjarna E. Magnússyni, en hann kynntist vátryggingum meðan hann var við ném ytra. Það var aðeins eitt félag annað, sem vá- tryggði opna báta, stofnað á Stokkseyri um 1890. Vélbátaútgerðin hér á landi byrjaði um aldamótin síðustu og voru þá bátaábyrgðarfélögin stofn- uð hvert af öðru, fyrst Vélbáta- ábyrgðarfélag ísfirðinga, árið 1903, og Samábyrgð íslands á fiskiskipum var svo stofnuð árið 1909, til að sjá um endurtrygg- ingar fyrir þessi félög. Togaraútgerðin byrjaði um og eftir fyrri heimsstyrjöld og Sam- trygging íslenzkra botnvörpunga var stofnuð árið 1923, fyrir for- göngu Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda, til að sjá um vá- tryggingar á togurunum og sam- ræma vátryggingaskilmála. Sam- tryggingin er gagnkvæmt vátrygg- ingafélag. Fyrsta almenna vátrygginga- félagið var Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. stofnað 1918. Hin vá- tryggingafélögin komu yfirleitt talsvert seinna, eða um og eftir síðari heimsstyrjöldina. íslenzk endurtrygging er eina íslenzka vá- tryggingafélagið, sem annast (nær) eingöngu almennar endur- tryggingar. Hún var stofnuð árið 1939 og hét þá Stríðstrygginga- félag íslenzkra skipshafna. (Þessi grein er stytt úr erindi, sem höfundur flutti á vegum Trygg- ingaskólans haustið 1962). BlUltslíOoHP HVlLlÐ MEÐAN ÞÉR VINNIÐ SAVO-stóll er vandaður stóll. HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.