Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.04.1977, Blaðsíða 79
Elís Guðnason, Eskifirði Verslun, sem byggist á viðskiptum við alla Austfirðina Sölusvæðið er frá Höfn í Hornafirði og norður undir Langanes — Ég myndi ekki ráðleggja nein’um að reka viðlíka verzlun og ég geri hér á Austfjörðum. Markaðurinn er hreinlega ekki nægilega stór fyrir jafn marg- ar vörutegundir og ég reyni að hafa á boðstólum. Eitthvað á þessa leið fórust Elísi Guðna- syni kaupmanni og rafvirkja- meistara á Eskifirði orð, þegar Frjáls verslun ræddi við hann þar eystra. Elís hefur rekið verzlun á Eskifirði allt frá árinu 1956 og er verzlunin nú á 440 fermetra gólffleti, en til að reka svona verzlun þanndg að hún beri sig sæmilega segir Elís að þurfi 100 millj. kr. veltu, en það 'hef- ur ekki tekizt enn. BYRJAÐI MEÐ RAFTÆKI — Þegar ég byrjaði að verzla var ég aðallega með raftækja- vörur, en smám saman hef ég fært út kvíarnar og er nú með byggingavörur, sportvörur og síðustu tvö árih fatnað auk raf- tækjanna. Bara sem rafvirki þarf maður að liggja með mik- inn lager úti á landi, Helzt þarf alltaf að eiga hlutina til að hafa þá við hendina þegar eitthvað bilar og þegar markaðurinn er lítill er þetta oft erfitt, en þetta verður að véra hægt þegar það tekur ma.rga daga sérstaklega yfir vetrartímann að fá við- komandi hlut frá Reykjavík, — En hvernig er að vera kaupmaður á Eskifirði? — Það er mjög erfitt. Maður þarf að vera með mjög margar vörutegundir til að ná ein- hverri veltu og fólkið er fátt. Mín verzlun byggist á viðskipt- um við alla Austfirði og oft hef- ur það komið fyrir að 70% árs- veltunnar kemur af sölu á að.ra staði. Sölusvæðið er frá Höfn í Hornafirði og norður undir Langanes. FLYTUR MIKIÐ BEINT INN Hvernig er þér mögulegt að keppa við verzlanir á Reykja- víkursvæðinu t.d. með raf- magns- og byggingavörur? — Það sem gerir þetta mögu- legt er að ég hef flutt eins mik- ið beint inn frá framleiðanda erlendis og gjörlegt er. Þannig verður aðeins ein álagning á hlutunum og hún er lág á þeim vörum sem ég ve.rzla með. í mörgum tilfellum flyt ég vör- una hingað beint með Eimskip, en stundum með strandfragt frá Reykjavík. — Áttu von á að léttara verði að vera kaupmaður á Austur- landi þegar Tollvörugeymsla Austurlands liefur risið á Reyð- arfirði? — Tollvörugeymslan ætti að gjörbreyta öllum viðskiptahátt- um hér. Það þarf enginn að halda að þetta breytist um leið og fyrirtækið er risið, heldur verður þetta smám saman, en hugmyndin er að tollvöru- geymslan taki til starfa á næsta ári. VELTUAUKNINGIN HEFUR AÐEINS FYLGT VERÐ- BÓLGUNNI — Hefur einhver veltuaukn- ing orðið hjá þínu fyrirtæki á síðustu árum? — Það er óhætt að segja að sú veltuaukning sem hefur orð- ið, hafi haldist í hendur við verðbólguna. Til þess að létta undir rekstrinum og bjóða hag- stæðasta hugsanlegt verð flyt ég öll hreinlætistæki beint inn og býð sama verð og verzlanir í Reykjavík, til skamms tíma hef ég einnig flutt raftækin beint inn, en nú tek ég þau úr toll- vörugeymslu í Reykjavík. Þeg- ar ég hóf innflutning á raf- magnstækjum var sama hve mikið maður pantaði, þau stóðu aldrei við, enda var markaður- inn hér fyrir austan tómur þá. — Þú minntist á, að þú hefð- ir verzlað með föt síðustu tvö árin, hvemig er þeirri verzlun háttað? — Við höfum þann háttinn á, að sækja sýningar erlendis og kaupa fötin þar. Á þann hátt getur maður boðið ýmislegt sem aðrir hafa ekki. Fatnaðinn seljum við bæði hér á Eskifirði og á Egilsstöðum, þar hef ég verið með útibú sl. 5 ár, og er það opið sjö mánuði á ári. FV 4 1977 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.